Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 12
Svona erum við 12 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
Segjast vera undir
ægivaldi útgerðar
Engir bindandi kjarasamningar eru til á milli smábátaeigenda og launaðra trillusjómanna.
Dæmi eru um að trillukarlar lifi í ótta við tafarlausa uppsögn og er þeim jafnvel hótað
að vera sendir í land ef þeir kvarta.
SJÁVARÚTVEGUR Trillusjómenn sem
róa bátum í eigu annarra hafa
enga almenna kjarasamninga við
vinnuveitendur sína og njóta því
ekki sömu réttinda og sjómenn á
stærri bátum. Launasamningar
við sjómenn gilda aðeins um þá
sem starfa á bátum yfir tólf tonn
að stærð og því er
útgerðarmönnum
smærri báta í
sjálfsvald sett
hvaða kjör þeir
bjóða sjómönnum
sínum. Þegar ekki
er gerður skrifleg-
ur samningur ráða
útgerðarmenn því
sjálfir hversu mik-
ið þeir borga trillu-
sjómönnum og geta sagt þeim upp
án fyrirvara og án tilefnis.
„Smábátasjómenn sem róa á
bátum í eigu annarra hafa engan
rétt. Við höfum engan uppsagnar-
frest og ef við kvörtum undan
kjörum okkar eða rífum kjaft er
okkur sagt að við getum bara ver-
ið í landi. Ég þekki slíkar hótanir.
Það er erfitt að fá vinnu til sjós og
lands og þetta segja sumir útgerð-
armenn við þá sem kvarta,“ segir
trillusjómaður af Suðurnesjum,
sem ekki vildi láta nafns síns getið
af ótta við tafarlausa uppsögn.
Annar launaður trillusjómaður
á Suðurnesjum segir stöðu sína
hrikalega. „Ef við veikjumst miss-
um við launin. Öll þessi óvissa er
mjög bagaleg. Svo eru eigendurn-
ir byrjaðir að lækka launin og við
höfum ekkert um það að segja.“
Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasam-
bands Íslands, segir sambandið
hafa sent Landssambandi smá-
bátaeigenda beiðni um samninga
við smábátasjómenn fyrir hálfu
öðru ári. Landssambandið vísaði
erindinu til undirfélaga sinna á
landsþingi, en fékk ekki umboð til
að semja við Sjómannasambandið
um kjör sjómanna á smábátum.
Að sögn Hólmgeirs verða trillu-
sjómenn einnig að líta í eigin
barm, þar sem margir þeirra virð-
ast ekki vera skráðir í sjómanna-
félög. Hann segir Sjómannasam-
bandið skorta bakland meðal smá-
bátasjómanna og skorar á alla
smábátasjómenn að ganga í verka-
lýðsfélög til að koma málum sín-
um á framfæri.
Um fjórðungi allra smábáta við
landið er róið af öðrum en eigend-
unum, og stendur því eftir að mikill
meirihluti smábátasjómanna eru
einyrkjar, sem þarfnast engra
samninga. Þess ber að geta að staða
beitningamanna gagnvart smábáta-
eigendum er sambærileg við stöðu
þeirra sem róa trillunum, við hvor-
uga stétt hafa verið gerðir almenn-
ir launasamningar og er atvinnuör-
yggið eftir því ótryggt.
jtr@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Fréttablaðið hefur óskað
eftir því við Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra að hann afhendi minnis-
punkta sína vegna fundar sem hann
átti með Hreini Loftssyni á hóteli í
London 26. janúar 2002. Hreinn
Loftsson hefur lýst því á fundinum
að hann hafi tilkynnt Davíð að hann
ætlaði að segja af sér sem formað-
ur einkavæðingarnefndar en ráð-
herrann hefði beðið sig að sitja
áfram til 10. febrúar. Davíð sagði
aftur á móti að Hreinn hefði ekkert
um það talað á fundinum að hann
vildi hætta. Hreinn hefði aftur á
móti talað um að hætta sem stjórn-
arformaður Baugs vegna meintra
mútuhugmynda Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar sem hefði látið sér til
hugar koma að greiða Davíð 300
milljónir króna fyrir að hverfa úr
stjórnarráðinu. Hreinn hefur sagt
að þau ummæli hafi fallið í tengsl-
um við svartar sögur um að Kári
Stefánsson hefði látið Davíð hafa
300 milljónir króna að launum fyrir
góðvild í garð Íslenskrar erfða-
greiningar. Jón Ásgeir hefði spurt í
„hálfkæringi“ hvort ekki væri
hægt að kaupa Baugi grið.
Það styður framburð Hreins að í
Morgunblaðinu 29. janúar 2002 var
birt yfirlýsing frá honum þar sem
hann kveðst hafa sagt af sér með
bréfi til nefndarinnar. Jafnframt
segir Hreinn að hann hafi, laugar-
daginn 26. janúar, á fundi með for-
sætisráðherra gert honum grein
fyrir ákvörðun sinni og forsendum
þess að hann hefði ákveðið að
hætta. Eftirfarandi sagði Davíð í
Kastljósi Sjónvarpsins:
„Hann óskaði eftir að fá að koma
og hitta mig. Nú er reyndar sagt að
hann hafi gert það til þess að segja
af sér sem formaður einkavæðinga-
nefndar. Hann tilkynnti mér það
ekki.“
Kristján Kristjánsson, spyrill í
Kastljósi, spurði þá. „En gerði það
samt sem áður ...“
Davíð Oddsson: „Það gerði hann
síðan, nei, þrem, fjórum dögum síð-
ar eða einhverjum dögum síðar.
