Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 20.03.2003, Qupperneq 1
KVIKMYNDIR Clooney í geimdrama bls. 22 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 20. mars 2003 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FUNDUR Andstæðingar stríðs gegn Írak safnast saman á Lækjartorgi í dag klukkan 17.30 til að mótmæla árásum á landið. Stríðinu mótmælt Grindavík og KR KÖRFUBOLTI Grindavík tekur á móti KR í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta klukkan 19.15. Þetta er önnur viðureign liðanna en KR vann þá fyrstu örugglega. FUNDUR Opinn fundur verður í Há- tíðarsal Háskóla Íslands um stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum Háskóla Íslands. Fyrir svörum sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, stjórnar umræðum og hefst fund- urinn klukkan 12.00. Stefna stjórnmálaflokka TÓNLEIKAR Tónleikar á Grand Rokk til styrktar samtökunum Ísland- Palestína. Fram koma hljómsveit- irnar I Adapt, Dys, Changer, Kimono, Albert og Innvortis. Styrktartónleikar á Grand Rokk HAFRANNSÓKN Loðnan á kaldari slóðir FIMMTUDAGUR 67. tölublað – 3. árgangur bls. 30 STJÓRNMÁL Járnabindingamaður gegn formanni bls. 10 Olíufélagið Ker yfirtekið: Gagnkvæm eignatengsl rofna VIÐSKIPTI Vörðuberg, félag undir forystu Ólafs Ólafssonar, stjórn- arformanns Samskipa, og Krist- jáns Loftssonar hefur keypt allan hlut Vátryggingafélags Íslands og Samvinnulífeyrissjóðsins í olíufé- laginu Keri á genginu 12. Eftir kaupin á Vörðuberg tæplega 60 prósenta hlut í félaginu, en eig- endur þess áttu fyrir samtals um 30 prósent í félaginu. Ker er í gegnum hlutdeild í hlutafélaginu Eglu kaupandi að um tólf prósenta hlut í Búnaðarbankanum. Ker á einnig um 20 prósenta hlut í VÍS. Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri BYKO, á tæp 23 prósent í Keri í gegnum eignarhaldsfélag- ið Gerði. Honum verður ásamt öðrum hluthöfum gert tilboð á sama gengi. Í framhaldinu verð- ur Ker afskráð í Kauphöllinni. Ólafur Ólafsson segir að ekki hafi verið haft samráð við Gerði um kaupin: „Við höfum átt góð og farsæl samskipti við þá og þeir verða að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja vera með okkur eða selja.“ Ólafur segir það stefnu Kers að einbeita sér að kjarnastarf- semi. Hann segir sjónum nú beint að olíu og flutningastarf- semi, auk eignarhlutarins í Bún- aðarbankanum. Töluverð upp- stokkun hefur verið á eignar- haldi fyrirtækja sem tilheyrðu Samvinnuhreyfingunni. Með þessum viðskiptum rofnar gagn- kvæmt eignarhald VÍS og Kers. „Við töldum rétt að gera þessum aðilum tilboð til að flýta fyrir þeim breytingum sem við telj- um eðlilegar á rekstri félags- ins.“ ■ Óreiðan á Löggildingarstofu: Starfsmenn ósáttir við forstjórann STJÓRNSÝSLA Starfsmenn Löggild- ingarstofu munu vera ósáttir við forstjóra sinn, Gylfa Gaut Péturs- son, vegna óreiðumálsins sem nú skekur stofnunina. Eins og fram hefur komið skellir forstjórinn skuldinni, í andsvörum sínum til iðnaðarráð- herra, að langmestu leyti á skrif- stofustjóra sem gerður var starfs- lokasamningur við í fyrra. Forstjórinn segist ekki hafa haft ástæðu til að vantreysta skrifstofustjóranum „lengi vel“, en að hann hafi vísvitandi farið á bak við sig. Öllum sé nú ljóst að