Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 2
ALÞINGI Meðallaun sauðfjárbænda eru rúmar 68 þúsund krónur á mánuði að sögn Sigríðar Jóhannes- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar. Í utandagskrárumræðum á Al- þingi í gær um kjör bænda gagn- rýndi Sigríður landbúnaðarráð- herra harðlega fyrir skeytingar- leysi gagnvart m á l e f n u m bænda. Vitnaði hún í ummæli hans fyrir síð- ustu kosningar þegar hann líkti vinnubrögðum ráðuneytisins, sem þá heyrði undir Guðmund Bjarnason flokksbróður hans, við hraða snigilsins. „Því miður er það svo að lítið hefur breyst við tilkomu hæstvirts núverandi landbúnaðarráðherra,“ sagði Sigríður. „Allavega hefur hraðinn ekki aukist, sumir hafa haft á orði að nú væri snigillinn sofnaður. Aðrir hafa látið að því liggja að hann væri kannski dauð- ur og best væri að taka landbúnað- armálin undir annað ráðuneyti, sem ekki væri alveg eins seinfært í sínu göngulagi.“ Sigríður sagði að þrátt fyrir beingreiðslur og styrki væri af- koma bænda afar slök, sérstak- lega sauðfjárbænda, og vísaði hún í útreikninga nema í MBA-námi í Háskóla Íslands máli sínu til stuðnings. Í útreikningunum, sem byggðu á búreikningum fyrir árið 2001, kæmi í ljós að meðallaun sauðfjárbænda væru rúmar 68 þúsund krónur, kúabænda 166 þúsund krónur og bænda með blandaðan búskap um 97 þúsund krónur. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra tók þessar athugasemdir heldur óstinnt upp og sagði mikla grósku hafa verið í ýmsum bú- greinum. Ósanngjarnt væri að leg- gja umræðuna þannig upp að allir bændur væru fátækir og ættu bágt. Kjör sauðfjárbænda hefðu batnað og nýlega hefði verið geng- ið frá nýjum búvörusamningi fyrir þá sem fæli í sér mikla möguleika. Hann sagði landbúnaðinn vera í örri þróun. Mikil fjárfesting og uppbygging hefði átt sér stað, sér- staklega í mjólkurframleiðslu. trausti@frettabladid.is 2 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR „Sumir hafa haft á orði að nú væri snig- illinn sofnað- ur.“ Nei, við höfum ekki verið slegnir út af laginu, við vorum hins vegar slegnir niður. Ellert Schram er forseti Íþróttasambands Íslands og var hann ekki sáttur við að hnefaleikamenn skyldu brjóta reglur með því að sýna Muay Thai bardagaíþrótt á hnefaleikakeppni sem fór fram í Laugardalshöll. Spurningdagsins Ellert, varstu sleginn út af laginu? ■ Miðausturlönd ■ Íraksdeilan Breytingar í yfirstjórn Samskipa: Ólafur tekur við stjórnarformennsku FYRIRTÆKI Breytingar á yfirstjórn Samskipa voru kynntar á aðal- fundi félagsins. Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, verður starf- andi stjórnarformaður félagsins. Félaginu verður skipt upp í tvö fé- lög. Samskip Ísland sem Knútur G. Hauksson mun stýra og Sam- skip Global sem verður undir stjórn Ásbjörns Gíslasonar. Að sögn Ólafs Ólafssonar, for- stjóra Samskipa, eru skipulags- breytingarnar í takt við breyting- ar sem hafa orðið á starfseminni undanfarin ár. „Samskip eru í dag alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður hvers kyns flutningatengda þjónustu.“ Afkoma Samskipa var undir áætlunum félagsins. Hagnaðurinn var um 240 milljónir króna. Er það um hálfum milljarði betri af- koma en árið áður. Munar þar mestu um fjármagnsliði. Samskip hefur opnað skrifstof- ur í Kóreu og hyggur á frekari landvinninga í Asíu. Í næsta mán- uði verða opnaðar tvær umboðs- skrifstofur í Kína. ■ BREYTINGAR Í BRÚNNI Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, verður nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Við stjórnartaumunum taka Knútur G. Hauksson og Ásbjörn Gíslason. ÍSRAELIR SKUTU ÍSRAELI Ísra- elskir hermenn bönuðu tveimur Ísraelum sem þeir héldu að væru palestínskir vígamenn. Hermenn í þyrlu komu auga á vopnaðan mann stíga upp í bíl. Þegar hann svaraði þeim í engu hófu þeir skothríð. Hann og annar maður í bílnum létust. Mennirnir voru ör- yggisverðir og bíll þeirra merkt- ur sem slíkur. BIRTA Verður útbreiddasta tímarit landsins. Nýtt tímarit: Birta fylgir blaðinu TÍMARIT Birta, nýtt tímarit, fylgir blaðinu í dag. Birta er 48 síðna tímarit sem er borið út á 75 þús- und heimili með Fréttablaðinu og er prentað í 86 þúsund eintökum. Auk þess að koma inn á sama fjölda heimila og Fréttablaðið má nálgast tímaritið á sölustöðum sem dreifa Fréttablaðinu. Birta verður því lang útbreiddasta tímarit landsins. Sjónvarpsdag- skrá vikunnar verður birt á skýr- an og aðgengilegan hátt í ritinu. Það mun því nýtast sem sjón- varpshandbók. Í Birtu verða greinar, viðtöl og skemmtiefni þar sem brugðið verður birtu á fjöl- breytt líf fólksins í landinu. ■ Meðallaun bænda eru um 68 þúsund Landbúnaðarráðherra var gagnrýndur harðlega í utandagskrár- umræðum á Alþingi. