Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 4
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Suður af Íslandi
eru mikil tækifæri til veiða á ýms-
um tegundum. Þar á meðal er búr-
inn sem menn hafa að mínu mati
ekki lagt sig nægilega vel eftir,“
segir Sigurgeir Pétursson, 37 ára
kaupsýslumaður, sem um árabil
var skipstjóri á frystitogaranum
Austral Leader frá Ástralíu. Í dag
starfar Sigurgeir að ýmsum við-
skiptum en hann
er stjórnarmað-
ur og meðal eig-
enda að hugbún-
aðarfyrirtækinu
Datum New Zea-
land Limited
sem miklar von-
ir eru bundnar
við á heimsmarkaði. Einnig er
Sigurgeir stærsti eigandi heilsu-
ræktarstöðvanna Baðhússins,
Sporthússins og Þrekhússins.
Hann býr á Nýja Sjálandi en er
stjórnarformaður Baðhússkeðj-
unnar sem systir hans, Linda Pét-
ursdóttir, og fjölskylda þeirra
stofnaði á sínum tíma.
Sigurgeir var farsæll skip-
stjóri um árabil og árið 1997 bar
skip hans að landi að talið er
mesta aflaverðmæti í heimi. Þá
landaði hann í einum túr verð-
mætasta farmi fiskiskips sem
sögur fara af. Árið 1995 fundu
Sigurgeir og áhöfn hans gjöful
fiskimið í Suður-Íshafinu. Mikið
af tannfiski reyndist vera á tveim-
ur veiðisvæðum þar sem slíkar
veiðar höfðu ekki verið stundaðar
áður. Þetta var reyndar í fyrsta
sinn sem tannfiskur, sem er gríð-
arlega verðmætur, fannst í þess-
um heimshluta. Eitt veiðisvæð-
anna þriggja, sem áhöfn Austral
Leader fann í Suður- Íshafinu, er
nefnt eftir Sigurgeiri og heitir
Petursson Gully en það gæti út-
lagst á íslensku sem Dalverpi Sig-
urgeirs. Annað veiðisvæði heitir
Evita’s Patch eða Svæði Evitu og
er nefnt eftir Evitu Peron, fyrr-
verandi forsetafrú Argentínu.
Sigurgeir hætti skipstjórn
árið 1999 eftir að hafa veitt á
svæði sem samsvarar tveimur
þriðju hlutum af suðurhveli
jarðar. Eftir það hefur hann að-
allega starfað sem fjárfestir en
einnig verið útgerðum út-
hafsveiðskipa til ráðgjafar. Lík-
lega hefur enginn Íslendingur
eins mikla þekkingu á út-
hafsveiðum víða um veröld. Sig-
urgeir segist ekki vera í
nokkrum vafa um að Íslendingar
eigi mörg ónýtt tækifæri til að
auka sjávarafla. Hann telur það
vera borðleggjandi að finna
megi búra á svæðinu. Íslending-
ar fundu búramið á litlum bletti
suður af Vestmannaeyjum fyrir
nokkrum árum en búrinn hvarf
og síðan hefur sú fisktegund
ekki veiðst að neinu marki.
„Menn þurfa að hafa þolin-
mæði og tíma til að skoða veiði-
svæðin suður af landinu af mik-
ill gaumgæfni. Þetta byggi ég á
reynslu minni eftir að hafa unn-
ið með frönsku fyrirtæki við
djúpsjávarveiðar, þar á meðal á
alþjóðlegum hafsvæðum suður
af Íslandi. Það þarf að senda stór
og öflug skip til veiðanna og út-
gerðarmenn og sjómenn þurfa
að sýna þessu mikla þolinmæði
og vera undir það búnir að lítill
eða enginn afli fáist vikum sam-
an. Þetta er aðeins spurning um
þrautseigju og tíma. Í hafinu
suður af landinu bíða milljarðar
króna í vannýttri auðlind,“ segir
Sigurgeir.
rt@frettabladid.is
Fylgist þú með
eldhúsdags-
umræðum?
