Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 20
14. mars 2003 FÖSTUDAGUR JAFNRÉTTISMÁL Síðan kærunefnd jafn- réttismála var komið á fót árið 1991 hafa borist allnokkrar kærur á hendur einstökum bæjarfélög- um. Hefur þessum málum lyktað með mismunandi hætti en segja má að í um helmingi tilfella hafi niðurstaða nefndarinnar orðið sú að bæjarfélögin hafi gerst brotleg við jafnréttislög. Athygli vekur hversu fáar kær- ur hafa borist á hendur Reykjavík- urborg, og þá sérstaklega í sam- burði við Akureyrarbæ. Þetta hef- ur vakið upp ýmsar spurningar varðandi stöðu jafnréttismála í einstökum bæjarfélögum og þau vinnubrögð sem við eru höfð á hverjum stað. „Skýringarnar eru örugglega margar og þessar tölur þurfa ekki endilega að endurspegla ástand jafnréttismála í viðkomandi bæj- arfélögum,“ segir Hildur Jónsdótt- ir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur- borgar. Hildur telur þó nokkurn mun vera á því hvernig tekið sé á málum í Reykjavík og svo annars staðar á landinu. „Þegar borgarráð samþykkti jafnréttisáætlun Reykjavíkur árið 1996 og setti mitt embætti á laggirnar voru jafn- framt settar skýrar málsmeðferð- arreglur sem gáfu mér mjög víð- tæka heimild til þess að skoða vandlega mál þar sem mig grunaði að einhver vandi gæti verið á ferð- inni. Það er okkur metnaðarmál að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn borgarinnar standi frammi fyrir því að þurfa að leita til kærunefndar eða dómstóla. Við viljum vera í stakk búin til þess að leysa úr málum áður en þau eru komin á það stig. Annars væri okk- ar jafnréttisstefna og mitt emb- ætti gagnslaust.“ Hildur ítrekar engu að síður að það séu afar fá mál sem fara þessa leið enda sé meðvitundin um jafn- réttisstefnuna orðin slík að vanda- mál sem upp koma leysist oftar en ekki úti í stofnununum sjálfum án þess að þau komi nokkurn tíma á borð jafnréttisráðgjafa. Valgerður H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra jafnréttis- stofu, tekur undir orð Hildar og ítrekar að Reykjavíkurborg sé í algjörum sérflokki hvað varðar jafnréttismál. „Árangurinn sem Reykjavíkurborg hefur náð á ýmsum sviðum er aðdáunar- verður og til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög. Þar er starf- andi afar öflugur jafnréttisráð- gjafi sem fengið hefur fullan stuðning borgaryfirvalda til þess að vinna að þessum málum. Staða hennar er mjög sterk enda er hún í hópi æðstu stjórnenda í kerfinu, bæði beint og óbeint, og það skiptir gífurlegu máli,“ seg- ir Valgerður. brynhildur@frettabladid.is Málin leyst á heimavelli Reykjavíkurborg er til fyrirmyndar í jafnréttismálum ef marka má þau mál sem komið hafa inn á borð kærunefndar jafnréttismála. Margt bendir til þess að skýringanna sé meðal annars að leita í stjórnskipulegri stöðu jafnréttisráðgjafa borgarinnar. HILDUR JÓNSDÓTTIR „Ég er eini jafnréttisráðgjafinn á landinu sem er með málsmeðferðarreglur og því skýrt umboð til þess að fjalla um þessi mál. Í þau fáu skipti sem reynt hefur á þetta umboð hefur það gengið afskaplega vel,“ segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð- gjafi Reykjavíkurborgar. FISKVEIÐAR Flest íslensk skip hafa nú klárað loðnukvóta sinn og eru kolmunnaveiðar hafnar. Hins vegar hafa nokkur skip geymt loðnukvótann fyrir hrygningar- tímann sem gengur í garð um þessar mundir og hyggjast selja hinn frjósama uppsjávarfisk á Japansmarkað. „Japanir telja hrygningarloðn- una fríska upp á kynhneigðina og nú þegar 25 prósent af þyngd loðnunnar er hrogn sækja þeir mikið í að sjúga úr henni hrogn- in,“ segir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Loðnan er vanalega brædd í mjöl eða lýsi, líkt og kolmunninn, en færst hefur í vöxt að flaka og frysta síld á hafi úti. Reikna má með að veiðar á síld hefjist í maí og vari fram á haust- ið, en nú eltast nótaskipin við kolmunnann, sem er ódýrastur uppsjávarfiska. ■ LOÐNUNNI LANDAÐ Kolmunnavertíðin er gengin í garð, en nokkur skip hafa geymt loðnukvóta fram á hrygningartímann fyrir hrognelska Japani. Veitt á Japansmarkað: Hrygningarloðna fyrir kynhneigðina PEKING, AP Atvinnulaus stáliðnað- armaður gekk inn á skrifstofu Reuters í Peking og hótaði að sprengja sig í loft upp ef frétta- stofan fjallaði ekki um kröfu hans um réttlæti í Kína. Maður- inn hafðist við inn á skrifstof- unni ásamt starfsmönnum fréttastofunnar í rúman klukku- tíma áður en hann gaf sig á vald lögreglunnir. Fullyrðing manns- ins um að hann væri með sprengju reyndist þó ekki á rök- um reist og komust starfsmenn- irnir allir ómeiddir út úr húsinu. Maðurinn sagðist vera að mótmæla spillingu meðal kín- verskra ráðamanna og vilja vekja athygli heimsins á þessum svarta bletti á kínversku samfé- lagi. Starfsfólk Reuters setti upp sjónvarpsupptökuvél til að mynda manninn á meðan hann kynnti málstað sinn. ■ Ólánsamur lögreglumaður: Kenndi smygl- urum um ZAGREB, AP Króatískur lögreglu- maður, sem hélt því fram að hann hefði verið skotinn af smyglurum, viðurkenndi að hafa logið upp sögunni eftir að hann varð fyrir því óhappi að skjóta sig í magann með eigin byssu. Hafði hann verið að hreinsa byssuna þegar skot hljóp úr henni fyrir slysni. Tugir lögreglumanna höfðu lagt nótt við dag til að hafa hendur í hári smyglaranna og skotárásin verið aðalfréttin í fjölmiðlum landsins heila helgi þegar sannleikurinn loksins kom í ljós. Lögreglumanninum hefur verið sagt upp störfum og á hann auk þess yfir höfði sér ákæru. ■ Sprengjuhótun hjá Reuters: Vildi afhjúpa spillingu og óréttlæti ÖRYGGISVARSLA Kínverskir lögreglumenn bægðu fjölmiðla- mönnum frá Reuters-fréttastofunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.