Fréttablaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 8
FÓTBOLTI: Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins, hef- ur verið valinn í liðið að nýju. Guðni lék síðast landsleik fyrir fimm og hálfu ári og var þá leikja- hæstur Íslendinga. Endurkoma Guðna á sér langan aðdraganda. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, sagði í samtali við Fréttablaðið að Guðni hafi komið til álita í hópinn sem lék gegn Eistlandi í nóvember en hann gat ekki leikið þá vegna meiðsla. Guðni kvaðst í spjalli við Fréttablaðið vera ánægður með að vera valinn í landsliðið að nýju. Hann er tilbúinn í slaginn og von- ast eftir góðum leik og hagstæðum úrslitum. Íslenska liðið varð fyrir skakka- föllum þegar Hermann Hreiðars- son meiddist í leik gegn Stoke í fyrri viku. Eyjólfur Sverrisson gaf einnig afsvar þegar hann var beð- inn um að leika með landsliðinu að nýju. Endurkoma Guðna er því enn mikilvægari en með honum fær ís- lenska vörnin reyndan leiðtoga sem þekkir vel bresku knattspyrn- una eftir 15 ára feril í efstu deild- inni ensku með Tottenham og Bolton. Guðni hefur staðið sig vel í miðju varnar Bolton í einni af erf- iðustu deildum Evrópu. Hann hef- ur verið fyrirliði liðsins og leikið 22 af 29 deildarleikjum þess. Guðni var spurður hvort hann merkti breytingar á leik skoska liðsins frá því að Bertie Vogts tók við þjálfun þess. Honum finnst Vogst leggja minni áherslu á varn- arleik en Craig Brown, forveri hans. Þegar Brown stjórnaði liðinu gekk mótherjum þess illa að sigr- ast á sterkri vörn Skota sem Colin Hendry, fyrrum samherji Guðna, stjórnaði. Guðni og Atli Eðvaldsson hafa rætt næstu verkefni landsliðsins en það kemur í ljós síðar hvort Guðni tekur þátt í leikjum liðsins í vor og í sumar. Guðni lék 77 leiki með A-landsliðinu á árunum 1984 til 1997 og skoraði í 2-1 sigri á Ung- verjum árið 1995. Guðni hefur einu sinni áður leikið gegn Skotum. Hann lék með U21 liðinu sem sigr- aði Skota á Kópavogsvelli árið 1985. Leikurinn við Skota verður háð- ur á Hampden Park í Glasgow. Árni Gautur Arason mun verja mark Íslands á Hampden Park. Allt bendir til þess að hann verði búinn að ná sér eftir aðgerð vegna meiðsla á olnboga. Árni er einn fjögurra leikmanna sem koma frá norskum félögum, átta koma frá enskum félögum, fjórir leika með belgíska félaginu Lokeren, einn leikur í Þýskalandi en aldursfor- setinn Birkir Kristinsson er sá eini sem leikur með íslensku félagi. obh@frettabladid.is Orðrétt 8 14. mars 2003 LAUGARDAGUR Stokkseyri: Tónmennta- setur í frysti- húsi TÓNLIST Hafin er undirbúningur að stofnun tónmenntaseturs á Stokkseyri í minningu Páls Ís- ólfssonar tónskálds. Um er að ræða sjálfseignarstofnun með stuðningi og fjárframlagi frá sveitarfélaginu Árborg. „Þetta er allt á byrjunarstigi en hugmyndin er að þarna verði sýningaraðstaða fyrir tónminjar alls konar og í framtíðinni fræðasetur fyrir tónlistar- menn,“ segir Jónatan Garðar- son, nýkjörinn formaður undir- búningsnefndar. Tónmenntasetrið hefur feng- ið inni í hraðfrystihúsinu á Stokkseyri. Þar er enn vinnsla í gangi en tónmenntasetrið verð- ur á efri hæðinni. ■ Guðni ánægður að vera valinn að nýju A-landsliðshópurinn fyrir Evrópuleikinn gegn Skotum þann 29. mars var valinn í gær. Guðni Bergsson verður með að nýju en hann lék síðast landsleik í september 1997. VIÐSKIPTADEILUR Búnaðarbankinn hefur ákveðið að falla frá gjaldfell- ingu á 350 milljóna króna láni til Norðurljósa. Samhliða þessu hafa báðir aðilar fallið frá öllum mála- rekstri varðandi deilur félaganna um lánið. Fjármálaeftirlitið úr- skurðaði í deilu bankans og Norð- urljósa og taldi bankann hafa brot- ið gegn fyrirtækinu með gjaldfell- ingu lánsins. Norðurljós kærðu eftir að kom í ljós að bankinn hafði átt í viðræðum við þriðja aðila um fjárhagsstöðu Norðurljósa. Í minnisblaði sem komst í hendur Norðurljósa var upplýst um áhuga Fjölmiðlafélags- ins að komast yfir rekstur Norður- ljósa í kjölfar fjárhagserfiðleika. Fjármálaeftirlitið taldi í ljós þessa að ekki væri hægt að horfa fram hjá samskipum Fjölmiðlafé- lagsins og bankans, þegar ákvörð- un var tekin um gjaldfellingu láns Norðurljósa í bankanum. „Við höfðum verulegar áhyggj- ur af stöðu þeirra,“ segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðar- bankans. Hann segir stöðu Norður- ljósa hafa batnað og því forsendur fyrir gjaldfellingu ekki lengur fyr- ir hendi. „Ég hef alltaf sagt að það besta sem gæti gerst væri að staða þeirra batnaði. Ég vona svo sann- arlega að hún haldi áfram að batna.