Fréttablaðið - 14.03.2003, Page 39
40 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
MADNESS
Söngleikurinn „Our House“ sem byggður
er utan um lög Madness vann nýlega verð-
laun sem „besti nýi söngleikurinn“.
Söngvari Madness:
Leikur í eigin
söngleik
LEIKHÚS Söngvarinn Suggs, sem
skaffaði bros á andlit margra á ní-
undaáratugnum ásamt sveit sinni
Madness, er á leiðinni upp á leik-
svið í London.
Söngleikurinn „Our House“
sem samin var utan um vinsæl-
ustu lög sveitarinnar hefur notið
mikilla vinsælda í London síðustu
ár og meðal annars unnið til verð-
launa.
Allir liðsmenn sveitarinnar
lögðu hönd á plóginn til að koma
söngleiknum á fjalirnar. Nú ætlar
Suggs söngvari að taka að sér
hlutverk „Joe“. Hann fyrsta sýn-
ing verður 17. mars. ■
Tölvuleikja-
fíklar í Paradís
Skjálfti 1 - 2003 er um helgina en þá mæta á sjötta hundrað manns með tölvurnar sínar
í íþróttahús HK og keppa sín á milli í tölvuleikjum.
TÖLVULEIKIR „Við eigum von á eitt-
hvað á sjötta hundrað manns sem
keppa í átta greinum. Aðallega
eru þetta leikirnir Quake og Half-
live þar sem Counter-Strike er
mest áberandi,“ segir Árni Rúnar.
Nú ríkir gríðarleg eftirvænt-
ing hjá mörgum unglingnum því
Tölvuleikjamót Símans Internet,
svokallaður Skjálfti, verður hald-
ið í íþróttahúsi HK við Skálaheiði
í Kópavogi um helgina. Þangað
rogast menn með tölvurnar og
keppa sína á milli, einkum í liða-
keppni en einnig einstak-
lingskeppni. Skjálfti er það sem
heitir stærsta Lan landsins en Lan
er nafn yfir atburð þar sem menn
koma og tengja saman tölvur.
Leikirnir sem keppt er í eru Net-
leikir en þegar menn koma saman
er engin hætta á að nettengingin
hafi áhrif á leikinn. Skjálfti er
þetta meira í ætt við hörkuí-
þróttaatburð en einskæra afþrey-
ingu.
Þeim sem ekki til þekkja hætt-
ir til að vanmeta þennan atburð
og það sem þarna er lagt stund á.
Liðin sem þarna takast á hafa æft
von úr viti og þeir sem hafa sigur
þurfa að vera vel þjálfaðir í leikn-
um sem slíkum og samhæfingin
þarf að vera með allra besta móti.
„Þetta er 19. Skjálftinn,“ segir
Árni Rúnar sem hefur með hönd-
um yfirstjórn Skjálfta en umsjón-
armennirnir ganga undir nafninu
p1mpar og er Árni Rúnar þar með
yfir-P1mp. „Mótin hafa stækkað
og í dag eru 550-600 keppendur
sem mæta fjórum sinnum á ári.“
Aldursdreifing þátttakenda er
mikil en óneitanlega eru ungling-
ar mest áberandi.
Yfir-p1mpinn segist ekki hafa
leyfi til að ræða hvernig Skjálfti
kemur út fjárhagslega. Þátttöku-
gjald er 3.500 en fyrir þá sem eru
í leikjaáskrift Símans er það
2.500. Lauslega áætlað má segja
að tekjur séu um og yfir ein og
hálf milljón. Á móti kemur að
kostnaður er talsverður, tækni-
búnaður og hús kostar sitt auk
starfsmanna - sem reyndar eru
flestir hverjir í sjálfboðavinnu að
sögn Árna Rúnars.
jakob@frettabladid.is
FERÐIR Um næstu mánaðamót
verður boðið á ný upp á ferðir
um Njáluslóðir með tilheyrandi
skemmtidagskrá um kvöldið á
vegum Njálusetursins á Hvols-
velli.
„Við förum alltaf í gang með
hækkandi sól,“ segir Arthúr
Björgvin Bollason, forstöðumað-
ur Njálusetursins. „Við verðum
vikulega með þessa Njáludag-
skrá alla laugardaga fram í júlí.“
Skipulagðar eru dagsferðir
fyrir hópa austur í Fljótshlíð þar
sem fólk fær bæði fróðleik um
Njálu og skemmtun í bland.
„Fólk kemur hingað og fer í
ferð um svæðið með leiðsögn um
Njálustaðina. Síðan er haldið inn
á Njálusafnið okkar, einnig með
leiðsögn. Loks er kvöldverður í
skála þar sem söngvarar flytja
brot úr söngleiknum eftir Jón
Laxdal, sem við höfum ferðast
með út um heim.“
Þessar dagsferðir eru einkum
ætlaðar Íslendingum. Þegar líða
tekur á sumar verður svo söng-
leikurinn sýndur í heild sinni, og
er sú sýning meira miðuð við er-
lenda ferðamenn. ■
Dagsferðir á Njáluslóðir:
Fróðleikur í bland við skemmtun
Dýralíf
RISAVAXINN OG
ÓMÓTSTÆÐILEGUR
Risavaxni pandabjörninn Gao Gao, sem
var kynntur fyrir fjölmiðlum síðastliðinn
þriðjudag, lét sér fátt um athyglina finn-
ast og einbeitti sér að bambusnum sín-
um sem hann át með bestu lyst. Gao
Gao fæddist í Kína, en býr í dýragarðin-
um í San Diego þar sem hann verður til
sýnis almenningi frá og með deginum í
dag. Hann er þriðji pandabjörninn sem
garðurinn eignast.
Á NJÁLUSLÓÐUM
Ferðalög um Njáluslóðir geta verið mikið
ævintýri.
ALSÆLIR Á SKJÁLFTA
Tilkomumikil sjón er að sjá þegar ljósin eru dregin niður í íþróttahúsinu og grárri skímu frá hundruðum tölvuskjáa slær á andlit spenntra
keppenda.
ÁRNI RÚNAR
Hefur yfirumsjón með stærsta tölvuleikja-
móti landsins og gegnir því nafngiftinni
yfir-p1mp.
Félagsvist.
Hin sívinsæla Framsóknarvist verður spil-
uð í sal Framsóknarfélags Mosfellsbæjar
föstudagskvöldið 14.mars að Háholti 14
2. hæð. Fyrsta gjöf kl. 20.30.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
stjórnar vistinni að þessu sinni. Glæsi-
legir vinningar, léttar veitingar og allir
velkomnir.
ath. einnig verður spilað föstudagskvöldið
21.mars á sama stað á sama tíma.
Hugrækt og Feng Shui
Samspil hugar og umhverfis
Leið til hamingju, árangurs og velmegunar
Níu vikna námskeið hefst
mánudaginn 24. mars 2003 kl. 17.30.
Heimavinna.
Leiðbeinandi: Jóhanna Kristín Tómasdóttir
Skráning og nánari upplýsingar hjá Gestamóttökunni ehf.
Símar: 551.1730 og 692.1730. Netfang: gestamottakan@yourhost.is