Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 45
Með súrmjólkinni 46 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR ■ Fréttir af fólki Bíður eftir þyrlunni Á þessum degi fyrir einu ári skreið Helga Vala Helgadóttir leikkona yfir áratugsmúrinn óg- urlega þegar hún fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu. Afmælisdagur- inn í dag verður líklegast öllu ró- legri því eiginmaður hennar, Grímur Atlason, kom henni á óvart í fyrra með fjögurra daga hátíðarhöldum. „Ég get ekki beðið eftir því að verða fertug,“ segir Helga Vala og ljómar af endurminningunni frá fjörinu í fyrra. Afmælisdagurinn í ár gæti þó orðið eftirminnilegur. Grímur var til dæmis búinn að panta handa henni óvænta klipp- ingu og hafði hárgreiðslumaður hendur í hári hennar á meðan hún talaði við blaðamann. Á mánudaginn fór Helga Vala með dóttur sinni til Bessastaða þar sem hún tók við verðlaunum fyrir að hafa hafnað í öðru sæti smásagnakeppni Æskunnar. „Þar bað hún forsetann um að skrifa ekki undir lögin um Kárahnjúka. Hún spurði hann hvort hann gerði sér grein fyrir því að allt „þetta lið“ á þingi væri milli fimmtugs og sextugs og ætti því stutt eftir. Hún ákvað að vaða í hann og ég hljóp í felur. Hann sagðist ætla að hugsa málið.“ Afmælisdagurinn er nokkuð óákveðinn en Helga á sér þó draum um góðan dag. „Ég myndi vilja sofa alla nóttina. Það hefur ekki gerst lengi þar sem ég á fimm mánaða gamlan strák. Svo myndi ég vakna og fá unaðslegan morgunmat með góðu kaffi frá Kaffitári í rúmið. Svo færi ég í sund og myndi stoppa við í Ing- ólfsstræti 5, þar sem kosninga- skrifstofa Vinstri grænna er. Eft- ir það færi ég út að borða um kvöldið. Eftir matinn myndi svo bíða mín þyrla fyrir utan veiting- astaðinn sem myndi fljúga með mig og alla fjölskylduna í sólina.“ Nokkuð framkvæmalegt flest. Eða er það ekki, Grímur? ■ HELGA VALA Fór með dóttur sinni á Bessastaði á mánu- dag þar sem hún tók á móti öðrum verð- launum í smásögukeppni æskunnar. Afmæli ■ Helga Vala Helgadóttir leikkona á afmæli í dag en á ekki von á að dagurinn toppi þrítugsafmælið í fyrra. Leiðrétting ■ Að gefnu tilefni skal tekið fram að þó Guðni Bergsson hafi verið valinn í landsliðið gildir það sama ekki um Ellert B. Schram. Hann verður áfram í Samfylkingunni þó hann sé í Sjálf- stæðisflokknum. Bohem-strip Helgarpartý, haltu þitt eigið partý á Bóhem - fáðu súper-strip frítt Grensásvegi 7 • Sími: 517 3540 Opið öll kvöld frá 21-01.00 • Fös. og lau. frá 21-05.30 Tilvalið fyrir hópa. Kannið VIP - stofuna. Við höfum áhuga á því að kaupa lítil og meðalstór ræstingafyrirtæki. Stök verkefni koma einnig til greina. Upplýsingar í síma 824 1230 Starfsmenn RÚV eru margirhverjir orðnir heldur ruglaðir í ríminu í tengslum við þráláta um- ræðu um hina bláu hönd sem á að halda um stjórnartauma stofnunar- innar. Til dæmis heldur Sverrir Her- mannsson, fráfarandi formaður Frjálslynda flokksins, því fram við hvern sem heyra vill að Hannes Hólm- steinn Gissurarson ráði þar öllu sem hann vill. Þegar svo nýverið voru hengdar upp ýmsar portrett- myndir af Davíð Oddssyni á veggi í húsnæði Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti með þeim orðum að þetta væri „skipun að ofan“ urðu ótrú- lega margir til að trúa því. Raunin mun hins vegar sú að „málverka- sýningin“ tengist gerð næsta þátt- ar Spaugstofunnar. Sigurður Einarsson, fyrrumforstjóri og núverandi stjórn- arformaður hjá Kaupþingi hf., hefur verið talsvert í fréttum vegna veglegrar bónusgreiðslu í hans vasa uppá 70 milljónir. Þá hafa Sigurður og félagar hans hjá Kaupþingi einnig vakið athygli fyrir það að senda teppi til þeirra sem hafa greitt í séreignarsjóði í tengslum við lífeyrissparnað. Neikvæð ávöxtun hefur verið á sjóðnum og teppin kannski ekki verið sá plástur á sár skjólstæð- inga Kaupþings og vænst var. Lesandi Fréttablaðsins hafði sam- band og benti á þá raunalegu staðreynd að hann og kona hans hefðu greitt hvort inn á sinn sér- eignarreikning en þeim hafi ein- ungis borist eitt teppi. Þetta þótti honum sérkennilegt í ljósi þess að séreignin væri orðin sameign um teppi. Þá væru teppin ekki svo breið að þar undir væri væn- legt að kúra saman. JARÐARFARIR 13.30 Friðrik Ólafur Ólafsson verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Hannes H. Garðarsson, Gauks- hólum 2, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Helga Jóna Elíasdóttir, fyrrver- andi skólastjóri og organisti á Þórshöfn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Ísfold Elín Helgadóttir, Sléttuvegi 9, verður jarðsungin frá Árbæjar- kirkju. 