Fréttablaðið - 14.03.2003, Side 16
16 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
SLÆR Í GEGN
Viðbrögð við neðanjarðarlestakerfinu í
Kaupmannahöfn hafa farið fram úr öllum
væntingum. Samkvæmt nýjustu talningu
nota 61.000 manns kerfið fyrstu fjóra daga
vikunnar en 67.000 á föstudögum.
Kaupmannahöfn
DEILUR Hnefaleikanefnd Íþrótta-
sambands Íslands hefur verið
leyst upp í kjölfar afsagnar for-
manns nefndarinnar, Ágústs Ás-
geirssonar. Formaðurinn sagði
sem kunnugt er af sér eftir hnefa-
leikakeppni í Laugardalshöll um
síðustu helgi þar sem sýndar voru
bardagalistir að lokinni keppni,
íþróttagreinar sem eru ekki við-
urkenndar af ÍSÍ; Muay thai og
freefight:
„Ég tel að þessar greinar varði
við landslög og þær eru afar illa
þokkaðar af alþjóðahnefaleika-
sambandinu,“ segir fráfarandi
formaður hnefaleikanefndarinnar
„Það var óhjákvæmilegt fyrir mig
annað en að segja af mér eftir
þann trúnaðarbrest sem kominn
var upp í nefndinni . Fulltrúar
Hnefaleikafélags Reykjavíkur í
nefndinni höfðu handsalað loforð
um að þessar bardagagreinar
yrðu ekki hluti af sýningunni en
sviku það,“ segir Ágúst Ásgeirs-
son.
Í yfirlýsingu frá framkvæmda-
stjóra Hnefaleikafélags Reykja-
víkur af þessu tilefni, segir meðal
annars: „...það er sorglegt að ýms-
ar íþróttagreinar sjái sér ekki
fært að vinna öðruvísi en utan vé-
banda ÍSÍ. Manni finnst það samt
skjóta ansi skökku við að Íþrótta-
samband Íslands skuli beita sér
gegn nýjum íþróttagreinum frek-
ar en að styðja þær eins og búast
mætti við.“
Sýningin á framangreindum
bardagaíþróttum í Laugardals-
höllinni mun hafa verið kynning
og auglýsing fyrir ýmsan búnað
sem þeim fylgir en formaður og
framkvæmdastjóri Hnefaleika-
félags Reykjavíkur munu vera
viðskiptafélagar um innflutning á
þeim. ■
Piltur að skemmta sér:
Braut glas á
andliti
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl-
maður viðurkenndi í Héraðsdómi
Reykjaness í
gær að hafa
brotið bjór-
glas á andliti
manns á
skemmtistað
í Keflavík í
fyrravor.
Pi l turinn
sagði hins
vegar að
þetta hafi
ekki verið ásetningur sinn; um
óhapp hafi verið að ræða. Sá sem
varð fyrir bjórglasinu, rúmlega
þrítugur karlmaður, fékk sjón-
truflanir eftir atlöguna og það
brotnaði úr tönn hans.
Ríkissaksóknari gerir kröfu
um refsingu yfir piltinum. ■
SKIPULAGSMÁL Skipulagsyfirvöld í
Reykjavík eru hætt við fjölbýlis-
hús fyrir eldri borgara á lóð aust-
an við skógræktina í Fossvogi.
Frekar eigi að nota lóðina í
tengslum við framtíðaruppbygg-
ingu Landspítalans.
Íbúar í hverfinu mótmæltu
harðlega hugmyndum sem
Reykjavíkurborg setti fram í
október í fyrra um að lóðin yrði
nýtt undir um 50 íbúðir fyrir
eldri borgara. Íbúðirnar áttu að
vera í fjölbýlishúsum sem hæst
máttu verða þrjár hæðir. Töldu
skipulagsyfirvöld ákjósanlegt að
byggja á lóðinni; nóg væri af úti-
vistarsvæðum í Fossvogsdal.
Þrír aðilar sýndu áhuga á að
reisa hús á reitnum. Í farar-
broddi eins hópsins var Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti.
