Fréttablaðið - 10.03.2003, Page 22

Fréttablaðið - 10.03.2003, Page 22
22 10. mars 2003 MÁNUDAGUR LORD OF THE RINGS kl. 4/ 4 í lúxusSPY KIDS 2 kl. 1.40, 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK kl. 8 í Lúxus GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 10.10 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali 4 THE RING kl. 5.45, 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 TWO WEEKS NOTICE 5.50, 8, 10.10 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.30 b.i.16.ára kl. 8CATCH ME IF YOU CAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 8 og 10.15THE RING kl. 6STELLA Í FRAMBOÐI kl. 6TWO WEEKS NOTICE MAN WITHOUT A PASTkl. 6, 8 og 10 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Fréttiraf fólki Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.30 b.i.12 CATCH ME IF YOU CAN kl. 8 kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Velgengni í fjármálum Námskeið um nýja hugsun í rekstri heimilisins Kennt verður að: ● Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins. ● Greiða hratt niður skuldir. ● Stýra útgjöldum. ● Fjárfesta í sparnaði og mynda sjóði. ● Skoða áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin. Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 15. og 16. mars, kl. 9.00-13.00 Skráning og upplýsingar í síma 575 1551 Leiðbeinandi: Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur og rekstrarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Taktu hugann úr lás www.avatar.is Avatar JENNIFER LOPEZ Er ekki eins pen og hún virðist vera ef marka má orð fyrrverandi eiginmanns hennar. Jennifer Lopez: Ropar í gríð og erg Dansarinn Cris Judd segir aðJennifer Lopez, eiginkona hans fyrrverandi, hafi þann leiða ávana að ropa í gríð og erg. Judd opinberaði leyndarmálið þegar hann kom fram í sjónvarps- þættinum „I’m a Celebrity, Get Me Out of Here!“. Í þættinum sagði Judd að söng- og leikkonan hefði meðal annars ropað á fyrsta stefnumótinu þeirra. „Hún talaði lítið sem ekkert en ropaði þess í stað í gríð og erg.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Judd talar um hjónaband þeirra opinber- lega en það stóð ekki yfir nema í átta mánuði. Þau skildu í fyrra. Hann segir að þau talist ekki leng- ur við. „Hún ákvað að halda áfram með líf sitt,“ sagði dansarinn hryggbrotni. ■ Rokkarinn Paul Weller og hljóm-sveitin Faithless eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem komu fram á tónleikum gegn stríðsátök- um í Írak í London á laugardags- kvöld. Aðrir listamenn eru meðal annars Ian McCulloch úr Echo & the Bunnymen og Evan Dando sem áður var í Lemonheads. Yfirskrift tónleikanna er „One Big No“ (eða „Eitt stórt nei“) og ætlar Faithless meðal annars að leika órafmagnað, sem hlýtur að teljast athyglisvert í ljósi þess að sveitin leikur raftón- list. KvikmyndagerðarmaðurinnGeorge Lucas, skapari Stjörnu- stríða, hefur tekið að sér að vera andlit herferðar gegn því að al- menningur sæki kvikmyndir ólög- lega á Netið. Hann segir að ef þetta haldi áfram muni það aðeins leiða til þess að fjöldi manna missi vinn- una. Hann kemur fram í auglýsingaherferð þar sem hann segir meðal annars: „Ef þið haldið þessu áfram, þá endar þetta með því að hætt verði að fram- leiða kvikmyndir. Svo einfalt er þetta.