“ ■ Andstaða gegn Frökkum: Hermenn fái nýja gröf ORLANDO, AP Bandarísk þingkona ætlar að leggja fram lagafrum- varp sem gera mun fjölskyldum bandarískra hermanna sem létust í Frakklandi og Belgíu í heims- styrjöldunum tveimur það kleift að flytja jarðneskar leifar þeirra heim. Ginny Brown-Waite, sem er þingkona Repúblikana, segist hafa tekið þessa ákvörðun í kjöl- far fjölda áskorana frá kjósend- um sem séu ósáttir við afstöðu Frakka í Íraksdeilunni. Hún ítrek- ar engu að síður að ætlunin sé ekki að beita Frakka þrýstingi heldur aðeins að gefa landsmönn- um tækifæri til þess að grafa ást- vini sína á bandarískri grundu. ■ LISTAVERK Illa er farið fyrir Kríunni, listaverki Sigurjóns Ólafssonar, sem staðsett er miðja vegu á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Listaverkið Krían var afhjú- pað við mikla viðhöfn árið 1981. Verkið er gjöf frá Alþýðusam- bandi Íslands til Eyrarbakka og hefur illa þolað veður og vind í þau ár sem verkið hefur staðið á berangri, ágætlega völdum stað með tilvísun til kríunnar al- mennt: „Það er mikil skömm að þessu. Vængirnir eru dottnir af að hluta,“ segir Þorlákur Helga- son, fræðslustjóri Árborgar. „Það kostar milljónir að gera við þetta,“ segir hann. Menningarmálanefnd Ár- borgar hefur ákveðið að ganga í málið og bjarga Kríu Sigurjóns. Hefur verið leitað til verkfræði- stofu Sigurður Thoroddsen og einnig hefur verið óskað liðsinn- is sérfræðinga á Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar í Laugarnesi: „Við viljum bjarga þessu enda prýði að verkinu þar sem það stendur í garði sem er um margt merkilegur. Fyrrverandi garðyrkjustjóri hér í Árborg var með skemmtilegar hugmyndir um að byggja upp japanskan garð með trébrúm umhverfis Kríuna en óvíst hvort af því verður,“ segir Þorlákur Helga- son sem bíður nú viðbragða og ráða sérfræðinga á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á meðan bíður Krían eftir því að henni verði komið til bjargar - sem er hið mikilvægasta mál að mati fræðslustjóra Árborgar.■ NÁ SÁTTUM Búnaðarbankinn og Norðurljós hafa náð sáttum um deilu vegna gjaldvellingar á láni Norðurljósa í Búnaðarbankanum. Deilur Búnaðarbanka og Norðurljósa: Gjaldfelling og mál- sóknir afturkallaðar KRÍAN Við afhjúpun listaverksins í janúar 1981. Nú liggur Krían undir skemmdum. Laskað listaverk í Árborg - milljónakostnaður: Vængirnir dottnir af Kríunni GUÐNI BERGSSON Guðni Bergsson leikur með íslenska lands- liðinu að nýju. Landsliðshópurinn leikir mörk Birkir Kristinsson-ÍBV 73 - Árni Gautur Arason-Rosenborg 25 - Rúnar Kristinsson-Lokeren 96 3 Guðni Bergsson-Bolton 77 1 Arnar Grétarsson-Lokeren 57 2 Þórður Guðjónsson-Bochum 43 11 Lárus Orri Sigurðsson-WBA 37 2 Brynjar Björn Gunnarsson-Stoke 34 3 Pétur Hafliði Marteinsson-Stoke 25 - Heiðar Helguson-Watford 23 2 Arnar Þór Viðarsson-Lokeren 22 - Eiður Smári Guðjohnsen-Chelsea 20 6 Marel Baldvinsson-Lokeren 11 - Ívar Ingimarsson-Brighton 9 - Jóhannes K. Guðjónsson-Aston Villa 9 1 Bjarni Þorsteinsson-Molde 8 - Gylfi Einarsson-Lilleström 7 - Indriði Sigurðsson-Lilleström 6 - HIN HINSTA HVÍLD Þúsundir bandarískra hermanna fórust í heimsstyrjöldunum tveimur og liggja margir þeirra grafnir í Frakklandi eða Belgíu. SKIPT UM STARFSVETTVANG Síðustu árin reyndi ég að kom- ast í golf klukkan 4 á daginn. Nú getur maður kannski byrjað eitthvað fyrr á daginn. Skúli Ágústsson, Kennedybróðir á Akureyri, en bræðurnir hafa selt fyrirtæki sitt. DV, 13. mars. EÐA GÖ VITNA UM GOKKE Væri það eins og töframaðurinn Baldur hefði látið Konna vitna sér í hag. Einar Kárason um vitnisburð aðstoðarmanns forsætisráðherra. Morgunblaðið, 13. mars. UMHVERFISSIÐASKIPTIN Ef ekki verður tekið tillit til þessarar myndar og hætt við Kárahnjúkavirkjun leyfi ég mér að líkja því við að það sé verið að höggva Ómar Ragnarsson. Elísabet Jökulsdóttir um mynd Ómars Ragnarssonar. Morgunblaðið, 13.mars. ■ Alþingi Samgönguáætlun samþykkt Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun til næstu fjög- urra ára. Samkvæmt henni verð- ur rúmum 14 milljörðum króna varið í uppbygginu flugvalla, rúmum 13 til vegamála og rúm- um 8 milljörðum í hafnir. Þá var samgönguáætlun til næstu 12 ára einnig samþykkt, en það er stefnumótun ríkisins til sam- göngumála.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.