Spurning dagsins í dag
Ertu ánægð/ur með endurkomu
Guðna Bergssonar í landsliðið?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
36,7%
34,5%Stundum
28,7%
Aldrei
Alltaf
Kjörkassinn 4 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
„Þetta er
aðeins spurn-
ing um þraut-
seigju og
tíma“
Landsbankinn og Íslandsbanki:
Sameinast um Straum
VIÐSKIPTI Landsbanki Íslands er
orðinn ásamt Íslandsbanka kjöl-
festufjárfestir í Fjárfestingar-
félaginu Straumi. Miklar eigna-
tilfærslur urðu í kringum
Straum. Landsbankinn keypti
20,3 prósent hlut í Straumi og
var stærstur hluti þess keyptur
af Íslandsbanka. Íslandsbanki á
eftir kaupin tæp nítján prósent í
félaginu. Bjarni Ármannsson,
forstjóri Íslandsbanka, segir
bankann hafi boðið smærri fjár-
festum að kaupa af þeim bréf í
Straumi í ljósi breytingar á
sjóðnum. Af þeim sökum hafi
bankinn eignast stærri hlut en
hann hyggist eiga til lengri tíma.
Samtímis þessu seldu bank-
arnir eignarhluti sína í Íslenska
hugbúnaðarsjóðnum. Straumur
keypti þessa hluti og á nú rúm
45 prósent í hugbúnaðarsjóðn-
um.
Þórður Már Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Straums,
segir aðkomu Landsbankans
fagnaðarefni. „Það er mikils
virði fyrir okkur að hafa bank-
ana innanborðs.“ Þórður vildi
ekkert tjá sig um hvort til stæði
að Straumur tæki yfir og sam-
einaðist Íslenska hugbúnaðar-
sjóðnum. „Við viljum ekkert tjá
okkur um áformin með þessum
kaupum.“ ■
Milljarðaverðmæti
ónýtt suður af Íslandi
Sigurgeir Pétursson kaupsýslumaður og fyrrverandi aflaskipstjóri á frystitogara frá Ástralíu
segir mikil verðmæti liggja í ónýttum fiskistofnum suður af Íslandi. Aðeins þurfi þolinmæði
og tíma til að finna fiskinn
SIGURGEIR PÉTURSSON
Hann telur Íslendinga þurfa að gefa úthafinu suður af landinu gaum. Milljarðaverðmæti sé þar að finna í vannýttum fiskistofnum. Sigur-
geir á að baki farsælan feril sem skipstjóri í Suðurhöfum og sló meðal annars heimsmet í aflaverðmæti á skipi sínu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FJÁRFEST Í STRAUMI
Landsbankinn keypti um 20 prósenta hlut í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Íslandsbanki og
Landsbankinn stefna að því að eiga saman fimmtungs til fjórðungs hlut hvor í Straumi.
ÆVAFORN FÓTSPOR
Fótsporin lentu undir eldfjallaösku þegar
þau voru enn ný og varðveittust því fram á
okkar daga.
Fótspor steinaldar-
manna:
Á flótta fyrir
350.000 árum
INDIANAPOLIS, AP Ítalskir vísinda-
menn hafa fundið 56 350.000 ára
gömul steingerð fótspor, sem til-
heyra fornsteinaldarmönnum, í
Roccamonfina-eldfjallinu á Suður-
Ítalíu. Mennirnir skildu eftir fót-
spor sín í hálfstorknuðu bergi í
hlíðum fjallsins. Telja vísinda-
mennirnir að um sé að ræða elstu
fótspor sem fundist hafa eftir
fornsteinaldarmenn á jörðinni.
