Fréttablaðið - 20.03.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 20.03.2003, Síða 6
ÍRAK Við upphaf þriðja stríðsins sem Íraksher berst í á tæpum ald- arfjórðungi verða íraskir her- menn að gera upp við sig hvort er ógnvænlegra; bandarískur og breskur innrásarher eða reiði Saddams Husseins Íraksforseta. Fyrir Persaflóastríðið 1991 var talað um Íraksher sem einn öflug- asta her heims. Annað kom á dag- inn. Fjöldi hermanna flúði af víg- vellinum. Fjölþjóðaherinn sem var saman kominn til að frelsa Kúvæt þurfti því ekki að hafa jafn mikið fyrir sigrinum og hafði ver- ið óttast. Í kjölfar Persaflóastríðs- ins var íraski herinn í sárum. Nú treysta bandamenn á að baráttu- andi óbreyttra hermanna sé brost- inn og þeir leggi á flótta frekar en að mæta innrásarhernum. Til þess að það gerist verða hermenn að komast að þeirri niðurstöðu að þeir óttist innrásarherinn meira en yfirmenn sína. Fyrr í vikunni skipti Saddam Hussein Írak upp í fjögur varnar- svæði. Yfir þau setti hann son sinn og þrjá trygga foringja. Allir eiga þeir frama sinn og langlífi því að þakka að þeir hafa sýnt Saddam fulla hollustu. Aðrir hafa verið myrtir eða þeim varpað í fangelsi. Hvort sem vonir um fjölda- flótta íraskra hermanna rætast eða ekki búast flestir hernaðar- sérfræðingar við því að til harka- legra bardaga kunni að koma í hel- stu borgum Íraks. Tvær helstu borgirnar eru höfuðborgin Bagdad og hafnarborgin Basra, sem er aðeins 55 kílómetra frá landamærunum að Kúvæt. Í stríði Íraka og Írana varð borgin fyrir miklum skemmdum í bardögum. Bandarískir hernaðarsérfræðing- ar gera ekki ráð fyrir að mikil áhersla verði lögð á varnir Basra. Hertaka hennar er þó mikilvæg til að tryggja öryggi hersveita í Kúvæt. Gert er ráð fyrir að hörðustu bardagarnir verði í og nærri Bagdad. Þar hefur loftvarnakerf- um Íraks verið safnað saman. Að auki eru sterkustu hersveitir landsins þar til varna, lífvörður Saddams Husseins. Hættan er því sú að til bardaga komi í borginni með tilheyrandi mannfalli, hvort tveggja hermanna og óbreyttra borgara. Bandaríkjaher var kall- aður frá Sómalíu eftir götu- bardaga þar. ■ 6 20. mars 2003 FIMMTUDAGURInnrás í Írakyfirlit • Vilja fund í utanríkismálanefnd • Fjórir Íslendingar í viðbragðsstöðu • Almenningur í Bagdad • Ferill Saddams • Innrás hörmuð • Bandalag hinna viljugu • Varnir Íraks • Íslendingar í Miðausturlöndum MBA nám ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F/ SI A .I S H IR 2 05 51 0 3. 20 03 Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 1. apríl kl. 17.15 í Háskólanum í Reykjavík. 22 mánaða MBA-nám við Háskólann í Reykjavík eflir stjórnunar- og leiðtogahæfileika þína. Námið byggir á sterkum tengslum við virta háskóla í Evrópu og gefur nemendum kost á að sérhæfa sig í fjármálum, mannauðsstjórnun og „Global eManagement“. www.ru.is/mba ■ Innrás í Írak STÖÐUGUR ÁRÓÐUR Bandaríkja- menn hafa stóraukið áróður sinn í Írak síðustu daga. Metfjölda dreifimiða hefur verið varpað til jarðar auk þess sem stöðugar út- varpssendingar eru til íbúa landsins. Útsendingarnar eru skipulagðar af sérfræðingum í sálfræðihernaði. DEILT UM NOTKUN EFNAVOPNA Menn greinir á um hvort Írakar beiti efnavopnum til að svara inn- rás Bandaríkjanna og banda- manna þeirra. Starfsmenn banda- ríska varnarmálaráðuneytisins segja mikla hættu á því að Írakar beiti efnavopnum. Hans Blix, yf- irmaður vopnaeftirlitsins, segist efast um það, Írakar viti að noti þeir efnavopn snúist almennings- álit heimsins gegn þeim. ■ Íraksdeilan/Íslendingar Leynd um Íslend- inga á svæðinu ÍSLENDINGAR „Við gefum ekki upp hversu margir Íslendingar né hverjir eru á svæðinu. Við erum að safna saman í skrá og gera lista yfir þá Íslendinga sem eru staddir á þeim slóðum þar sem vænta má átaka,“ segir Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, sendi- ráðsritari utanríkisráðuneytis- ins. Anna hvetur alla aðstandend- ur til að setja sig í samband við ráðuneytið og tilkynna um þá sem vitað er að eru í Írak eða þar um slóðir. Hún segir lista ráðuneytisins ekki tæmandi en að því sé stefnt. „Við erum að gera okkar besta og allt það sem hægt er til að tryggja öryggi þeirra ís- lensku ríkisborgara sem eru á svæðinu,“ segir Anna. Tilkynn- ing frá utanríkisráðuneytinu hefur verið send út þessa efnis en ekki hafa margir sett sig í samband vegna þessa. ■ ■ Innrás í Írak/Varnir Bandamenn vona að íraskir hermenn óttist innrásarherinn meira en Saddam Hussein. Hörðustu bardaga er vænst í Bagdad. Skilyrði til herflutninga Góð - auðvelt að ferðast. Þokkaleg - nokkrar ferðatak- markanir. Erfið - miklar tak- markanir á liðs- flutningum, vötn, lægðir og fjöll. Ófær - landslag leyfir aðeins minniháttar flutn- inga, fjöll, skurðir. Stærri vegir Sveitavegir Hröð yfirferð Sérfræðingar telja að innrásarher geti náð til Bagdad frá Kúvæt á tveim- ur til fjórum dögum. Hörð andstaða Íraka eða vand- ræði með vélbúnað gætu tafið þá för. Þegar stríðið hefst verður flugskeytum og stýrðum sprengjum skotið á mikil- væg skotmörk við radarstöðv- ar og stjórn- stöðvar... ...