Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 14
Aþena 14 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
ÓLYMPÍULEIKAR UNDIRBÚNIR
Undirbúningur Grikkja fyrir ólympíuleikana
í Aþenu á næsta ári eru í fullum gangi.
Þessi vígalegi maður er einn þeirra sem
eiga að tryggja öryggi á leikunum.
VIRKJANIR „Það var slegið upp
skjaldborg um forsetann svo við
næðum ekki til hans í tæka tíð,“
segir Hanna Steinunn Þorleifsdótt-
ir, andstæðingur Kárahnjúkavirkj-
unar, sem ásamt félögum sínum
reyndi ákaft að ná sambandi við
forseta Íslands áður en hann skrif-
aði undir lög um Kárahnjúkavirkj-
un.
Andstæðingar Kárahnjúka-
virkjunar eru sárir vegna þess að
Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði
undir lögin sem heimila fram-
kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun
án þess að gefa þeim kost á áheyrn
áður en hann staðfesti lögin sem
voru samþykkt á Alþingi hinn 5.
mars. Forsetinn skrifaði undir lög-
in 11. mars.
Andstæðingarnir vildu fá hann
til að neita undirskrift og vísa mál-
inu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar
þeir fengu loksins viðtal var forset-
inn þegar búinn að staðfesta lögin.
„Við fengum fund með forset-
anum á fimmtudag og hann talaði
við okkur í 45 mínútur og var afar
vinsamlegur og áhugasamur um
okkar sjónarmið. En vandinn var
sá að hann hafði þegar skrifað
undir lögin,“ segir Hanna Stein-
unn.
Ekki tókst að fá fram sjónarmið
forsetans í þessu máli og ritari
hans svaraði ekki skilaboðum. ■
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar eru ósáttir við að hafa ekki fengið áheyrn forsetans
áður en hann staðfesti lög sem heimiluðu virkjanaframkvæmdir.
Kárahnjúkavirkjun:
Forsetinn fljótur
að skrifa undir
HÆSTIRÉTTUR
Enn verið að færa inn horfna dóma.
Hæstiréttur Íslands:
Opna aftur
hluta heima-
síðunnar
DÓMSMÁL Vefsvæði Hæstaréttar,
sem legið hefur niðri frá því um
mánaðamót vegna bilunar í
tölvubúnaði, var opnað aftur á
miðvikudag.
Á Hæstaréttarvefnum er þó
enn aðeins að finna hluta þeirra
dóma sem hurfu af heimasíðunni
vegna bilunarinnar. Dómar
tveggja síðustu ára duttu út.
Aðeins hafa verið færðir inn þeir
hæstaréttardómar sem felldir
hafa verið á þessu ári. Eftir er að
færa inn dóma frá mars 2001 til
og með desember 2002. Það er
verið að gera núna og verður
opnað fyrir þann hluta á næstu
dögum samkvæmt upplýsingum
á vefsvæðinu. ■
TEXAS, AP Hæstiréttur í Bandaríkj-
unum fyrirskipaði yfirvöldum í
Texas að fresta aftöku fanga sem
átti að verða sá þrjúhundruðasti í
röðinni síðan ríkið tók upp dauða-
refsingu árið 1982. Úrskurðurinn
lá fyrir aðeins fáeinum mínútum
áður en aftakan átti að fara fram.
Delma Banks, sem er svartur,
var dæmdur fyrir að myrða hvíta
unglingsstúlku fyrir 23 árumðan.
Hann hefur alla tíð haldið fram
sakleysi sínu og notið stuðnings
þriggja fyrrum alríkisdómara í
baráttu sinni fyrir endurupptöku
málsins. Höfuðrök lögfræðinga
Banks eru þau að hann hafi ekki
hlotið sanngjörn réttarhöld á sín-
um tíma, meðal annars vegna
þess að kviðdómendur voru allir
hvítir.
