Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 32
Láttu erfiða viðskiptavini ekki koma þér úr jafnvægi! Söluskóli Crestcom, einn virtasti skóli heims í söluþjálfun, kynnir nýtt námskeið sem hefst miðvikudaginn 19. mars. Þátttakendur öðlast m.a. þjálfun í: • Að greina merki um kaupáhuga og gera stöðuathuganir • Að snúa hörðum mótbárum í jákvæð viðskipti • Að eiga við erfiða viðskiptavini • Að semja á árangursríkan hátt • Að ljúka sölu af öryggi. Nýtt nám skeið í sölu- og sam ningatæ kni hefst 19. m ars Crestcom er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er starfandi í yfir 50 löndum. AT&T, Coca Cola, Kodak, Microsoft, Oracle, Shell, Sony og Toyota eru á meðal margra heimsþekktra fyrirtækja sem hafa notað Crestcom til að þjálfa starfsmenn sína.Skráning og upplýsingar: crestcom@crestcom.is og í símum 561 5800 og 896 6960. Leiðbeinandi: Þorsteinn Garðarsson viðskiptafræðingur SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Yfirlýsing Bakþankar Þráins Bertelssonar Vegna þráláts orðróms – um aðég sé í samsæri með Baugi, Jóni Ásgeiri, Hreini Loftssyni, Jóni Ólafssyni, Ingibjörgu Sólrúnu, Öss- uri Skarphéðinssyni, Ellert B. Schram, Gunnari Smára Egilssyni, Mafíunni, Þjóðkirkjunni, lista- mannapakkinu í 101, Blaðamannafé- lagi Íslands og Samfylkingunni og hafi lekið trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla og boðið forseta Íslands, forsætisráðherra, ríkisstjórn, Al- þingi og Kolkrabbanum 2500 krónur á mann og 2 fyrir 1 tilboð hjá Dó- mínós og 1,5 lítra kók ókeypis fyrir að senda mér jákvæðar hugsanir – hafa lögmenn mínir samið fyrir mig eftirfarandi yfirlýsingu: ALDREI nokkurn tímann hef ég heyrt minnst á Jón Gerald Sullen- berger og þegar ég var kynntur fyr- ir honum í reykfylltu bakherbergi var mér sagt að hann héti Engil- bjartur og væri stýrimaður á hand- færabát fyrir Westan. Það er tvífari minn og ekki ég sjálfur sem sést á myndbandsupptökum eftirlitsvéla vera að leggja kapal í einkatölvu bankastjóra Búnaðarbankans. Þessi sami tvífari hefur gert sér leik að því að koma fram í gervi landbúnað- arráðherra í Malt-auglýsingum og einnig brá hann sér í gervi Kristins H. Gunnarssonar og skrökvaði því að Alþingi að ríkisbankarnir hefðu keypt hlutabréf í DeFraud fyrir 6 milljarða að undirlagi ríkisstjórnar- innar. Hið sanna í málinu er að bankastjórarnir gerðu þetta í ölæði til að spæla ríkisstjórnina sem hefndi sín með því að selja ofan af þeim bankana. EINNIG er rétt að taka það fram að ég borga skatta mína í Bretlandi þrátt fyrir að á nafnspjaldi mínu standi að ég eigi heima í Stjörnubíói við Laugaveg. Ástæðan fyrir því að bresk skattayfirvöld vilja ekki kannast við mig er sú að endurskoð- andi minn sem býr á Jómfrúreyjum datt í það á leiðinni til London og týndi framtalsskýrslu minni og öllu bókhaldi, hálffullum ópalpakka (grænum) og silfurhúðuðum skrúf- blýanti, og er nú í meðferð. AÐ LOKUM ÞETTA: Í fyrsta lagi er það ósatt að ég hafi fengið skaft- pott lánaðan hjá nágrannakonu minni í næsta húsi. Í öðru lagi var hann heill þegar ég skilaði honum. Og í þriðja lagi var hann brotinn þegar ég fékk hann lánaðan. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.