skrifstofustjórinn hafi keypt sér vinsældir starfsmanna Löggild- ingarstofu með alls kyns tækjum og tólum sem þeir máttu hafa heim með sér. Starfsmönnum munu líka um- mæli forstjórans illa. Þeir héldu sérstakan fund um málið síðdegis í gær. Ekki náðist að fá upplýsta niðurstöðu þess fundar. Starfsmenn Löggildingarstofu eru nú fimmtán talsins. Þeir voru tuttugu þegar Ríkisendurskoðun hóf athugun sína á starfseminni. Fimm var sagt upp eftir að rann- sóknin hófst. ■ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 53% 72% LAGÐIR AF STAÐ TIL BAGDAD Hersveitir Bandaríkjanna og Bretlands héldu inn á vopnlausa svæðið milli Íraks og Kúvæts í gær og tóku sér þar stöðu til innrásar í Írak. ÍRAK Fresturinn sem George W. Bush Bandaríkjaforseti gaf Saddam Hussein til að halda í út- legð og komast hjá stríði rann út klukkan eitt í nótt. Fyrr um dag- inn höfðu bandarískar og breskar hersveitir lagt af stað upp í herför sína. Snemma í gærmorgun fóru fyrstu hersveitirnar inn á vopn- lausa svæðið sem skilur að Kúvæt og Írak og bjuggust til árásar. Sú árás var ekki hafin þegar blaðið fór í prentun en hennar vænst. George W. Bush Bandaríkja- forseti fundaði með ráðgjöfum sínum í gær. Hann ræddi einnig við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem hafði þá nýlega fengið stuðningsyfirlýsingu þingsins við innrás í Írak og fund- að með stríðsráðuneyti sínu. Sam- an lögðu þeir á ráðin um hvernig staðið skyldi að innrás í Írak. Það var enginn uppgjafartónn í íröskum ráðamönnum þótt stund innrásar nálgaðist. „Við erum reiðubúnir að berjast, við erum undir það búnir að mæta árásar- mönnum og öruggir um sigur,“ sagði Tariq Aziz, aðstoðarforsæt- isráðherra Íraks, á blaðamanna- fundi nokkrum klukkustundum eftir að orðrómur breiddist út um að hann hefði flúið land. „Þetta verður ekki stutt stríð nema hann (Bush) ákveði að hætta við árás- ina. Þetta verður ekki auðvelt fyr- ir hann.“ Hamad bin Isa Al Khalifa, konungur Barein, varð í gær fyrsti þjóðarleiðtogi heims til að tilkynna opinberlega um að Saddam Hussein fengi hæli í landi sínu ef hann færi í útlegð frá Írak til að afstýra stríði. Konungurinn var einn nokkurra þjóðarleiðtoga sem reyndu fram á síðustu stundu að afstýra stríði. „Þetta er sorgardagur fyrir Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Kofi Annan, aðalritari þeirra, við lok fundar í Öryggisráðinu í gærkvöldi. Hann lýsti áhyggjum af því að miklar hörmungar biðu írösku þjóðarinnar og hvatti Bandaríkjamenn og Breta til að gleyma ekki hjálparstarfi með- an stríð geisaði. Meira á bls. 6 og 8 Innrásarherinn lagður af stað Tæpum sólarhring áður en fresturinn sem Saddam Hussein fékk til að yfirgefa Írak rann út héldu bandarískar hersveitir að landamærunum. Íraskir ráðamenn voru vígreifir þegar fresturinn rann út. M YN D /A P Á LÖGGILDINGARSTOFU Starfsmenn Löggildingarstofu funduðu í gær um óreiðumál í stofnuninni og við- brögð forstjórans við þeim. REYKJAVÍK Suðaustan 18-23 m/s og rigning. Hægari síðdegis Hiti 2-8 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 18-23 Rigning 5 Akureyri 13-18 Rigning 8 Egilsstaðir 13-18 Rigning 8 Vestmannaeyjar 18-23 Rigning 5 + + + +➜ ➜ ➜ ➜

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.