Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 30
FRAMKVÆMDASTJÓRI „Þetta leggst vel í mig og er heilmikil áskorun í mínum huga. Stofnunin hefur haft fulllitla peninga til umráða til að sinna öllum þeim verkefnum sem að steðja,“ segir Guðrún Gísla- dóttir, sem nýverið var skipuð í stöðu framkvæmdastjóra Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar til næstu fimm ára. Guðrún, sem fædd er árið 1958, telur sig Akureyring þó að hún hafi verið búsett jafnlengi hér sunnan heiða og fyrir norðan. Foreldrar hennar eru Gísli Krist- inn Lórenzson, forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri, og móðir er Ragnhildur Franzdóttir, bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri. Guðrún er gift Halli Leópoldssyni verktaka en dóttir þeirra er Halla Hallsdóttir, 18 ára yngismær við nám í MH. Lítill tími hefur gefist til að sinna tómstundum því samhliða 70% starfi fjármálastjóra hjá Nesskipum hefur Guðrún verið í fullu námi við Háskóla Íslands en hún er að ljúka mastersnámi í stjórnun og stefnumótun innan viðskiptadeildarinnar. „En þegar fer að vora og prófin búin og ég komin sæmilega inn í nýtt starf... þá á ég ágætis bókastafla sem bíð- ur þess að verða lesinn. Svo fer ég kannski eitthvað að komast út í garð með vorinu. Afskaplega af- slappandi að moldvarpast úti í garði. Nokkuð öruggt að maður er ekki truflaður þar því menn eru svo hræddir við að verða settir í vinnu.“ Guðrún hefur haft persónuleg kynni af störfum þeirrar stofn- unnar sem hún er að fara að stýra. „Dóttir mín þurfti á aðstoð að halda þegar hún var barn, sem og afi, sem þurfti að notast við heyrnartæki. Við Íslendingar eru afskaplega passasamir upp á tunguna okkar og tökum eftir því ef eitthvað er að. Mikil kröfu- harka ríkir í tengslum við að tala rétt og með skýran framburð. Stam, gormælgi og annað slíkt ... fólk tekur umsvifalaust eftir því, við erum líklega hálfgerðir fasist- ar á því sviði.“ ■ 30 10. mars 2003 MÁNUDAGUR MÁNUDAGSMATUR AFMÆLI Guðrún Gísladóttir tekur innan skamms við starfi framkvæmdastjóra hjá Heyrn- ar- og talmeinastöð Íslands. Stöðuveiting MEÐ SÚRMJÓLKINNI GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Jaðrar við að Íslendingar séu hálfgerðir málfarsfasistar. Spurning: Hvernig veiðir þú smá- fugl? Svar: Með því að klifra upp í tré og leika ber. Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum. Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Við gerum betur Njóttu þ ess að ferðast um lan dið á góðum bíl Á Akureyri. Bryndís Schram. Gallerí Fold. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ég vil bara snarl á mánudög-um,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans. „Þá fæ ég mér venjulega óhrært skyr með sykri og rjóma og heil- hveitibrauð með skinku og osti. Með þessu drekk ég léttmjólk. Þetta er létt og fer vel í maga eft- ir oft á tíðum þungar máltíðir helgarinnar.