Fréttablaðið - 20.03.2003, Síða 4
4 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 79.61 0.01%
Sterlingspund 124.1 -0.60%
Dönsk króna 11.39 0.56%
Evra 84.66 0.57%
Gengisvístala krónu 123,10 -0,15%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 384
Velta 8.998 m
ICEX-15 1.390 0,89%
Mestu viðskipti
Ker hf. 3.552.000.537
Kaupþing banki hf. 1.246.738.983
Grandi hf. 696.469.496
Mesta hækkun
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. 10,94%
Plastprent hf. 3,45%
Íslandssími hf. 3,07%
Mesta lækkun
ÍLíftæknisjóðurinn MP BIO hf. -16,67%
Líf hf. -2,73%
Landssími Íslands hf. -2,59%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8174,5 -0,2%
Nasdaq*: 1383,5 -1,2%
FTSE: 3765,4 0,5%
DAX: 2615,2 1,2%
Nikkei: 8002,7 1,7%
S&P*: 864,5 -0,2%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Ertu hlynnt(ur) innrás í Írak?
Spurning dagsins í dag:
Óttastu afleiðingar innrásarinnar
í Írak?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
VESTURBAKKINN Mahmoud Abbas
hefur samþykkt að taka við
embætti forsætisráðherra
heimastjórnar Palestínu. Yasser
Arafat tilnefndi Mahmoud Abbas
í embættið í gær en Abbas hefur
um árabil verið nánasti sam-
starfsmaður Arafats í Frelsis-
hreyfingu Palestínumanna. Þetta
er í fyrsta sinn sem honum býðst
að deila völdum með leiðtoganum
með formlegum hætti. Arafat
reyndi með öllum tiltækum ráð-
um að takmarka vald þessa nýja
embættis en varð að lokum að
láta í minni pokann fyrir þinginu.
Abbas hefur fimm vikur til
þess að mynda nýja ríkisstjórn.
Hann hefur í gegnum tíðina
gagnrýnt harðlega árásir Palest-
ínumanna á Ísraelsmenn og hafa
samskipti hans við ísraelsk og
bandarísk yfirvöld verið með
ágætum. Samband Abbas við
Arafat hefur aftur á móti verið
nokkuð stormasamt þó hann hafi
aldrei risið gegn leiðtoganum á
opinberum vettvangi. ■
Voðaskot lögreglumanns:
Skaut sig
óvart í ennið
NOREGUR, AP Lögreglumaður í Krist-
jánssandi í Noregi varð fyrir því
óhappi að skot hljóp úr byssu sem
hann bar á sér, fór í vegg og hafnaði
loks í enni hans. Maðurinn var flutt-
ur á sjúkrahús þar sem hann gekkst
undir aðgerð og er hann nú á bata-
vegi, að sögn Aftenposten.
Forsaga málsins er sú að lög-
reglunni barst tilkynning um vopn-
aðan mann sem væri að skjóta út í
loftið. Lögreglumaðurinn var send-
ur ásamt fleirum á staðinn til að yf-
irbuga manninn. Lagði hann hald á
byssuna en þegar hann kom á lög-
reglustöðina datt hún úr vasa hans
með fyrrgreindum afleiðingum. ■
Smáralind
mán.-fös. kl. 11-19
lau. kl. 11-18
sun. kl. 13-18
Glæsibæ
mán.-fös. kl. 10-18
lau. kl. 10-16
30-50 % afsláttur
af völdum vörum
• Dömu-, herra- og barnaúlpur
• Íþróttaskór
• Golffatnaður (eingöngu í Glæsibæ)
• Veiðivörur (eingöngu í Glæsibæ)
Smáralind - Glæsibæ
Sími 545 1550 og 545 1500
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
06
03
03
/2
00
3
LÖGREGLUMÁL Hálfþrítugur út-
varpshlustandi telur Jón Gnarr
hafa brotið gegn lögum um barna-
klám í morgunþætti á útvarpsstöð-
inni Múzík 88,5.