á sama tíma má senda herlið með flugi og hraðskreið- ar brynsveitir á undan til að ná mikilvægum stöð- um á borð við olíu- lindir. Þyrlur geta kastað út birgðum og elds- neyti... ...sem hraðskreiðar sveitir inn- rásarmanna geta náð á framrás sinni meðan hægfara birgða- sveitir fylgja í kjölfarið. KO RT A P Óttinn við Saddam og innrásarher LEIÐIN TIL BAGDAD GEGNUM ÍRAK Það getur reynst vandkvæðum bundið að flytja fjölmennt herlið og vígbúnað í gegnum sum svæði í sunnanverðu Írak, sérstaklega á milli fljótanna Tígris og Efrat. Hernaðarsér- fræðingar telja að hersveitir bandamanna muni stefna í norðvestur frá Kúvæt, fara í gegnum eyðimörkina áður en þær snúa til hægri og stefna til Bagdad. Í MIÐBÆ BAGDAD Sjálfboðaliði úr röðum liðsmanna Saddams Husseins í viðbragðsstöðu. Veitir aðstöðu ÍSLAND Bandaríkjaher getur flogið um íslenska lofthelgi til að flytja búnað til Persaflóa og millilent á Keflavíkurflugvelli. Þetta er sú aðstoð sem íslensk stjórnvöld veita Bandaríkjunum og banda- mönnum við innrás í Írak. Íslend- ingar munu síðar taka þátt í upp- byggingu Íraks að stríði loknu. ■ ■ INNRÁS Í ÍRAK EKKERT FLUG TIL BAGDAD Síð- asta flugfélag heims til að halda uppi reglulegu flugi til Bagdad, konunglega jórdanska flugfélag- ið, frestaði í gær öllu flugi fram yfir lok stríðsátaka. ÍSLENSK KONA Í HERNUM Íslensk kona tekur þátt í innrásinni í Írak. Hin tæplega þrítuga Stein- unn Hildur Truesdale keyrir sjúkrabíl í bandaríska hernum og kom til Kúvæt í ársbyrjun að því er Ríkisútvarpið greindi frá. ÍRAKAR GREIÐI HJÁLPARSTARF Bandaríkjamenn og Bretar vinna að áætlun um hjálparstarf til handa þeim sem verða fyrir tjóni vegna stríðsins. Þeir gera ráð fyrir að afrakstur af íröskum olíulindum verði notaður til að standa straum af kostnaði. Tvær fylkingar STYÐJA INNRÁS Afganistan, Albanía, Aserbaídsj- an, Ástralía, Bandaríkin, Bret- land, Danmörk, El Salvador, Eist- land, Eritrea, Eþíópía, Filippseyj- ar, Georgía, Holland, Ísland, Ítal- ía, Japan, Kólumbía, Kúvæt, Lett- land, Litháen, Makedónía, Níg- ería, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Spánn, Suður-Kórea, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Úsbek- istan. ANDVÍG INNRÁS Arababandalagið, Frakkland, Ind- land, Indónesía, Íran, Kína, Malasía, Mexíkó, Noregur, Nýja- Sjáland, Rússland, Sviss, Sýrland, Þýskaland. ■ Innrás í Írak/ Afstaða ríkja ÍRAK Fréttaskýrendur sem hafa borið saman svokallað bandalag hinna viljugu sem styður innrás- ina í Írak nú og fjölþjóðabanda- lagið sem stóð að frelsun Kúveits í ársbyrjun 1991 segja bandalag- ið nú sýnu veikara en það fyrra. Þegar litið er til fjölda þeirra ríkja sem styðja innrás sést að þau eru litlu færri en ríkin sem stóðu að frelsun Kúvæt, 31 gegn 34. Nú vanti hins vegar stærri ríki á borð við Frakkland og Þýskaland, sem eru andvíg inn- rás. Í stað þeirra hafi komið ríki sem hafi minna vægi í alþjóða- samfélaginu og búi yfir minni hernaðarmætti. „Á listanum eru mörg „hverj- um er ekki sama“ ríki,“ segir Jonathan Stevenson, sérfræð- ingur í varnarmálum við International Institute for Stra- tegic Studies í London. Það verður þó seint sagt að bandalagið sé ekki öflugt. Um 300.000 bandarískir hermenn eru staddir á Persaflóasvæðinu, studdir af um þúsund herflug- vélum. Bretar hafa sent 45.000 her- menn og stærstu flotaherdeild sem kölluð hefur verið út frá Falklandseyjastríðinu 1982. Að auki senda Ástralar 2.000 her- menn og Pólverjar 200. ■ SKRIFAÐ TIL MÖMMU Þessi hermaður notaði tækifærið og skrif- aði móður sinni páskakveðju. Óvíst er hvenær hann fær næst tækifæri til að skrifa henni bréf. ■ Innrás í Írak/Bandalag hinna viljugu Veikara bandalag en í Flóastríðinu ■ Innrás í Írak/ Liðveisla Íslands

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.