Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 1
TÓNLIST
Hávært
hugarangur
bls. 36
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 14. mars 2003
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Bíó 36
Íþróttir 32
Sjónvarp 38
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
ALÞINGI Stefnt er að því að ljúka
þingstörfum 128. löggjafarþingsins
á Alþingi í dag. Þingi verður því
næst slitið og þingmenn munu snúa
sér að fullum krafti að kosninga-
baráttunni. Vegna komandi kosn-
inga er þingið styttra en að jafnaði.
Sá hópur þingmanna sem kveður
þinghúsið í dag mun ekki mæta all-
ur að hausti. Við taka spennandi
kosningar sem munu skera úr um
það hverjir verma þingsæti næstu
fjögurra ára.
Þingmenn fara
í kosningafrí
TÓNLEIKAR Hljómsveitin Kol isha
flytur austur-evrópska gyðingatón-
list. Til liðs við hljómsveitina geng-
ur þýska söngkonan Inge Mandos-
Friedland. Kol isha þýðir rödd kon-
unnar á hebresku. Meðal strangtrú-
aðra gyðinga má söngrödd kvenna
ekki heyrast í návist karla. Auk
hljómsveitarinnar mun Megas
koma fram á tónleikum í Stúdenta-
kjallaranum í kvöld.
Gyðingatónlist
FYRIRLESTUR Ragnar Aðalsteinsson,
lögmaður flytur erindi í Odda, Há-
skóla Íslands klukkan eitt. Þar
fjallar hann um mannlega göfgi og
spyr hvort hópar manna verði
sviptir hinum jafnborna rétti til
mannlegrar virðingar.
Mannleg virðing
KÖRFUBOLTI Haukar og Tindastóll
mætast á Ásvöllum í úrslitakeppni
um Íslandsmeistaratitilinn. Kefl-
víkingar og ÍR-ingar leiða saman
hesta sína í Keflavík. Báðir leikirn-
ir hefjast klukkan 19.15.
Úrslitakeppni
í körfunni
JAFNRÉTTI
Málin leyst
á heimavelli
FÖSTUDAGUR
62. tölublað – 3. árgangur
bls. 14
ALÞINGI
Draga verður
úr misskiptingu
bls. 20
Kringlu
kast
Nýtt kortatímabil
HEILBRIGÐISMÁL „Við erum að íhuga
í fullri alvöru að stofna sjálfs-
eignarfélag um rekstur heilsu-
gæslu fyrir al-
menning hér á
Suðurnesjum,“
segir Kristján
Gunnarsson for-
maður Verka-
lýðs- og sjó-
m a n n a f é l a g s
Keflavíkur.
Hann segir
ástandið hrikalegt og á hverjum
morgni sláist menn um þær fáu
stundir sem úthlutað sé á heilsu-
gæslunni þann daginn. „Það dug-
ir skammt að senda frá sér ein-
hverjar tillögur og áskoranir sem
gagnast ekki veiku fólki. Það er
alveg ljóst að þessi mál eru kom-
in í alvarlegan hnút sem ekki
verður leystur auðveldlega.“
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra segir það rétt að vandi
sé fyrir hendi ef læknar vilji ekki
ráða sig til starfa, en hann vilji
ekki gangast við því að yfirstjórn
heilbrigðisstofnunarinnar hafi
eitthvað með það að gera. Hann
segir Sigríði Snæbjarnardóttur
hafa gert sér grein fyrir málum.
„Hún hefur lagt sig mjög fram
um að ráða lækna með því að fá
sérfræðinga til starfa. Ég trúi
ekki að það verði ekki hægt að fá
heilsugæslulækna á þeim kjörum
sem kjaranefnd úrskurðaði um.
Sigríður staðhæfði við mig að öll-
um læknunum tíu hefði boðist að
starfa áfram en þeir ekki viljað
það á þeim kjörum sem þeim
bauðst.
Ráðherra segir ráðuneytið
hafa átt ágætt samstarf við
stjórn Félags heimilislækna og
það eigi ekki að vera neitt því til
fyrirstöðu að læknar ráði sig til
starfa á Suðurnesjum.
