Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 26
FÖSTUDAGUR 14. mars 2003 Komdu og kynnstu af eigin raun hvað það er sem heillar bílaáhugafólk um víða veröld við Mazda6. Og svo er verðið miklu hagstæðara en ríkulegur búnaður bílsins gefur til kynna. Mazda6, bíll ársins í: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og annað sætið í kosningu á bíl ársins í Evrópu og Gullna stýrinu í Þýskalandi. . Opið frá kl. 12-16 laugardaga. ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU Veiði í ám og vötnum í 4 eða 5 daga FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS, FERÐARÁÐGJÖF OG FARPANTANIR UM ALLAN HEIM 80.900Verðfrá Flug, sigling, veiðileyfi, gisting og leiðsögn Flogið er frá Reykjavík með Flugfélagi Íslands og lent í Narsarsuaq á Suður- Grænlandi. Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og siglir með hann til Narsaq þar sem dvalið er og siglt til veiða á hraðbátum alla dagana. Þú kynnist töfrum náttúrunnar meðan þú rennir fyrir laxi við stórkostlegar aðstæður. Vötnin eru bæði stór og smá. Árnar eru flestar stuttar, straumharðar og vatnslitlar með flúðum og fossum. Fluguveiði á Grænlandi hefur gengið mjög vel, en veiði á spún í vötnum og í sjó hefur einnig gefist vel. Takmarkaður fjöldi í hverri ferð Við leggjum metnað í góða fararstjórn og vandaða leiðsögn við veiðar. Þess vegna er fjöldi í hverri ferð takmarkaður við 8 manns í bát. Tilvalið fyrir veiði- félaga, hjón, pör eða fjölskyldur að skella sér í skemmtilega veiðiferð á framandi slóðir við ógleymanlegar aðstæður. Faglegar ráðleggingar um búnað og veiðina fyrir brottför. HREINDÝRAVEIÐAR EINNIG Í BOÐI. Brottfarardagar fyrir 4ra daga ferðir: 1. júlí, 8. júlí, 15. júlí, 19. ágúst og 26. ágúst. Brottfarardagar fyrir 5 daga ferðir: 4. júlí, 11. júlí, 15. ágúst og 22. ágúst. Verð miðast við gengisforsendur í janúar 2003. Innifalið: Flug Reykjavík–Narsarsuaq–Reykjavík, flugvallaskattar, siglingar með hraðbát alla dagana, gisting í 2ja manna herbergi í svefnpokaplássi, veiðileyfi, fararstjórn. VERÐ Á 4RA DAGA FERÐ 80.900 KR. VERÐ Á 5 DAGA FERÐ 89.900 KR. Stangveiðiferðir til Grænlands SALT LAKE CITY, AP Fimmtán ára gömul bandarísk stúlka, Elizabeth Smart, sem var rænt á heimili sínu í Salt Lake City í Utah fyrir níu mánuð- um, fannst í úthverfi borgarinnar, á göngu með heimilislausum flakk- ara. Ekkert amaði að stúlkunni og var farið með hana til fjölskyldu sinnar en maðurinn var hnepptur í varðhald ásamt konu sem einnig er grunuð um aðild að mannráninu. Stúlkan fannst eftir að lögregl- unni bárust ábendingar frá fólki sem séð hafði til flakkarans. Birtar höfðu verið myndir af manninum í fjölmiðlum eftir að borist höfðu ýmsar vísbendingar sem bendluðu hann við málið. Lögreglan hefur rætt við stúlk- una en enn hefur ekkert verið gefið upp um ástæður þess að henni var rænt eða aðstæður hennar síðustu níu mánuði. Allt bendir þó til þess að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum og að parið sem er í haldi lög- reglunnar hafi haft auga með henni öllum stundum til að gæta þess að hún kæmist ekki undan. ■ Níu mánaða martröð unglingsstúlku: Bjargað úr klóm mannræningja STJÓRNSÝSLA Andsvör Gylfa Gauts Péturssonar, for- stjóra Löggildingarstofu, við ávirðingum Ríkisend- urskoðunar um fjármála- óreiðu, verða ekki afhent fyrr en í næstu viku. Ragnar H. Hall hæsta- réttarlögmaður skilaði at- hugasemdum fyrir hönd Gylfa til iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins mánu- daginn 10. mars. Sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu þykja mörg atriði í skýrslunni vera svo persónuleg og varða slíka einkahagsmuni að þau falli ekki undir afhendinga- skyldu samkvæmt upplýsingalög- um. Lögfræðingar ráðu- neytisins séu nú að yfir- fara málið. Það sé vanda- samt og tímafrekt enda sé skýrslan yfir 60 blaðsíður. Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, telur að víkja beri Gylfa tímabundið úr forstjórastarfinu á meðan sérstök nefnd fer yfir málið. Ragnar H. Hall segir ráðherrann skorta laga- heimild fyrir brottvikn- ingunni. Ekki sé hægt að reka opinberan starfs- mann fyrir fjármála- óreiðu sem sé ekki lengur fyrir hendi. ■ Skýrsla forstjóra Löggildingarstofu stopp hjá ráðherra: Einkahagsmunir tefja afhendingu VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Vill víkja forstjóra Löggildingarstofu úr starfi og hefur fengið andsvör for- stjórans sem telur ekki tilefni til brottvikningar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.