Fréttablaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 38
39FÖSTUDAGUR 14. mars 2003 KARATE „Þegar ég var lítill blund- uðu í mér draumar um sjálfan mig sem ofurhetju. Þegar þeir voru um það bil að eldast af mér fann ég fyrir óþoli í skrokknum út af hreyfingarleysi. Handan við horn- ið í New Jersey þar sem ég bjó á háskólaárunum var karateklúbb- ur og þaðan bárust ægileg öskur. Ég var dauðhræddur við þetta fyrst, en smám saman varð krafa líkamans svo sterk að ég gekk í klúbbinn,“ segir Haukur Ingi Jón- asson prestur og sálgreinir, og áhugamaður um karate. „Þarna komst ég í hendurnar á ótrúlegum snillingum sem tóku mig mis- kunnarlaust í gegn.“ Haukur segist ekki vera mjög góður í karate, enda sé það ekki aðalatriðið. Hann hefur ekki verið nógu duglegur við að mæta á karateæfingar hjá Þórshamri undanfarið, sökum erils, og það er ekki laust við að hann sé farinn að sakna þess að öskra úr sér þindina á karateæfingu. „Karate er ekki bara mjög góð hreyfing,“ segir Haukur, „því þetta er líka mjög góð þerapía. Einbeitingin við lest- ur bóka í háskólanáminu, til dæm- is, snarbatnaði eftir að ég fór að stunda karate. Maður hvílist líka betur og er ánægðari með sjálfan sig. Þetta er bara eins og í kristin- dómnum, þegar Kristur segir að maður eigi að lifa lífi sínu í gnægð. Karate hjálpar manni að lifa lífi sínu til fullnustu, að full- nýta möguleika sína.“ Á Íslandi eru nokkur karatefé- lög. Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóðum: www.thorshamar.is, www.ia.is/karate, www.breidablik.is/karate, www.kdh.is, www.toto.is/felog/kfr. BLAÐBURÐUR „Það var hringt í mig á miðvikudaginn og mér sögð þessi tíðindi. Þetta kom mér mjög ánægjulega á óvart. Ég hef aldrei unnið í neinu slíku áður. Ég hef reyndar prufað að vera á snjóbretti en átti ekki neitt fyrir. Nú ætla ég að fara að stunda þetta reglulega,“ segir Marteinn Áki Ellertsson sem alltaf er kall- aður Matti. Hann var kjörinn blaðberi mánaðarins af dreifing- ardeild Fréttablaðsins og hlaut að launum glæsilegt snjóbretti og bindingar frá Everest-búð- inni í Skeifunni. Ætlunin er að tilnefna blaðbera mánaðarins reglulega og að verðlaunin verði vegleg. Að sögn Hildar Sifjar Lárusdóttur hjá Fréttablaðinu er Matti fyrirmynd annarra blað- bera. Hann hefur starfað lengi hjá Fréttablaðinu, aldrei nokkru sinni hefur verið kvartað undan honum né hann sjálfur hringt og kvartað. Matti býr á Álftanesinu og ber út í Vesturtúni í Bessastaðahreppi. Foreldrar hans eru Ellert Gissur- arson smiður og Selma Björk Pet- ersen bókhaldari og eldri systir hans Selma Björk er nú við nám í Tékklandi. Matti lætur vel af bú- setu á Álftanesinu og þó félagslíf- ið sé ekki mikið sé ævinlega hægt að finna sér eitthvað að gera. Hann er í 10. bekk í Garðaskóla en eftir 7. bekk eru krakkarnir á Álftanesi sendir þangað. „Það er fínt að bera út Fréttablaðið, góð aukavinna og peningarnir koma sér vel. Blaðburður hófst hjá mér þegar blaðið byrjaði og ég hef aldrei lent í neinum vandræðum í tengslum við slæma færð eða ann- að slíkt.“ ■ DIANA ROSS Hér sést Díana Ross flytja lagið „God Bless America“ á minningartónleikum fyrir fórn- arlömb hryðjuverkanna 11. september sem haldnir voru tíu dögum eftir atburð- inn. Á sunnudaginn síðasta lenti hún aftur í vandræðum þegar lögreglan stöðvaði hana og benti henni á að bíllinn ætti löngu að vera farinn í skoðun. Á nýársdag var hún handtekinn fyrir ölvun undir stýri. JPV-Útgáfa hefur sent frá sérmetsölubækurnar Umkomu- lausi drengurinn eftir Dave Pelz- er og Leiðin til lífshamingju eftir Dalai Lama í kiljum. Umkomu- lausi drengurinn er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Hann var kallaður „þetta“ sem kom út á síðasta ári í kilju. Dalai Lama þarf sjálfsagt ekki að kynna en í Leiðinni til lífsham- ingju greinir hann frá því hvern- ig hann öðlaðist sálarró og vinnur að innri friði og segir frá því hvernig hægt er að sigrast á þunglyndi, kvíða, reiði, afbrýði eða bara hversdagslegri geð- vonsku. Hann ræðir um mannleg samskipti, heilbrigði, fjölskyldu og vinnu og sýnir fram á að innri friður er öflugasta vopnið í bar- áttunni við dagleg vandamál. Bókin kom fyrst út í innbundinni útgáfu árið 2000 og seldist upp á svipstundu og hefur verið ófáan- leg þar til núna að hún kemur út í kiljubroti. KARATEPRESTUR Haukur Ingi Jónasson prestur og sál- greinir hefur haft áhuga á karate síðan hann lærði í Bandaríkjunum. Hann segir karate skerpa einbeitinguna og hafa mörg önnur góð áhrif á sálarlífið. Áhugamálið: Karate er góð þerapía FYRIRMYNDAR BLAÐBERI: Silja Sif Smáradóttir afhendir fyrir hönd Fréttablaðsins Marteini Áka verðlaun en hann var kjörinn blaðberi mánaðarins. Blaðberi mánaðarins: Fínt að bera út Fréttablaðið ■ Nýjar bækur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.