Aftökunni hefur verið frestað
þar til hæstiréttur hefur lokið við
að fara yfir öll gögn í málinu og
komist að niðurstöðu um það
hvort grundvöllur sé fyrir endur-
upptöku. ■
ALÞINGI Núverandi þing hefur
fyrst og fremst einkennst af því
að kosningar eru í nánd og af-
greiðslu stórra mála sem snerta
atvinnulífið að sögn Bryndísar
Hlöðversdóttur, þingflokksfor-
manns Samfylkingarinnar.
„Umræðan um sanngjarnar
leikreglur í samfélaginu fyrir
fólk og fyrirtæki og staða lýðræð-
isins á Íslandi hefur verið fyrir-
ferðarmikil,“ segir Bryndís.
„Þetta tvennt hefur kristallast
mjög á þessu þingi.“
Bryndís segir Samfylkinguna
hafa gagnrýnt það mjög hvað
þessi ríkisstjórn hafi verið gjörn
á að beita sértækum aðgerðum í
stað þess að búa til almennar leik-
reglur. Sem dæmi um þetta hafi
hún boðið stóriðjufyrirtækjum
mun betri skattakjör en íslensk-
um fyrirtækjum.
„Þarna er verið að búa til
ójafnræði milli fyrirtækja. Fyrir-
tæki í stóriðju borga ekki einu
sinni sama skatt. Þetta teljum við
vera óásættanleg vinnubrögð.
Það á ekki að fara í sérsamninga
um skatta við hvert og eitt fyrir-
tæki. Fyrirtækin eiga að starfa
undir sterku eftirliti samkeppnis-
yfirvalda og fjármálaeftirlits, en
stjórnvöld eiga ekki að vera að
greiða fyrir einstökum fyrirtækj-
um með sérstökum lögum um
hvert og eitt fyrirtæki.“
Bryndís segir að brýnasta
verkefni næstu ríkisstjórnar sé
að lækka skatta millitekju- og lág-
tekjufólks. Það verði það fyrsta
sem Samfylkingin muni gera
komist hún til valda.
„Það er forgangsmál að draga
úr þeirri misskiptingu sem hefur
verið að aukast í samfélaginu í
ríkisstjórnartíð Davíðs Oddsson-
ar. Hún hefur birst í því að fátækt
hefur verið að aukast á sama tíma
og við sjáum gríðarlegar fúlgur
fara til einstaklinga sem starfa t.d.
í fjármálageiranum.“
Bryndís segist bjartsýn á gengi
Samfylkingarinnar í kosningun-
um. Hún segir að allt yfir kjörfylgi
í vor sé sigur fyrir flokkinn.
„Við höfum verið að eflast á síð-
ari hluta þessa kjörtímabils og
verið að mælast hátt yfir kjörfylgi
en prósentan skiptir ekki öllum
máli heldur það hvernig pólitík við
rekum. Það er komin ákveðin vald-
þreyta í núverandi ríkisstjórn og
ég held að það sé hollt fyrir þetta
samfélag að skipta um ríkisstjórn.
trausti@frettabladid.is
Draga verður úr
misskiptingunni
Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að búa til sanngjarnar leikreglur.
Ríkisstjórnin hefur stuðlað að skattalegu ójafnræði. Allt yfir kjörfylgi í kosningunum er sigur.
FORMAÐUR ÞINGFLOKKS SAMFYLKINGARINNAR
Bryndís Hlöðversdóttir segir að brýnasta verkefni næstu ríkisstjórnar sé að lækka skatta millitekju- og lágtekjufólks. Það verði það fyrsta
sem Samfylkingin muni gera komist hún til valda.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
MIKILL LÉTTIR
Mikill fögnuður braust út meðal stuðningsmanna Delma Banks og andstæðinga dauða-
refsingar þegar tilkynnt var að aftökunni hefði verið frestað um sinn. Þessi kona hafði lát-
ið setja á sig húðflúr til stuðnings fanganum.
Aftaka númer 300:
Aftöku frestað á elleftu stunduFERMINGARGJAFIR
20% afsláttur
í nokkra daga
frá 13. mars.
Laugavegi 5 - Spönginni
sími 551 3383
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI