Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 21
MÁNUDAGUR 10. mars 2003
RSK
þessi gildir jafnt
fyrir skil á pappír og rafræn skil.
Hann er hinn fyrir launþega og
menn með sjálfstæða starfsemi.
að sækja um frekari frest
á heimasíðu RSK, enda verði skattframtali
síðan
.
Viðbótarfrestur getur lengstur orðið til
.
hafa verið send framteljendum.
R Í K I S S K A T T S T J Ó R I
hvað?hvar?hvenær?
7 8 9 10 11 12 13
MARS
Mánudagur
Fljótlegtí hádeginu
Upplýsingar í síma 561 8585 og á www.gauilitli.is
Allt þetta er innifalið:
Yogaspuni 3 til 5 sinnum í viku, vikuleg vigtun, fitumæling,
ummálsmælingar, ítarleg kennslugögn með mataruppskriftum,
matardagbókum og leiðbeiningar varðandi fæðuval, eftirlit með mataræði,
frír einkaþjálfari í tækjasal, fræðsludagur, vatnsbrúsi, bolur, vegleg verðlaun.
Vikuna 10. – 15. mars
Samanlagt höfum við misst 40 kg á 8 vikum
Þetta getur þú líka!
hefjast í World Class hin vinsælu 8-vikna
aðhaldsnámskeið Gauja litla á aðeins 14.500 kr.
Ný námskeið með breyttum áherslum.
Í boði eru morgun- og kvöldtímar.
Frír prufutími. Fagmennska í fyrirrúmi.
Arthur
-14,9 kg
Sigurjón
-11,7 kg
Anna
-13,4 kg
KVIKMYNDIR Sumir klifra upp á
hæstu tinda heims. Aðrir láta sér
nægja stuttar gönguferðir inn á
milli fjalla. Enn aðrir ana á snjó-
sleðum um fjöll og firnindi.
Allt fellur þetta undir fjalla-
mennsku eins og íslenskir áhuga-
menn um útivist á fjöllum vilja
skilgreina hana.
„Fjallamennska er ekki bara
hættulegt klifur, heldur erum við
að tala um alla flóruna. Fjallahjól-
in, kajakana, gönguferðir og hvað
eina,“ segir Halldór Kvaran, for-
maður Íslenska Alpaklúbbsins.
Meginmarkmið þess klúbbs er
að efla áhuga fólks á fjalla-
mennsku. Í kvöld og annað kvöld
efnir hann til kvikmyndahátíðar í
Smárabíói. Þar verða sýndar átján
bíómyndir um fjallamennsku,
gerðar ýmist af atvinnumönnum
eða áhugamönnum í kvikmynda-
gerð. Sú stysta er ekki nema tvær
mínútur að lengd en sú lengsta 49
mínútur.
Þessi kvikmyndahátíð er
kennd við bæinn Banff í Kanada.
„Þar voru menn svo sniðugir að
búa til fjallamyndahátíð sem er
orðin að miðstöð fjallamynda í
heiminum. Á síðasta ári bárust
um það bil 250 myndir frá 29 lönd-
um í þessa keppni. Dómnefnd vel-
ur svo bestu myndir ársins í
nokkrum flokkum, bestu heimild-
armyndina, bestu stuttmyndina,
bestu klifurmyndina og svo fram-
vegis.“ Úr þessum myndum valdi
Íslenski Alpaklúbburinn myndirn-
ar sem sýndar verða í Smárabíói.
Tvær myndir frá Íslandi fá svo að
fljóta með, þótt þær hafi ekki tek-
ið þátt í keppninni í Banff. ■
FUNDIR
12.30 Bandarísku kvikmyndagerð-
armennirnir Brad Grey og So Yong Kim
flytja fyrirlestur um verk sín í Listahá-
skóla Íslands, Laugarnesi, stofu 024.
14.00 Doktorsvörn fer fram við
Læknadeild Háskóla Íslands. Chen
Hupiping ver ritgerð sína um galla í
erfðaefni brjósta- og magakrabbameina.
Andmælandi er doktor Stefan Imreh frá
Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Athöfnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbygg-
ingu Háskóla Íslands og eru allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
15.30 Jens Thomsen, bankastjóri
danska seðlabankans, verður frummæl-
andi á fundi um hið sérstaka samband
Danmerkur og evrunnar, sem haldinn
verður í Seðlabanka Íslands.
16.00 Svæðisvinnumiðlun Norður-
lands eystra, Eining-Iðja, Félag verslunar-
og skrifstofufólks og fræðslufulltrúi kirkj-
unnar á Akureyri halda fræðslu- og um-
ræðufund um atvinnumissi, áhrif hans
á líðan fólks og hvað hægt er að gera á
meðan atvinnuleysi varir. Fundurinn
verður haldinn á Græna hattinum á Ak-
ureyri.
TÓNLIST
20.00 Gunnar Kvaran sellóleik-
ari verður gestur Jónasar Ingimund-
arsonar á námskeiðinu „Hvað ertu
tónlist“, sem haldið er í Salnum í
Kópavogi.
KVIKMYNDIR
20.00 Íslenski Alpaklúbburinn
heldur Banff-fjallamyndahátíð í kvöld
og annað kvöld í Smárabíói. Þar verða
sýndar átján fjallamyndir af ýmsum
gerðum.
Í Bankastræti 14 er The Deli þar
sem hægt er að fá samlokur á 480
krónur, baguettes á 580, grilluð
panini á 580 og pastasalöt á 550
eða 650 krónur. Þarna starfa mat-
reiðslumenn sem baka sjálfir
brauðin og sinna matargerðinni
af fagmennsku og natni. Gestir
geta hvort heldur sem er snætt á
staðnum eða tekið með sér mat-
inn.
Þar rétt hjá, á Laugavegi 2, er svo
Gott í gogginn þar sem hægt er
að ná sér í lasagna eða burritos á
680 krónur. Einnig eru þeir með
pizzur og baguettes, nachos og
ýmis konar risotto. Yfirleitt eru
nokkrar tegundir af pastaréttum
líka í boði. Lítill skammtur kostar
490 en stór 650 krónur. Áhersla er
á mexíkanskt bragð á þessum
stað.
Í Vallarstræti 4 við Ingólfstorg,
þar sem áður var Björnsbakarí,
eru nú seldar smurðar langlokur,
bæði heitar og kaldar. Pronto
heitir staðurinn og var opnaður
síðasta sumar. Langlokurnar
kosta 480 krónur og eru fáanlega
með nánast hverju sem manni
dettur í hug, þar á meðal græn-
meti, kjúkling og roastbeef.
Einnig er hægt að fá þarna
kleinuhringi, kanelsnúða og fleira
bakkelsi.
Fjallamyndir
í Smárabíói
ÚR MYNDINNI JEHOVAH’S WETNESS
Íslenski Alpaklúbburinn heldur Banff-fjalla-
myndahátíð í Smárabíó í kvöld og annað
kvöld. Veislan hefst klukkan átta bæði
kvöldin og stendur í rúma þrjá tíma með
hléi.