Fréttablaðið - 14.03.2003, Page 29
30 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Mig minnir að það hafi veriðJung sem skipti ævinni niður í
fjóra kafla; æsku, ungmanndóms-
ár, manndómsár og efri ár. Æskuna
þarf ekki að skýra en ungmann-
dómsárin eru sá tími sem við erum
að koma okkur fyrir í heiminum
með tilheyrandi brölti; efasemdum
um reglur og siði og gagnrýni á þá
sem eldri eru. Þessu fylgja oln-
bogaskot og önnur skot; ungt fólk
að búa sér til stöðu og sess. Mann-
dómsárin eru kyrrari. Þá er fólk
búið að hlaupa af sér flest horn en
býr að mikilli reynslu til að hrinda
stórum verkum í framkvæmd.
Egóið er líka orðið hljóðlátara og
kröfuminna. Verk unnin á mann-
dómsárunum eru því oftar ríkari
að innra gildi; þau eru ekki eins háð
stöðu gerandans og afrek
ungmanndómsáranna. Efri árin
eru tímabil sáttar og visku. Þegar
fólk hefur farið í gegnum aðra
kafla ævinnar getur það horft hlut-
lausara á lífið og metið atburði og
orð án þess að þvæla sjálfu sér of
mikið í málin. Þetta eru hinir vitru,
gömlu menn; öldungarnir.
Ef ég man rétt skipti Jung þess-
um aldursskeiðum nokkuð nák-
væmlega niður. Þannig átti æskan
að enda um 21 árs aldurinn og ung-
manndómsárin að taka við. Þegar
fólk var um 42 ára fór það yfir á
manndómsár og viskan og aldurinn
tóku síðan við þegar fólk var orðið
63 ára. Ég trúi að Jung hafi talið
þetta vera til viðmiðunar; að til
væri bráðgert fólk sem færðist
fyrr á milli þrepa og annað sem
strandaði einhvers staðar á leið-
inni. Þó held ég að meiningin sé
ekki sú að sá sé þroskaður sem
verður gamall og vitur fyrir aldur
fram. Hverju aldursskeiði fylgir
ákveðin sýn og ákveðin verðmæti.
Ungum manni nýtist þannig ekki
veraldarsýn þess sem horfir á lífið
af sjónarhól þess sem hefur lifað
lengi og reynt margt. Það er ekki
hægt að stytta sér leið í lífinu.
Eins vitlaust og þetta hljómar
allt hefur mér alltaf fundist nokk-
urt vit í þessari skiptingu. Og þó ég
geri mér grein fyrir að hugmyndir
okkar um æsku og ábyrgð breytist
eftir stefnum og straumum í sam-
félaginu þá finnst mér eins og við
mættum taka tillit til þessarar
skiptingar við mótun samfélagsins.
Mér er til dæmis til efs að það sé
gott í sjálfu sér að teygja nám í svo
til öllum greinum langt fram á þrí-
tugsaldurinn. Eins að við ættum að
fara hægt í að draga úr ábyrgð fólk
á síðustu árum æskunnar. Þróun
persónunnar byggir að miklu leyti
á líffræðilegri þróun mannlíkam-
ans. Kröfur og væntingar samfé-
lagsins til fólks á mismunandi aldri
þurfa að taka mið af því. ■
Mörgum er heitt í hamsi þessadagana. Stjórnmálaumræðan
einkennist af stríðsyfirlýsingum
og samsæriskenningum. Talað er
um aðför. Á kirkjulegum vett-
vangi ræður veldi tilfinninganna.
Fríkirkjupresturinn talar um
mannréttindabrot og hversu
vondir við þjóðkirkjumenn erum
við hann.
Og skrattanum er skemmt. Þar
sem ég reyni yfirleitt að leika í
öðru liði en hann þá leiðist mér
þetta orðaskak. Víst gera svona
upphlaup störf fréttamanna auð-
veldari. Yfirlýsingaglaðir klerkar
og pólitíkusar eru þeim mjólk og
hunang. Þó ætla ég ekki að sú
stétt standi myrkrahöfðingjanum
neitt nær en hver önnur, þar á
meðal við klerkar.