Þar sem sporin eru þó ekki
eldri en raun ber vitni er talið ólík-
legt að fundurinn verði til þess að
varpa frekara ljósi á þróun nú-
tímamannsins. Sporin segja engu
að síður merkilega sögu um leið-
angur þriggja frummanna en vís-
indamenn hafa leitt að því líkur að
mennirnir hafi verið að flýja und-
an eldgosi. ■
Bandarískur bær:
Kaupum
franskt
BANDARÍKIN, AP Þó bandaríska þingið
sé búið að taka franskar og frans-
brauð af matseðlinum er ekki þar
með sagt að allir Bandaríkjamenn
séu ósáttir við frönsk stjórnvöld
vegna andstöðu þeirra við innrás í
Írak.
Bæjaryfirvöld í 17.000 manna
bænum Carrboro í Norður-Karólínu
hafa lýst apríl sérstakan mánuð við-
skipta við Frakkland. Íbúar bæjar-
ins, sem stundum hefur verið
nefndur „París í Piedmont“, eru
hvattir til að kaupa franskar vörur í
næsta mánuði. „Við vildum segja að
Frakkar hafa rétt fyrir sér þegar
þeir reyna að forðast stríð,“ sagði
einn bæjarráðsmanna. ■
Borgarstjórn segir af sér:
Borgin
borgaði föt
ANTWERPEN, AP Borgarstjórn
Antwerpen í Belgíu sagði af sér í
heild sinni tveimur mánuðum fyrir
kosningar eftir að upp komst um
hneykslismál. Borgarstjórinn og
borgarráðsmenn viðurkenna að
hafa talið fram kaup á fötum, skóm,
ilmvatni og öðrum persónulegum
munum sem útlagðan kostnað.
Borgarráðsmenn fá útlagðan kostn-
að endurgreiddan. Meðal þess sem
borgarsjóður var látinn borga má
nefna helgardvöl á hóteli og heilla-
skeyti vegna fæðingar. ■
Augusto Pinochet:
Fær nýjan
gangráð
CHILE, AP Augusto Pinochet hers-
höfðingi er kominn á sjúkrahús eina
ferðina enn. Heilsu hans hefur þó
ekki hrakað að ráði heldur þurfti að
skipta um hjartagangráð í einræðis-
herranum fyrrverandi sem er 87
ára að aldri. Gangráðurinn sem nú
heldur hjarta Pinochets gangandi
var settur í hann fyrir sjö árum.
Pinochet þjáist af gigt og sykur-
sýki. Hann hefur fengið nokkur
minni háttar hjartaslög á síðustu
fimm árum. Dómstóll úrskurðaði að
hann ætti við geðveilu að stríða og
gæti því ekki svarað til saka fyrir
mannréttindabort í stjórnartíð
sinni. ■
Finnar ganga til kosninga:
Spenna í Finnlandi
HELSINKI, AP Mikil spenna ríkir
um hvaða flokkur verður stærst-
ur á finnska þinginu eftir kom-
andi kosningar. Jafnaðarmenn
og Miðjuflokkurinn berjast um
hvor verður stærsti flokkurinn á
finnska þinginu samkvæmt
skoðanakönnun sem birt var í
gær. Samkvæmt henni njóta
Jafnaðarmenn, flokkur Paavo
Lipponens forsætisráðherra,
stuðnings 23,3% finnskra kjós-
enda. Miðjuflokkurinn er þó með
naumt forskot samkvæmt könn-
uninni og getur reitt sig á stuðn-
ing 23,3%.
Íhaldsflokkurinn fengi 19,9%
atkvæða samkvæmt könnuninni,
Vinstribandalagið 10,8%, Græn-
ingjar fengju 7,9% og flokkur
sænskumælandi Finna fengi
4,9% atkvæða.
Alls keppir 21 framboð um at-
kvæði kjósenda í kosningunum á
sunnudag. 200 sæti eru í boði á
finnska þinginu, kjörtímabil
þess er fjögur ár. Rúmar fjórar
milljónir Finna eru á kjörskrá en
kosningaþátttaka hefur dregist
saman í Finnlandi undanfarin ár.
Hún var 68% í þingkosningunum
1999. ■
ÚR ÞINGSALNUM
Tarjo Halonen, forseti Finnlands, ávarpaði
finnska þingið á þriðjudag, tæpri viku áður
en gengið er til kosninga.