13.30 Kristinn Sigmundsson fyrrverandi bóndi á Arnarhóli verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Anna Magnea Bergmann, Hring- braut 77, Keflavík, verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Einar Vilhelm Guðmundsson Garðvangi, Garði, verður jarðsung- inn frá Hvalsneskirkju. 15.00 Guðbjörg Hermannsdóttir, Há- vegi 15, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Digraneskirkju. ■ Tímamót Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Stefán Jónsson. Zoran Djindjic. Sigurður Helgi Guðjónsson. Við erum mjög ánægðir,“ segirIngvar Ásbjörnsson, 12 ára nemandi í Rimaskóla, sem varð Íslandsmeistari í skák ásamt bróður sínum Sverri í sveita- keppni grunnskóla sem haldin var um síðustu helgi. Þeir Ingvar og Sverrir hafa vakið athygli undan- farið, því þeir voru líka í sigur- sætum í Meistaramóti grunn- skólanema á vegum Hróksins og Eddu sem var haldið á Kjarvals- stöðum á dögunum. Þar varð Ingvar í fyrsta sæti og Sverrir í öðru sæti. Ingvar segir að Sverrir hafi ekki orðið sár yfir því að lenda í öðru sæti á eftir bróður sínum. Þeir tefla mikið á hverjum degi og þá aðallega á kvöldin. Það er eng- in óheilbrigð samkeppni á milli þeirra, segir Ingvar, þó svo að Sverrir myndi ekkert hafa á móti því að sigra bróður sinn. Sverrir bendir líka á það að Ingvar er einu og hálfu ári eldri en hann, þannig að það sé eðlilegt að hann beri oft- ar sigur úr býtum. Ingvar útilokar alls ekki að Sverrir vinni hann á næsta móti. Það var pabbi þeirra sem kenndi þeim mannganginn þegar þeir voru sex ára gamlir og þeir hafa haft áhuga á skák alla tíð síðan, ekki síst vegna öflugrar skákkennslu í Rimaskóla. „Það tefla mjög margir í skólanum,“ segir Ingvar. „Það eru skákæfing- ar einu sinni í viku.“ Ingvar og Sverrir stunda ekki bara skákíþróttina af kappi held- ur eru þeir einnig í fótbolta, og eru að eigin sögn bara nokkuð góðir í því sporti líka. Ingvar seg- ist þó frekar vilja stefna að því að verða stórmeistari í skák heldur en atvinnumaður í fótbolta. En hvað er svona skemmtilegt við skák? Það stendur ekki á svari frá Ingvari: „Maður þarf að hugsa svo mikið.“ gs@frettabladid.is Fugla-andskotar! Imbakassinn eftir Frode Øverli Æi, haltu kjafti! Maður þarf að hugsa svo mikið Skákbræður úr Grafarvogi hafa slegið í gegn á skákmótum á meðal grunnskólanema undanfarið. ■ PERSÓNUR INGVAR OG SVERRIR ÁSBJÖRNSSYNIR Íslandsmeistarar í sveita- keppni grunnskóla í Reykjavík í skák, með sveit Rimaskóla, Í Meistaramóti Hróksins og Eddu á Kjar- valsstöðum á dögunum varð Ingvar í fyrsta sæti og Sverrir í öðru sæti. Silfurþáttur Egils Helgasonar áSkjá Einum á sunnudaginn verður sjálfsagt lengi í minnum hafður enda dramatíkin í hámarki og að sama skapi deildar meiningar um frammistöðu bæði stjórnandans og viðmælenda. Hægrikratarnir á vefnum www.kreml.is eru hæstánægðir með þáttinn og lofa hann fyrir að þar „er tekist á af hörku um mál- efni án mikilla áhrifa frá póli- tískri rétthugsun samtímans.“ Þátturinn hefur það fram yfir aðra slíka, að mati Kremlverja, er „sá léttleiki og frjálsræði sem ein- kennir stjórnanda hans sem er óhræddur við að ræða um og kryfja það sem aðrir þora ekki alltaf að snerta.“ Kremlverjar klykkja svo út með því að leggja fram þá frómu ósk að Silfrið fái að vera sem lengst í loftinu „enda væri synd að missa hann af dag- skrá, ekki síst nú þegar kosningar fara í hönd.“ Það fylgir hins vegar ekki sögunni hvort ungkratarnir hafi heyrt eitthvað sem gefur þeim tilefni til að ætla að Silfrið hætti korteri fyrir kosningar. ■ Fréttir af fólki Mannætan tók ungan sonsinn með sér í gönguferð um skóginn. Þar sem þeir feðg- ar eru á göngu og faðirinn er að uppfræða son sinn um lífsins gang verður á vegi þeirra, í rjóðri nokkru, stórglæsileg kona, sofandi í sólbaði. Sonur- inn hvíslar ákafur: „Pabbi! Étum hana.“ „Hmmm, nei... veistu... ég er með betri hugmynd,“ segir mannætan. „Við skulum taka hana með okkur heim og éta mömmu þína.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.