Hlustandinn
gerði ýmsum yf-
irvöldum viðvart
vegna leikins at-
riðis í fram-
haldsþætti sem
Jón semur og
flytur. Í atriðinu,
sem frumflutt
var 7. mars,
krafðist faðir
þess meðal ann-
ars að tólf ára
sonur sinn afklæddi sig fyrir ljós-
myndatöku. Í staðinn fengi dreng-
urinn ís. Myndirnar fengi hins veg-
ar Lassi, pennavinur föðurins í
Noregi.
Auk ríkislögreglustjóra hafa
Umboðsmaður barna, Barna-
verndarstofa, Útvarpsréttarnefnd
og félagsmálaráðuneytið málið til
skoðunar.
„Ég hef ekki brotið nein lög um
barnaklám. Ég hef verið kærður
fimm til sex sinnum á ári síðustu
árin. Það hefur aldrei verið neinn
fótur fyrir því. Þetta hafa alltaf
verið einhverjir vitleysingar. Til
dæmis þessi gaur núna sem segist
vilja sjá hvort ríkislögreglustjóra
þyki þetta jafn fyndið og til stóð.
Það vita það allir að menn bera það
ekki undir ríkislögreglustjóra
hvort eitthvað sé fyndið,“ segir
Jón.
Að mati Jóns er málið fyrst og
fremst auglýsing fyrir hann og út-
varpsþáttinn. Hann muni ekki
breyta efni eða efnistökum. „Það
er frekar að ég geri meira af
þessu ef eitthvað er,“ segir hann.
Eins og áður segir er í atriðinu
sem um er deilt sagt frá því að
senda eigi nektarmyndir af 12 ára
dreng til Noregs. Jón segir engar
kvartanir enn hafa borist þaðan.
„En það hlýtur að koma að því,“
segir hann.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir Jón lýsa
háalvarlegri atburðarás sem sé til
þess fallin að særa blygðunar-
kennd fólks.
„Ég efast um að nokkrum
manni þyki þetta fyndið. Fyrst og
fremst er þetta hugsunarleysi og
dómgreindarleysi sem er sjálfsagt
að bregðast við,“ segir Bragi.
Jón segir fjölskylduleikrit sitt
lýsa Íslendingum eins og þeir séu
meira og meira að verða. „Þetta er
um dýrslega og siðlausa plebba
sem er ekkert heilagt. Kannski er
það einmitt það sem þessum manni
svíður.“
gar@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þessir menn eru
að reyna að blekkja almenning
með því að halda því fram að grá-
sleppan drepist í netunum og
þeim sé þannig skipað að stunda
siðlaust brottkast á fiski. Þetta er
einfaldlega rangt og ég er fylli-
lega dómbær um það mál eftir að
hafa stundað netaveiðar árum
saman,“ segir Heimir Ingvason
grásleppukarl vegna ummæla
Stefáns Egilssonar skipstjóra í
Fréttablaðinu þar sem Stefán
lýsti furðu sinni á þeirri tilskipun
Fiskistofu að sjómenn á netabát-
um skuli henda allri lifandi grá-
sleppu í sjóinn aftur. Stefán sagði
að grásleppan væri að öllu jöfnu
dauð þegar hún kæmi um borð og
því væri það hrein sóun að
fleygja henni. Heimir er á allt
öðru máli og segir að þvert á móti
lifi grásleppan af veiðarnar, jafn-
vel þótt hún hafi verið veidd á
miklu dýpi.
„Ég hef verið 10 vertíðir á neta-
veiðum og þær grásleppur sem ég
hef veitt í þorskanet voru lang-
flestar lifandi. Þeir sem stundað
hafa veiðar í grásleppunet þekkja
að verið er að draga þau eftir allt
að vikutíma og þá hefur verið
hægt að sleppa 9 af hverjum 10,“
segir Heimir.
