Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 43
TÍSKA Það gekk eftir sem flestir bjuggust við að sýning breska fatahönnuðarins John Galliano í París á dögunum koma á óvart. Enda er hann þekktur fyrir að daðra við ímyndunaraflið í hönn- un sinni í stað þess að eltast við að búa til föt sem seljast í bíl- förmum. Í þetta skiptið notaði hann ímynd Hollywood leikkvenna frá fimmta og sjötta áratugnum sem innblástur. Næst ýkti hann allt sem hægt er að ýkja í þeirra fari og bauð áhorfendum upp á heljarinnar sýningu við undir- leik gamalla djassslagara. Nú þegar seinni hluti tísku- vikunnar er hafinn keppast er- lendir fatahönnuðir sem starfa í borginni um athyglis- leifarnar. Tveir japanskir hönn- uðir, Junko Shimada og Hiroaki Ohya, sýndu afurðir sínar á þriðjudag og miðvikudag. Kóreski hönnuðurinn með skemmtilega nafnið Li Sang Bong hélt sýningu sína á mið- vikudag. Talað var um að Texasbúinn Tom Ford sem hannar nú fyrir Yves Saint Laurent væri jafnvel of franskur. Hann er greinilega að reyna að fóta sig í Frakklandi, og leitaði full mikið út fyrir uppruna sinn að mati gagnrýnenda. ■ 44 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR THE EDGE Þessi mynd af The Edge, gítarleikara U2, var tekinn þegar hann þakkaði rokksveit- inni The Clash fyrir innblásturinn í gegnum árin. Sveitin var innlimuð inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn mánudag. Tónlist FÓLK Læknar lamaða leikarans og ofurmannsins Christopher Reeve hafa grætt raftæki í þind hans sem gerir honum kleift að anda án aðstoðar öndunarvéla. Læknar hans segja aðgerðina hafa heppn- ast vel og að útlitið sé bjart. Reeve, sem nú er fimmtugur, lamaðist fyrir átta árum eftir að hann datt af hestbaki og hálsbraut sig. Hann hefur alla tíð verið von- góður um bata og ætlar að koma fram á sérstökum blaðamanna fundi til þess að ræða bata sinn á síðustu mánuðum. Reeve er þriðji einstaklingur- inn sem fer í slíka aðgerð en hún byggist á því að litlu hylki er kom- ið fyrir utan á líkama hans. Frá því eru tengdir vírar inn í þind hans. Hylkið sendir frá sér raf- eindir tólf sinnum á hverri mín- útu. Við það spennist þindin og Reeve andar án þess að vera tengdur stórri öndunarvél. Nú þegar getur leikarinn and- að án aðstoðar stórra tækja. Læknar segja að þetta geri leikar- anum einnig kleift að tala skýrar í framtíðinni. CHRISTOPHER REEVE Hafði sett sér það markmið að ganga fyrir fimmtugsafmælið sitt. Það tókst reyndar ekki en bati hans hefur engu að síður verið stórkostlegur. Christopher Reeve: Andar sjálfur THE BACHELOR Nýju þættirnir um ríku og fátæku pipar- sveinana verða í anda þáttanna vinsælu The Bachelor og Joe Millionaire. Nýir raunveruleikaþættir: Ríkur og fá- tækur pipar- sveinn SJÓNVARP Sjónvarpsstöðin ABC mun á næstunni hefja framleiðslu á nýjum raunveruleikaþáttum sem kallast „Rich Guy, Poor Guy.“ Þættirnir, sem verða sjö talsins, fjalla um tvo piparsveina sem verða látnir velja úr hópi fagurra kvenna. Hið óvænta er að annar þeirra er forríkur en hinn bláfátækur. Hvorki konurnar sem taka þátt né sjónvarpsáhorfendur fá að vita hvor er hvað. Hvernig pipar- sveinarnir velja síðan stúlkurnar hefur ekki verið látið uppi. Sýningar á þáttunum hefjast í sumar ef allt gengur að óskum. ■ Sambíóin og Háskólabíó: Miðverð lækkar um 6,25% KVIKMYNDIR Miðaverð í Sambíóunum og Háskólabíói lækkar í dag úr 800 krónum í 750, eða um 6,25%. Í fréttatilkynningu sem bíóin sendu frá sér í gær er tekið fram að þetta sé mögulegt þar sem bíóin hafi náð fram hagstæðari innkaup- um og náð að lækka ýmsan kostnað við reksturinn. Fallandi gengi dollarans hefur einnig gert það hagstæðara að versla við banda- rísku kvikmyndaverin. Í tilkynningunni kom einnig fram að bíóin ætluðu sér að halda áfram að vera með skemmtilegar uppákomur og hin ýmsu tilboð. ■ Tískuvikan í París: Óður til ímyndun- araflsins JOHN GALLIANO Breski snillingurinn John Galliano kom, sá og sigraði með litríkri sýningu sinni á sunnudaginn var. Hérna sjáum við hvernig hann ýkti allt í fari Hollywoodtískunnar frá fimmta áratugnum sem hægt var. Meira að segja fegurðarbletturinn yfir vörinni var óvenju stór. TOM FORD Texasbúinn Tom Ford sýndi fyrstu línuna sem hann hannaði fyrir Yves Saint Laurent Rive á mánudag- inn síðasta. Hann þótti leita of mik- ið í franskan upp- runa, í stað þess að elta sinn eigin. Junko Shimada Sitthvað bendir til að japanski fatahönnuðurinn Junko Shimada sé uppalinn á níunda áratugnum þegar blásið hár og skærir litir réðu ríkjum. Þessi hefði sómt sér vel í myndbandi Duran Duran fyr- ir um 17 árum. LIE SANG BONG Kóreski fatahönnuðurinn Lie Sang Bong sýndi föt sín í París á miðvikudag og þótti standa sig í stykkinu. HIROAKI OHYA Japanski hönnuður- inn Hiroaki Ohya leitaði til indíána, frumbyggja Norður- Ameríku, eftir inn- blæstri. Davíðsstjarn- an prýddi svo vinstri kinn fyrirsætunnar af einhverjum ástæð- um. Leikfélag Mosfellssveitar REVÍA í Bæjarleikhúsinu við Þverholt föstudag. kl. 20 laugardag kl. 20 aukasýning laugardag kl. 23 Það sem er að gerast bak við tjöldin í bæjarfélaginu. Hverjir ráða? Kusum við rétt eða eigum við að breyta þessu næst eða þarnæst... Fáar sýningar Sími 566 7788 Kíktu á www.leiklist.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.