María Ólafsdóttir, fyrrum yfir-
læknir, segir það alls ekki vera
komið frá þeim læknum sem létu
af störfum að aðrir læknar væru
hvattir til að sækja ekki um. „Það
er ekkert slíkt í gangi hjá okkar
samtökum. Það er hins vegar al-
veg ljóst að læknar treysta ekki
yfirstjórn heilbrigðisstofnunar-
innar og sjá það ekki sem fýsileg-
an kost að sækja um á Suðurnesj-
um. Ef vilji hefði verið fyrir hendi
þá hefði verið hægt að leysa ráðn-
ingarmál okkar á sínum tíma. Ég
get ekki túlkað það öðruvísi en að
okkur hafi verið hafnað og það er
spurning hvers vegna,“ segir
María. Hún segir alla læknana
sem hafi verið að störfum á
heilsugæslustöðinni í öðrum störf-
um, en misjafnt sé hvort þeir hafi
fest sig í starfi eða ekki.
bergljot@frettabladid.is
Suðurnesjamenn vilja
nýja heilsugæslustöð
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja, segir læknamál kom-
in í alvarlegan hnút. Rætt er um að stofna sjálfseignarfélag um einkarekna heilsugæslustöð. Ráð-
herra segist ekki skilja hvers vegna læknar vilja ekki ráða sig.
ÞETTA HELST
Meðallaun bænda eru um 68þúsund að því er fram kom í
utandagskrárumræðu á Alþingi.
Landbúnaðarráðherra var gagn-
rýndur harðlega í umræðunni
sem hann sagði vera ósann-
gjarna. bls. 2
Serbneska lögreglan handtók ígær nokkra meðlimi glæpa-
samtakanna Zemun sem eru
grunaðir um að eiga þátt í morð-
inu á Zoran Djindjic, forsætisráð-
herra Serbíu, á miðvikudag. bls. 6
Engir bindandi kjarasamningareru til á milli smábátaeigenda
og launaðra trillusjómanna.
Dæmi eru um að trillukarlar lifi í
ótta við tafarlausa uppsögn og er
þeim jafnvel hótað að vera sendir
í land ef þeir kvarta. bls. 12
Guðni Bergsson var valinn í A-landsliðshópinn fyrir Evrópu-
leikinn gegn Skotum 29. mars.
Guðni lék síðast landsleik í sept-
ember árið 1997. bls. 8
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
24%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
föstudögum?
66%
71%
SAMGÖNGUR Háhraðaferjur eða
loftpúðaskip eru ekki raunhæfur
kostur til þess að bæta samgöng-
ur milli Vestmannaeyja og lands
að mati starfshóps samgönguráð-
herra. Veður og sjólag myndu
valda því að ferðir yrðu stopular.
Starfshópnum var ætlað að fjalla
um samgöngumál Vestmanney-
inga í lofti og á legi.
Niðurstaða hópsins er sú að
ferjulægi á Bakkafjöru í Land-
eyjum gæti verið fýsilegur kost-
ur. Hvetur hópurinn til þess að
ekki verði ráðist í stórfelldar
fjárfestingar í samgöngumann-
virkjum eða samgöngutækjum
fyrr en þessi kostur hefur verið
fullkannaður. Sé þessi kostur
raunhæfur skuli að því stefnt að
ferja verði farin að sigla milli
Eyja og Bakkafjöru á árunum
2007 til 2008.
Gert er ráð fyrir að þá verði
siglingar á tveggja tíma fresti og
muni ferðin taka hálftíma. Legg-
ur starfshópurinn áherslu á að
stjórnvöld stuðli að því að unnt
verði að gera þær rannsóknir
sem nauðsynlegar séu á næstu
tveimur árum til að kanna hvort
og hvernig hægt sé að byggja
ferjulægi á Bakkafjöru.
Enda þótt hópnum hafi ekki
verið falið að skoða vegtengingu
milli lands og Eyja hvetur hópur-
inn til þess að áformaðar rann-
sóknir íslenskra og bandarískra
vísindamanna á svæðinu verði
styrktar af stjórnvöldum. Að
mati starfshópsins myndu slíkar
rannsóknir nýtast hvort sem
væri vegna vegtengingar eða
byggingar ferjulægis á Bakka-
fjöru. ■
Samgöngur milli lands og Eyja:
Hálftíma ferð á tveggja tíma fresti
NÝTT GREASE-ÆÐI Ljóst er að mun færra hæfileikafólk en vill mun verða með í uppfærslu á söngleiknum Grease sem stefnan er að
frumsýna í júní. Um tvö hundruð ungmenni mættu til að sýna hæfileika sína í þeirri von að fá hlutverk í sýningunni. Með aðalhlutverk
fara skærustu poppstjörnur ungu kynslóðarinnar. Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, og Birgitta Hauk-
dal, fulltrúi Íslands í Evróvision. Alls er gert ráð fyrir að milli 40 og 50 manns muni taka þátt.
„Það er
alveg ljóst að
þessi mál eru
komin í alvar-
legan hnút.“
REYKJAVÍK Sunnanátt
5-10 m/s. Skýjað með
köflum og stöku skúrir eða
él. Hiti 0 til 5 stig
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-10 Skýjað 1
Akureyri 5-10 Léttskýjað 3
Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 2
Vestmannaeyjar 5-10 Skúrir 3
➜
➜
➜
➜
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M