“ Leikarinn Bruce Willis segist far-inn að efast um að af framleiðslu fjórðu „Die Hard“ myndarinnar verði. Hann segist einfaldlega vera orðinn leiður á persónu sinni í myndunum og að Anthony Kiedis, söngvari RedHot Chili Peppers, ætlar að senda frá sér ævisögu . Í bókinni, sem hefur fengið nafnið „Scar Tissue“, talar hinn fertugi rokkari meðal annars opin- skátt um eiturlyfjanotkun sína. Larry Sloman mun rita bókina í samstarfi við Kiedis en hann skrif- aði meðal annars bókina „Private Parts“ um útvarpsmógúlinn Howard Stern. Talið er að bókin komi út síðla næsta árs þegar Red Hot Chili Peppers fagnar 20 ára starfsaf- mæli sínu. Hljómsveitin hefur ver- ið á tónleikaferðalagi upp á síðkast- ið. Sveitin hyggst endurútgefa fjór- ar fyrstu breiðskífur sínar, „Mothers Milk“, „Red Hot Chili Peppers“, „Freaky Styley“ og „The Uplift Mofo Party“, í næstu viku. ■ ■ FÓLK ■ TÓNLIST Söngvarinn Jón Kr. Ólafssonsöng fyrst inn á plötu árið 1969. Þá söng hann lagið „Ég er frjáls“ við flutning hljómsveitar sinnar Fagon. Hann söng einnig lagið „Tondeleyo“ í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Börn náttúr- unnar“. Með framkomu sinni í myndinni vill Jón meina að hann sé sá Íslendingur sem eigi þá út- setningu lagsins sem hafi farið víðast um heiminn. Eftir flutning Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu á Gling-Gló plötunni hlýtur það að teljast álitamál. Jón Kr. segist alla tíð hafa ver- ið safnari. Hann fékk þá hugdettu rétt fyrir aldamót að stofna tón- listarsafnið Melódíur minning- anna á heimili sínu á Bíldudal þar sem gestum er boðið að líta, og hlusta, um öxl. Safnið var opnað á afmælisdegi vinar hans, og plötu- útgefanda, Svavars Gests 17. júní árið 2000. „Það má eiginlega segja að allt heimili mitt sé eins konar tónlist- arsafn,“ útskýrir Jón. „Á neðri hæð hússins er safnið en á efri hæðinni er mitt einkasafn. Ég nenni nú ekki að fá alla heims- byggðina upp í rúm til mín þannig að efri hæðin er lokuð. Það væri þó kannski ágætt samt að fá smá hluta af henni.“ Á safninu geta gestir fengið að skoða ýmsa muni og minningar tengdar íslenskri dægurlagatón- list, allt frá veggspjöldum, hljóð- færum og gömlum 78, 45 og 33 snúninga vínylplötum. Á staðnum eru svo vitanlega hljómflutnings- tæki til þess að gestir geti fengið að heyra hljómplöturnar. „Ís- lenska þjóðin er gífurlega dugleg að henda hlutum. Það er verið að tala í ræðum og riti hvað við séum gáfuð á sagnfræðina og menning- una en svo henda menn öllu.“ Á veggjum hanga einnig föt og skartgripir sem voru í eigu dæg- urlagasöngvara á borð við Hauk Morthens, Hallbjörgu Bjarna, Ellý Vilhjálms, Ragga Bjarna, Sig- ríði Sigurðardóttur og Krist- björgu Löve. „Þetta er allt fólk sem stóð upp úr. Þjóðin hefur ekki átt betri dægurlagasöngkonu en Ellý Vilhjálms var, þó að henni hafi ekkert endilega fundist það sem hún var að gera neitt sér- stakt. Hún var á heimsmæli- kvarða.“ Jón segist fá slæðing af gestum yfir ferðamannatímann á sumrin. „Málið er bara að ferðamannatím- inn er allt of stuttur. Maður finnur það strax eftir Verslunarmanna- helgina að það byrjar að draga úr aðsókn. Hann ætti að dragast út í september, það er svo fallegur tími. Sumum finnst safnið vera of langt í burtu. Það þarf ekki, og á ekki, allt að vera á Laugaveginum í Reykjavík,“ segir Jón að lokum. biggi@frettabladid.is Aftur til fortíðar á Bíldudal Söngvarinn Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal er frjáls eins og fuglinn. Íslensk tónlist- armenning er honum hjartans mál og rekur hann tónlistarsafnið „Melódíur minninganna“ á neðri hæð heimilis síns þar í bæ. JÓN KR. ÓLAFSSON Er þekktastur fyrir að flytja lagið „Ég er frjáls“ ásamt sveit sinni Fagon árið 1969. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér þetta lag og ljóð ekkert sérstakt,“ segir Jón, sem nú rekur tónlistarsafn í Bíldudal. „Kannski bara vegna þess að ég er svo róm- antískur í mér. Ég var bara að vinna þarna og gerði eins og mér var sagt.“ Söngvari Red Hot Chili Peppers: Skrifar ævisögu RED HOT CHILI PEPPERS Anthony Kiedis, lengst til vinstri, hefur lifað ansi skrautlegu lífi og verður eflaust fróð- legt að lesa um það í ævisögu hans. ■ FÓLK CHICAGO kl. 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.