Fréttablaðið - 14.03.2003, Page 47
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Atvinnuaug-
lýsing
Það er ótrúleg tregða í gangi hjáeigendum Fréttablaðsins að
ganga frá hefðbundnum starfsloka-
samingi við mig upp á skitnar
200.000.000 krónur. Ég hef því ákveð-
ið að gerast forstjóri og auglýsi hér-
með eftir þokkalegri forstjórastöðu.
LAUNAKRÖFUR mínar eru mjög
hóflegar miðað við það sem tíðkast í
Ameríku. Ég er til í að taka við for-
stjórastarfi strax í dag fyrir lúsar-
laun, eða 1,5 til 2 millur á mánuði og
vitanlega þarf þá að fylgja ökufær
götujeppi, svartur eða silfurgrár, upp
á 6 til 8 milljónir með líknarbelgjum
og ABS-bremsum, krítarkort frá fyr-
irtækinu, árskort í líkamsræktarstöð,
frí áskrift að Sýn og 100 þúsund
birkiplöntur til að græða landið.
KAUPAUKINN er samkomulagsat-
riði. Mér líst best á svokallaðan „tví-
virkan kaupauka“, en tvívirkur kaup-
auki kemur til útborgunar hvort held-
ur fyrirtækið er rekið með tapi eða
gróða, og reiknast sem ákveðið hlut-
fall af bæði gróða og tapi. Það er ekki
sanngjarnt að bjóða góðum forstjóra
smánarsamning eins og aumingja
Flugleiðaforstjóranum sem fær að-
eins kaupauka þá sjaldan gróði er á
fyrirtækinu. Að vísu fær hann fáein-
ar krónur núna í ár en hefur ekki séð
goddamn cent í öll þau ár sem það
hefur tekið kompaníið að tapa öllum
þessum milljörðum undir hans ör-
uggu stjórn. Og hvaða sanngirni er í
því?
KAUPRÉTT á hlutabréfum á útsölu-
verði þarf ég auðvitað að fá líka,
helst á genginu 1,6. Allir vita að það
er fyrst og fremst bókhaldslegt atriði
hvort fyrirtæki sýna tap eða gróða
svo að ég get ekki alltaf reitt mig á
að endurskoðandinn sé í stuði. Fyrir
utan þetta geri ég ekki miklar kröfur:
Tvær utanlandsferðir á mánuði (og
ekki með Iceland Express), dagpen-
ingar, hótelpeningar, matarpeningar,
leigubílapeningar, bílaleigupeningar,
og svo „petty cash“ eða skotsilfur til
eigin ráðstöfunar því að maður þarf
alltaf að vera að moka þjórfé í fólk til
að halda uppi virðingu fyrirtækisins.
Tilboð merkt „Gott starf – lítil vinna“
leggist inn á afgreiðslu Fréttablaðs-
ins. Auðvitað eru fyrirtæki rekin til
að einhver græði á þeim. Og ég er
reiðubúinn að fórna mér í þágu við-
skiptalífsins.
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSONAR
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna-
eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt
lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign.
Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is