Hann segir að netasjómenn
haldi því fram í eiginhagsmuna-
skyni að grásleppan drepist í net-
unum. Grásleppuveiðar séu háðar
sérveiðileyfi og aðrir eigi því ekki
að fá að veiða hana undir röngu yf-
irskyni.
„Þetta er bara lélegur áróður
því auðvitað vilja þessir kappar
landa grásleppunni. Það væri gam-
an að sjá hversu mikið af grá-
sleppu kæmi í land ef þessir herra-
menn þyrftu að leigja kílóið á 60 til
80 krónur,“ segir Heimir.
Í samtali við Árna Múla Jónas-
son aðstoðarfiskistofustjóra kom
fram að netabátum væri skylt að
henda fyrir borð lifandi grásleppu
en hirða þá sem drepist hefði í net-
um. Hann taldi, líkt og Heimir, að
mikill meirihluti þeirrar grásleppu
sem veiddist lifði af netin. ■
BÓNDI Í VÍGAHUG
Hinn fimmtugi Dwight Watson veifaði
bandaríska fánanum frá dráttarvélinni sem
hann hafði keyrt út í tjörn skammt frá
merkum minnismerkjum í Washington.
Ósáttur tóbaksbóndi:
Með
sprengiefni í
dráttarvél
WASHINGTON, AP Laganna verðir í
Washington virtust standa ráð-
þrota frammi fyrir tóbaksbónda
frá Norður-Karólínu sem ók á
dráttarvél út í tjörn skammt frá
nokkrum af merkustu minnis-
merkjum Bandaríkjamanna í
Washington. Lögreglan hafði stað-
ið í viðræðum við manninn síðan á
mánudaginn en hann sat sem fast-
ast í dráttarvélinni, í hermanna-
klæðum og með hjálm á höfði.
Bóndinn hefur haldið því fram
við lögreglu að hann sé með
sprengiefni í dráttarvélinni en
hann segist vera ósáttur við
stefnu ríkisstjórnarinnar í tóbaks-
varnarmálum. Að sögn lögreglu
er ætlunin að tryggja að málið
verði leyst með friðsamlegum
hætti. ■
Grásleppukarl og fyrrum sjómaður á netabátum:
Grásleppan sögð
lifa af netaveiðar
RIFIST UM GRÁSLEPPU
Sjómenn á netabátum halda því fram að
grásleppan drepist í netum og því sé það
hrein sóun að fleygja henni í hafið aftur.
Grásleppukarlar halda því þvert á móti
fram að grásleppan lifi.
Jón Gnarr, sem sakaður er um að hafa útvarpað barnaklámi í útvarpsþætti, heldur sínu
striki. Jón segir að í framhaldsþáttum sínum um drenginn Óla og fjölskyldu hans sé
Íslendingum lýst eins og þeir séu; plebbum sem ekkert sé heilagt.
„Fyrst og
fremst er
þetta hugsun-
arleysi og
dómgreindar-
leysi sem er
sjálfsagt að
bregðast við.
JÓN GNARR
„Það vita það allir að menn bera
það ekki undir ríkislögreglustjóra hvort
eitthvað sé fyndið,“ segir Jón Gnarr um
rannsókn á meintum brotum sínum á lög-
gjöf um barnaklám.
Nýr forsætisráðherra í Palestínu:
Bakvörður
í framlínuna
FORSÆTISRÁÐHERRAEFNI
Mahmoud Abbas nýtur stuðnings banda-
rískra og ísraelskra yfirvalda í embætti for-
sætisráðherra í heimastjórn Palestínu.
3%
79,1%Nei
17,9%
Veit ekki
Já
Útvarpar meintu
barnaklámi áfram
SKARST Á HÖFÐI Vörubílstjóri
skarst illa á höfði þegar álramm-
ar sem hann var að hífa af palli
sínum við Menntaskólann á Akur-
eyri féllu á hann.
STAKK Á DEKK Í PORTI Lögregla
leitar að þeim sem skar og eyði-
lagði þrjú dekk á bíl í porti við
Skipagötu á Akureyri í fyrrinótt.
■ Lögregla