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir beingreiðslur og styrki væru kjör bænda afar slök. Ráðherra sagði umræðuna ósanngjarna. Héraðsdómur: Sekt fyrir barnaklám DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karl- maður var í gær dæmdur í 230.000 króna sekt fyrir að eiga barnaklám. Klámið var á 296 ljósmyndum og 3 hreyfimyndum í tölvu mannsins. Húsleit var gerð heima hjá manninum í Hafnarfirði fyrir tæpu ári í kjölfar þess að nágrannar hans fundu klámefni á geisladiskum í stigaganginum. Maðurinn sagði við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness að hann hefði ekki farið inn á barnaklámsíðurnar af ásettu ráði; hann hefði leiðst inn á barnaklám- síður þegar hann hafi verið að skoða annað klámefni. ■ TVÍEYKI HAFNAR BRETUM Frakk- ar og Þjóðverjar hafa hafnað til- lögum Breta um hvaða skilyrði Írakar eigi að uppfylla til að komast hjá inn- rás. Dominique de Villepin, ut- anríkisráðherra Frakklands, segir tillögurn- ar ekki í takt við það sem alþjóðasamfélagið vænti. Jack Straw, starfsbróðir hans í Bretlandi, lýsti furðu sinni á því að Frakkar höfnuðu tillög- unum án þess að gefa sér tíma til að gaumgæfa þær. Rússar lýstu því yfir að þeir myndu skoða til- lögurnar. Það vekur spurningar um hvort samstaða þeirra, Frakka og Þjóðverja sé að gliðna. VOPNAEFTIRLITSMAÐUR DEYR Vopnaeftirlitsmaður lést og sam- starfsmaður hans slasaðist alvar- lega þegar bíll sem þeir voru í lenti í árekstri við flutningabíl. Mennirnir voru ásamt öðrum að koma frá því að skoða niðursuðu- verksmiðju. EKKI KOSIÐ STRAX Ekkert verður af því að kosið verði í vikunni um ályktunartillögu Breta og Banda- ríkjamanna sem á að heimila beitingu hervalds. Talsmað- ur George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði forsetann reiðubúinn að fresta atkvæða- greiðslunni fram í næstu viku meðan leitast væri við að efla stuðning við ályktunina. HVETUR TIL MÁLAMIÐLUNAR Mo- hamed ElBaradei, yfirmaður Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinn- ar, hvatti aðildarríki öryggisráðs- ins til að ná málamiðlun um hvað Írakar yrðu að gera til að komast hjá innrás og hvaða tíma þeir fengju til þess. Hann sagði sumar tillögur Breta góðar, aðrar slæm- ar. Hann vill engan lokafrest. Mannréttindafulltrúi gagnrýnir Bandaríkin: Ekkert laga- legt svarthol GENF, AP „Ég get ekki sætt mig við að það sé til lagalegt svarthol í Guantanamo,“ sagði Sergio Vieira de Mello, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann gagnrýndi bandarískan dómstól sem komst að þeirri niðurstöðu að fangar sem bandarísk stjórnvöld halda í Guantanamo herstöðinni á Kúbu eigi ekki rétt á því að mál þeirra sé tekið upp hjá dómstól- um. 650 hermönnum talibana og al Kaída-liðum er haldið föngnum án þess að hafa nokkurn tíma verið ákærðir fyrir glæp. „Hvernig getum við hugsað okkur að á einhverjum ferkíló- metrum lands á þessari plánetu gildi engin lög?“ spurði Vieira de Mello. Bandarísk stjórnvöld halda föngunum á Guantanamo sem er á Kúbu og segja bandaríska dóm- stóla ekki hafa lögsögu þar. Dóm- stóllinn komst að þeirri niður- stöðu að þar sem mennirnir eru ekki bandarískir ríkisborgarar, voru handteknir erlendis og vistaðir utan Bandaríkjanna njóti þeir ekki stjórnarskrárákvæða sem banna að mönnum sé haldið án dóms og laga. ■ HALDIÐ ÁN DÓMS OG LAGA Bandaríkjastjórn skilgreinir fangana í Guantanamo sem óvinavígamenn. Þá skilgreiningu er hvergi að finna í alþjóðalögum. BESTUR Á ÞORRABLÓTUM Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að það þætti varla burðugt það þorrablót þar sem landbúnaðarráðherra héldi ekki ræðu. Hann væri bestur á þorra- blótum eins og sjálf sauðkindin. borgarstjóra-frúin nýja Margrét Baldursdóttir 7dagskrásjónvarpsinsnæstu daga Davíð í réttum og röngum litum borðar þú nógu hollan mat? Þitt eintak Viku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu birta konur trúa frekar á drauga karlar sem kaupa kynlíf 14 . T I L 20 . MARS 2003 ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS – 86 .000 E INTÖK FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.