“ Annars reynir Heiðrún að vera með heita máltíð á kvöldin aðra daga vikunnar fyrir sig og son sinn: „En strákurinn fær heita máltíð á leikskólanum í hádeginu á mánudögum og ég reyndar líka í vinnunni þannig að snarlið er gott á mánudagskvöldum,“ segir hún. ■ Jarðarfarir 13.30 Sólveig Jónsdóttir frá Patreksfirði verður jarðsungin frá Áskirkju. Afmæli Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona er 37 ára í dag. Andlát Hólmsteinn Hallgrímsson, málara- meistari, lést föstudaginn 7. mars. Guðmundur Sveinsson, Njarðvíkurbraut 16, Innri-Njarðvík, lést fimmtudaginn 6. mars. Sara Stefánsdóttir, Miðstræti 26, (Landakoti), Vestmannaeyjum, lést mið- vikudaginn 5. mars. Anna Kristín Jónsdóttir, Fögrubrekku 5, Kópavogi, lést miðvikudaginn 5. mars. Guðbjörg Hermannsdóttir, Hávegi 15, Kópavogi, lést föstudaginn 7. mars. TÍMAMÓT FRÉTTIR AF FÓLKI Áföstudag sást til Ríó Tríósinsá hádegisverðarfundi á veit- ingastað í miðborginni. Með þeim Helga Péturssyni, Ágústi Atla- syni og Ólafi Þórðarsyni var eng- inn annar en gamalgróni plötuút- gefandinn Steinar Berg Ísleifs- son. Hvort útgáfumál bar á góma skal ósagt látið. Víst er að Steinar Berg hefur fyrst og fremst ein- beitt sér að erlendum mörkuðum á undanförnum árum. Sjálft fór Ríó Tríó á sínum tíma í fræga tónleikaferð til Ameríku. 37 ÁRA „Mér finnst fínt að eiga af- mæli en ég veit ekki hvort ég geri nokkuð í tilefni dagsins. Mánu- dagar eru ekki mjög spennandi til veisluhalda,“ segir Margrét Vil- hjálmsdóttir leikkona, sem í dag verður 37 ára. Þegar Fréttablaðið náði tali af Margréti var hún stödd í Svíþjóð í menningarreisu og vinnuferð sem tengdist næsta verkefni leik- hópsins sem stóð að rómaðri fim- leikasýningu á Rómeó og Júlíu. „Ég er svona að njósna um ný trix og við erum að vinna að nýju handriti.“ Í Svíþjóð verður Margrét fram í maí. Á þeim tíma mun hún skreppa til Kúbu og svo Frakk- lands vegna Fálka, en í Rúðuborg er reglulega haldin norræn kvik- myndahátíð. Margrét hefur und- anfarið ferðast um allan heim í tengslum við þátttöku sína í „Shooting star“-verkefninu þar sem evrópskir leikarar eru kynntir rækilega og víða. Góðar afmælisveislur hafa verið margar í gegnum tíðina. „Jájá, alveg brjálað húllumhæ, einkum í tengslum við stórafmæli mín. En ég get ómögulega gert upp á milli.“ Margrét gengst fús- lega við því að vera mikil pakka- stelpa. „Já, ég held ég fái ein- hverja fallega afmælisgjöf. Fólk þorir ekki öðru – mér finnst æðis- legt að fá pakka – en ekki síður æði að sjá svipinn á fólki þegar það opnar gjöf frá mér. Sælla er að gefa en þiggja. Þetta snýst við á ákveðnum punkti, ég man bara ekki alveg hvenær það gerist, þegar hin barnslega pakkagræðgi snýst í andhverfu sína.“ Eftirminnilegasta afmælis- gjöfin er líklega sú sem Margrét fékk senda frá karli sínum fyrir tveimur árum. „Hann var þá í Berlín og sendi mér risastóran pakka, líklega um 20 kg. Ég var óratíma að taka utan af gjöfinni sem var pökkuð inn í maskínu- pappír þar sem á voru ýmsar teikningar og skilaboð til mín. Innst var risastór jólasería, mjög þung. Ég vissi ekki hvort ég ætti heldur að hlæja eða gráta. Reyndi að nota þetta fyrir sæng en það var ekki mikil hlýja í seríunni.“ jakob@frettabladid.is Barnsleg pakka- græðgi umturnast Margrét Vilhjálmsdóttir gengst fúslega við því að vera pakkastelpa en henni finnst ekki síður gaman að gefa gjafir. Imbakassinn eftir Frode Øverli Jæja, Bubbi! Okkar eina von er að hann berji ekki mann með gleraugu! Gott að moldvarpast úti í garði MARGRÉT VIL- HJÁLMSDÓTTIR Fékk eftirminni- lega gjöf frá karli sínum, risastóra jólaseríu, og vissi ekki hvort hún ætti heldur að hlæja eða gráta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.