En ég trúi því að okkur mann-
fólkinu sé gefin skynsemin af
Skapara allra góðra hluta. Þá
skynsemi eigum við að nota til að
sefa þær ástríður sem valda sjálf-
um okkur og náunganum tjóni. Þá
skynsemi eigum við að nota til að
stöðva stríð hvort heldur eru háð
með sverðum eða orðum.
Ég virði ævinlega Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra fyrir
að vera stilltari en aðrir menn í
opinberu lífi á Íslandi. Því til
stuðnings skal ég nefna atburð
sem nú er óhætt að skoða úr sögu-
legri fjarlægð. Þannig var að Al-
þingi Íslendinga samþykkti lög
sem bönnuðu verkfall flugfreyja
að kvöldi dags 23. október 1985.
Forseta lýðveldisins frú Vigdísi
Finnbogadóttur var gert að skrifa
undir þau lög að morgni næsta
dags. Sá dagur var sérstakur bar-
áttudagur kvenna 24. október. Og
forsetinn tók sér frest að undir-
rita lögin þennan morgun enda
sett í pínlega stöðu. Nema að allt
ætlaði um koll að keyra. Þung orð
féllu.
Verandi forsetaritari varð ég
vitni að þessum róstum. Þennan
dag hugsaði ég hversu naglfestan
væri lítil í íslenskri siðmenningu.
Undir hádegi ókum við nafni
minn Ásgrímsson til Bessastaða
en hann var þá starfandi forsætis-
ráðherra. Á leiðinni sagði hann
sallarólegur: „Ég skil ekki af
hverju menn eru að æsa sig
svona.“ Hann hélt sem sagt still-
ingu sinni þarna forðum þótt hann
væri í miðri orrahríðinni. Og - af-
sakið að ég vitna svona í tveggja
manna tal.
Ég rifjað þennan atburð upp af
því að það er eðlileg krafa til okk-
ar sem störfum og tjáum okkur á
opinberum vettvangi að við höld-
um stillingu okkar. Vörumst gíf-
uryrði sem valda meira ógagni en
gagni. Temjum okkur samræður
frekar en kappræður. Upplýsingu
frekar en áróður. Minnumst þess
þegar dregur til kosninga.
Móðir mín heitin reyndi með
takmörkuðum árangri að kenna
mér ljóð, en ég tregaðist við. Þó
tókst henni að kenna mér brot úr
Einræðum Starkaðar eftir Einar
Ben. Þau orð eiga vel við þegar
við hjölum ábyrgðarlaust.
...Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í
brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt
augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
REYKJAVÍKURLISTINN átti við-
skipti við alla helstu fjölmiðla
landsins vegna kosninganna 1994
og stóð að þeim loknum í skuld
við bæði Stöð 2 og Morgunblaðið
vegna auglýsingakostnaðar. Þvi
hefur verið haldið fram að Jón
Ólafsson hafi greitt skuldir
Reykjavíkurlistans við Stöð 2
vegna kosninganna 1994. Þetta er
ekki rétt og á ekki við nokkur rök
að styðjast.
F.h. kosningastjórnar 1994
samdi ég undirritaður við fjöl-
miðla um tiltekinn afslátt og sá
um greiðslu skulda. Reykjavíkur-
listinn naut ekki meiri fyrir-
greiðslu hjá Stöð 2 en hjá Morg-
unblaðinu, svo dæmi sé nefnt.
Bæði Morgunblaðið og Stöð 2
felldu niður um 25% auglýsinga-
kostnaðar en að öðru leyti greiddi
Reykjavíkurlistinn upp þau 75%
sem á milli bar við báða aðila án
þess að Jón Ólafsson eða fyrir-
tæki hans legðu þar fé af mörk-
um.
F.h. kosningastjórnar
Reykjavíkurlistans 1994,
Valdimar K. Jónsson.
Um daginnog veginn
HALLDÓR
REYNISSON
■
verkefnisstjóri Fræðslu-
og upplýsingasviðs
Biskupsstofu skrifar
um umræðu dagsins.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um mismunandi tímabil
í þróun persónuleikans.