Reyndar með tilkynningu sem var
mjög harkaleg í minn garð og ég
var mjög undrandi á eftir okkar
samtal þarna úti. En ég taldi að það
væri nú gert bara í þágu hans
vinnuveitanda,“ sagði Davíð.
Davíð hefur neitað að útskýra
fyrir fjölmiðlum hvort eða hvers
vegna hann sagði ósatt um þetta at-
riði. ■
Lundúnafundurinn í janúar 2001:
Davíð beðinn um minnispunkta
DAVÍÐ ODDSSON
Sagði eftir Lundúnafundinn að Hreinn hefði
ekki talað um afsögn í einkavæðingarnefnd.
Annað kom fram í Morgunblaðinu
Arthur Bogason:
Sjaldgæfir svartir sauðir
SJÁVARÚTVEGUR Arthur Bogason,
formaður Landssambands smá-
bátaeigenda, segir mál launaðra
trillusjómanna ekki vera í
ólestri. „Menn eiga að gera
skriflega samninga við vinnu-
veitendur sína. Ef eitthvað kem-
ur upp á fer allt í hund og kött ef
ekki er til persónulegur samn-
ingur. Við hvetjum alla okkar fé-
lagsmenn til að gera skriflegan
samning við þá sem þeir ráða, en
auðvitað eru til svartir sauðir
meðal okkar eins og annarra, þó
það heyri til algerra undantekn-
inga. Eftir minni vitneskju und-
irrita flestir persónulegan samn-
ing. Þegar sjómenn fara hins
vegar í verktakavinnu og gera
ekki skriflega samninga við
vinnuveitandann hlýtur maður
að spyrja sig af hverju, og hvort
ætlunin sé að vinna skattlaust,“
segir hann.
Að sögn Arthurs væri heppi-
legra ef launaðir trillusjómenn
stofnuðu með sér stéttarfélag,
svo að skapist grundvöllur fyrir
Landssamband smábátaeigenda
að semja við þá. „Ég hef fengið
hringingu frá trillusjómönnum í
kaffispjalli sem kvörtuðu undan
ástandinu. Ég hvatti þá eindreg-
ið til að stofna félag á staðnum.
En hvað gerðu þeir? Þeir héldu
áfram að drekka kaffi og fóru
svo heim,“ segir Arthur. ■
Rannsókn flugslyss:
Ellefu
ákærðir
MÍLANÓ, AP Ellefu einstaklingar
verða ákærðir vegna versta
flugslyss í sögu Ítalíu. Fólkið er
ákært fyrir að vanrækja störf
sín og bera þar með ábyrgð á
slysinu á Linate-flugvelli nærri
Mílanó þar sem 118 manns fór-
ust þegar farþegaþota og einka-
þota rákust saman. Meðal þeirra
sem eru ákærðir eru flugum-
ferðarstjórinn og sex starfs-
menn flugmálastjórnar.
Sandro Gualano, fyrrum yfir-
maður flugmálastjórnar, sagði á
sínum tíma að slysið hefði ekki
átt sér stað ef farið hefði verið
að öryggisreglum. Hann er með-
al þeirra ákærðu. ■
Evrópusambandið:
Smáríki
funda
BRUSSEL, AP Leiðtogar sex smá-
ríkja sem eiga aðild að Evrópu-
sambandinu koma saman á ráð-
stefnu í Brussel í næstu viku.
Þjóðarleiðtogarnir ætla að ræða
völd og uppbyggingu Evrópu-
sambandsins í framtíðinni.
Það eru leiðtogar Austurríkis,
Finnlands, Hollands, Írlands,
Lúxemborgar og Portúgal sem
koma saman til viðræðna sólar-
hring áður en leiðtogar allra
Evrópusambandsríkja koma
saman á tveggja daga leiðtoga-
fundi. Á þeim fundi ræða þjóðar-
leiðtogarnir um Íraksdeiluna. ■
Norskur stýrimaður:
Sigldi frá
drukknandi
sjómönnum
OSLÓ, AP Héraðsdómur í Bergen
hefur dæmt annan stýrimann á
norsku olíuflutningaskipi í fimm
ára fangelsi fyrir að sigla á braut
þegar skipið lenti í árekstri við
franskan fiskibát á síðasta ári, með
þeim afleiðingum að fjórir fórust.
Hinn dæmdi stýrði skipinu þegar
óhappið átti sér stað og var einn á
vakt.
Olíuskipið sigldi á fiskibátinn
skammt undan ströndum Bretagne-
skaga í Frakklandi og gerði stýri-
maðurinn ekkert til þess að reyna
að bjarga þeim sem um borð voru.
Fjórir franskir sjómenn drukknuði
en þremur var bjargað eftir átta
klukkustundir í sjónum. ■
ARTHUR BOGASON
Segir það heyra til undantekninga að laun-
aðir trillukarlar hafi ekki skriflegan samning
við vinnuveitandann.
SMÁBÁTUR
Launþegar á bátunum hafa ekki kjarasamning.
■
Að sögn Hólm-
geirs verða
trillusjómenn
einnig að líta í
eigin barm, þar
sem margir
þeirra virðist
ekki vera
skráðir í sjó-
mannafélög.
GISTINÆTUR ÍSLENDINGA Á
HÓTELUM INNANLANDS.
1997 165.951
1998 179.778
1999 175.749
2000 172.122
2001 147.714
2002 155.873
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
■ Evrópa
RÁÐHERRA REKINN Vladimir
Spidla, forsætisráðherra Tékk-
lands, rak Jiri Rusnok, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra landsins.
Spidla sagði slæm samskipti
þeirra tveggja ógna starfshæfi
ríkisstjórnarinnar. Slíkt gengi
ekki þegar berjast þyrfti gegn at-
vinnuleysi.