Skipulagsfulltrúi segir að
vegna viðhorfa íbúanna og vegna
þess að á aðalskipulagi sé svæðið
merkt sem opið svæði sé ekki
hægt að mæla með uppbyggingu
á lóðinni að svo komnu:
„Ákjósanlegra er að skoða
frekari uppbyggingu á svæðinu í
samhengi við lóð Landspítalans-
Háskólasjúkrahúss í Fossvogi og
framtíðaráform þar,“ segir í um-
sögn fulltrúans. ■
Skólameistari:
Ræktaði
marijúana
IOWA, AP Skólameistari í háskóla í
bænum Johnston í Iowa hefur verið
handtekinn og ákærður fyrir að
rækta og selja marijúana. Hefur
hann verið sendur í launað leyfi á
meðan á rannsókn málsins stendur.
Lögreglan gerði húsleit hjá
skólastjóranum eftir að ábendingar
bárust um að hann stundaði við-
skipti með kannabisefni. ■
DÓMSMÁL Dómsformaður í máli
bræðranna af Skeljagranda sem
ákærðir eru fyrir stórfellda lík-
amsárás hefur frestað málflutn-
ingi við meðferð málsins til 28.
mars.
Dómsformaðurinn vill bíða nið-
urstöðu athugunar á persónuleg-
um högum bræðranna. Bræðurnir,
sem eru margdæmdir ofbeldis-
menn og þjófar, ólust upp við erf-
iðar aðstæður.
Bræðurnir neita að vera valdir
að alvarlegasta áverkanum sem
fórnarlamb þeirra fékk föstudags-
morguninn 2. ágúst í fyrra. Piltur-
inn sem þeir réðust að fékk lífs-
hættulega blæðingu í höfði. Hann
fannst eftir ábendingu vitnis eftir
að bræðurnir hentu honum með-
vitundarlausum yfir girðingu. Þar
lá hann hulinn í runnaþykkni.
Að sögn bræðranna hlaut pilt-
urinn alvarlegasta höfuðhöggið
þegar hann féll í götuna eftir að
hafa hlaupið á eldri bróðurinn.
Þeir neita fjölmörgum sakargift-
um um að hafa skorið piltinn og
stungið.
Ákæran er þó játuð að hluta þar
sem yngri bróðirinn viðurkennir
að hafa greitt piltinum þung hnefa-
högg og að hafa klippt gat í eyrað á
honum. Eldri bróðirinn segist hafa
barið fórnarlambið nokkrum sinn-
um í bakið með kústskafti. ■
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Tveir bræður neita að vera valdir að alvarlegasta áverkanum sem fórnarlamb þeirra fékk á
Skeljagranda föstudagsmorguninn 2. ágúst í fyrra.
Máli bræðranna sem ákærðir eru fyrir árás á
Skeljagranda frestað:
Dómari vill skoða
hagi bræðranna
AFDRIFARÍK
HNEFALEIKAKEPPNI
Menn hrasa við fyrstu
skref ólympískra hnefa-
leika hér á landi.
Boxdeilurnar í Laugardalshöllinni:
Hnefaleikanefndin öll slegin af
SKÓGRÆKTARLÓÐIN Í FOSSVOGI
Þessi lóð austan við Skógræktina í Fossvogi verður ekki byggð fjölbýlishúsum fyrir eldri
borgara eins og skipulagsyfirvöld töldu ákjósanlegt. Ástæðan er andstaða íbúa og sú stað-
reynd að lóðin er skilgreind sem opið svæði.
Íbúar í Fossvogi hnekkja áformum skipulagsyfirvalda:
Aldraðir fá ekki skógræktarlóð
■ Afríka
EFASEMDIR UM VOPNAHLÉ
Helsta hreyfing uppreisnarmanna
neitaði að vera viðstödd þegar ný
stjórn tók við völdum á Fílabeins-
ströndinni. Fjarveran veldur því
að efasemdir vakna um hvort
tveggja mánaða vopnahléssam-
komulag haldi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T