Lenging æskunnar
Fjas og
fúkyrðaflaumur
■ Yfirlýsing
JAFNRÉTTI Félag kvenna í læknastétt
hefur sent Tryggingastofnun bréf
þar sem óskað er skýringa á ráðn-
ingu fimm lækna til að meta færni
sjúklinga til örorkumats. Í bréf-
inu óska konurnar eftir að varpað
verði ljósi á hvers vegna störfin
voru ekki auglýst og hvað veldur
því að aðeins karlmenn voru ráðn-
ir. Ólöf Sigurðardóttir, formaður
félagsins, segist ekki vita til þess
að auglýst hafi verið eftir læknum
til þessara verka, en hafi það ver-
ið gert óski þær eftir að vita hvar
sú auglýsing hafi birst.
Sigurður Thorlacíus trygg-
ingayfirlæknir segir það rétt að
stöðurnar hafi ekki verið auglýst-
ar heldur Tryggingastofnun leitað
til fimm lækna enda sé aðeins um
tilraunastarfsemi að ræða. „Við
töluðum við tíu lækna sem við
treystum til að vinna þetta verk
og þar af voru fjórar konur. Kon-
urnar sáu sér hins vegar ekki fært
að bæta þessu við sig og niður-
staðan varð þessi. Það stóð aldrei
til að auglýsa enda litið á þetta
sem tilraun til áramóta. Hvað við
gerum þá er ekki ákveðið en það
getur allt eins verið að þá auglýs-
um við ef reynslan af þessari til-
högun verður góð. Læknarnir
fimm annast þetta verkefni sem
verktakar í samvinnu við trygg-
ingayfirlækni. Það eru þeir Guð-
jón Baldursson, Guðmundur
Björnsson, Skúli Gunnarsson,
Yngvi Ólafsson og Þengill Odds-
son. Fyrirmynd hins nýja fyrir-
komulags er sótt til Bretlands en
lagað að íslenskum almanna-
tryggingalögum þannig að til
verður sérstakt íslenskt afbrigði
af bresku leiðinni. ■
TRYGGINGASTOFNUN RÆÐUR
LÆKNA TIL AÐ META FÆRNI
Tilraunaverkefni til áramóta, segir trygg-
ingayfirlæknir
Félag kvenna í læknastétt skrifar TR:
Vilja skýringar á
ráðningum lækna
Þrotabú Burnham:
Hafði sjö
milljónir af
gigtarsjóði
DÓMSMÁL Þrotabú Burnham
International á Íslandi hf. skuldar
Rannsóknarsjóði í slitgigtarsjúk-
dómum tæpar 7,8 milljónir króna
vegna misnotkunar á fé gigtar-
sjóðsins.
Gigtarsjóðurinn fól í október
2000 Burnham að ávaxta 23 millj-
ónir króna. Aðeins átti að kaupa
tiltekinn verðbréf. Burnham lét
fljótlega sjö milljónir af fé gigtar-
sjóðsins renna til kaupa á víxli frá
Burnham sjálfu. Fyrirtækið tók
þannig í raun lán hjá gigtarsjóðn-
um.
Víxillinn var ekki greiddur
heldur ítrekað framlengdur. Gigt-
arsjóðurinn var loks látinn kaupa
nýjan víxil í júní 2001.
Burnham komst í þrot. Kröfur í
búið námu fyrir ári 464 milljónum
króna. Eignir voru 8,5 milljónir.
Héraðsdómur Reykjavíkur
segir framkvæmdastjóra Burn-
ham hafa borið að fjárhagsstaða
félagsins hafi ekki verið góð í júní
2001 „en það var ekkert svart-
nætti þannig séð“. Dómarinn seg-
ir hins vegar að forsvarsmönnum
Burnham hafi mátt vera ljóst að
eiginfjárstaðan var ekki traust.
Því hafi ekki verið heimilt að ráð-
stafa fé gigtarsjóðsins með því að
láta sjóðinn kaupa víxilinn: „Með
því var skyldur trúnaður við við-
skiptamann brotinn.“ ■