Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.03.2003, Qupperneq 8
8 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR ■ Innrás í Írak ■ Innrás í Írak/ Orðrómur Ótímabær fögnuður ÍRAK, AP Menn þóttust sjá merki þess að Íraksstjórn væri að hrynja þegar fréttir bárust af því að Tariq Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra Íraks, væri flúinn frá Bagdad og héldist við á yfir- ráðasvæðum Kúrda í Norður- Írak. Aziz hefur verið einn helsti samstarfsmaður Saddams Husseins. Síðar í gær var fréttin borin til baka og síðla dags kom Aziz fram á blaðamannafundi í Bagdad. ■ Sími 545 1200 I Netfang: ns@ns.is I www.ns.is Ísland og ESB Neytendasamtökin efna til ráðstefnu um Ísland og Evrópusambandið og hagsmuni neytenda í dag, fimmtudag kl. 13.00-16.30 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Aðgangur er öllum opinn án endurgjalds og boðið verður upp á kaffiveitingar. Ráðstefnan verður send út á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is. Setning: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Ávarp: Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstj. í viðskiptaráðuneytinu. Hverju hefur Evrópusamvinnan skilað íslenskum neytendum? Framsögumaður: Jón Magnússon hrl. og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna. Hver er framtíð EES í ljósi stækkunar Evrópusambandsins? Framsögumaður: Árni Páll Árnason hdl. Hver er staða neytenda í Evrópu framtíðarinnar? Framsögumaður: Felix Cohen, forstjóri hollensku neytendasamtakanna, Consumentenbond. Hverju hefur Evrópusambandsaðild og upptaka evrunnar breytt fyrir finnska neytendur? Framsögumaður: Sinikka Turunen, forstjóri finnsku neytendasamtakanna, Suomen Kuluttajaliitto. Kaffihlé. Matvælamarkaðurinn og neytendur – verð og vöruframboð, hverju breytir Evrópusambandsaðild fyrir íslenska neytendur? Framsögumaður: Ari Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Aflvaka. Fjármálamarkaðurinn og neytendur, hverju breytir Evrópusambandsaðild fyrir íslenska neytendur? Framsögumaður: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbankans. Niðurstöður skoðaðar með neytendagleraugum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Ráðstefnustjóri: Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur. Ráðstefna um hagsmuni neytenda G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N / M Á T T U R IN N O G D Ý R Ð IN 0 3 .0 3 FÉKK STUÐNING ÞINGSINS Drjúg- ur meirihluti þingmanna á breska þinginu greiddi atkvæði með yfir- lýsingu til stuðnings stefnu Tony Blair forsætisráðherra gagnvart Írak. 149 þingmenn greiddu at- kvæði gegn henni, nokkuð færri en búist hafði verið við. 1957 Saddam Hussein gengur til liðs við Baath-flokkinn, flokk íra- skra sósíalista. 1958 Saddam lætur fyrst til sín taka svo eftir er tekið þegar hann tekur þátt í misheppnaðri tilraun Baath-flokksins til að ráða af dög- um þáverandi forsætisráðherra Íraks. Í kjölfarið flýr hann til Eg- yptalands. 1963 Saddam snýr aftur til Íraks til þess að taka þátt í valdaránstil- raun en er tekinn höndum og hon- um varpað í fangelsi. 1966 Saddam tekst að flýja úr fangelsi og er kosinn varaformað- ur Baath-flokksins. 1968 Baath-flokkurinn nær völd- um í Írak með leiðandi þátttöku Saddams, sem sest í sæti varafor- seta. Ahmad Hasan al-Bakr, frændi Saddams, verður forseti landsins. 1969 Saddam lætur hengja opin- berlega, án dóms og laga, fjórtán meinta síóníska andófsmenn á torgi í Bagdad. 1978 Þátttaka í stjórnarandstöðu í Írak er gerð að dauðasök. 1979 Saddam tekst að krækja sér í embætti forseta landsins, meðal annars með því að láta taka af lífi eða senda í útlegð um þriðjung meðlima stjórnar Baath-flokksins. 1980 Deilum við Íran lýkur með innrás Íraka, með leynilegum stuðningi Bandaríkjamanna, Rússa og fleiri. Stendur stríðið í átta ár með litlum ávinningi en gríðarlegu mannfalli og skuldasöfnun Íraka. 1988 Saddam gerir árás á Kúrda í Norður-Írak og varpar meðal ann- ars efnavopnasprengjum á borgina Halabja. Á bilinu 50.000 til 100.000 manns bíða bana. 1990 Saddam gera innrás í Kúvæt sem hafði verið einn af lánar- drottnum Íraka í stríðinu við Íran. Þetta reyndust forsetanum dýr- keypt mistök og markaði upphafið að átökum hans við Vesturlönd. 1991 Saddam heldur völdum þrátt fyrir ósigur gegn Bandaríkja- mönnum og bandamönnum þeirra í stríðinu í Kúvæt. Skömmu eftir að stríðinu lýkur gera Kúrdar í Norð- ur-Írak uppreisn og Saddam sendir her á svæðið. Talið er að á bilinu 30.000 til 60.000 manns hafi fallið og um ein og hálf milljón Kúrda flúði til Íran og Tyrklands. 2000 Saddam Hussein hafnar al- farið samstarfi við Hans Blix, yfir- mann vopnaeftirlitssveita Samein- uðu þjóðanna. ■ Innrás í Írak/ Ferill Saddams ■ Innrás í Írak/Rauði kross Íslands Fjórir Íslendingar í viðbragðsstöðu HJÁLPARSTARF „Við ætlum að senda bréf til ríkisstjórnarinnar á næstu dögum þar sem við munum fara fram á aðstoð við hjálparstarfið í Írak,“ segir Þórir Guðmundsson hjá Rauða Krossi Íslands. Rauði krossinn er, eftir því sem næst verður komist, einu al- þjóðlegu hjálparsamtökin sem eru núna með alþjóðlega starfs- menn í Írak og búast þeir við því að vera starfandi í Írak á meðan á styrjöld stendur og eftir að henni er lokið – ef af því verður. Þá seg- ir Þórir Rauða Krossinn einnig með heilmikinn viðbúnaði í lönd- unum í kringum Írak þar sem gert er ráð fyrir að flóttamenn muni leita, yfir landamærin, ef til átaka kemur. „Þetta er auðvitað stríð sem mun hafa verstar afleiðingar fyr- ir almenning í Írak. Fólkið þar er langþjáð og hefur búið við lélega heilsugæslu og slæman kost núna í rúman áratug en viðskiptabannið var sett á árið 1990.“ Einn Íslending- ur, Þorkell Þor- kelsson ljósmynd- ari, er þegar kom- inn á þessar slóðir og er hann á vegum Rauða kross- ins gagngert til að mynda átökin. Þá eru fjórir Íslendingar eru í sér- stakri viðbragðsstöðu og fara á vettvang um leið og beiðni um að- stoð berst. Þeirra á meðal eru hjúkrunarfræðingar. ■ ÞÓRIR GUÐ- MUNDSSON Rauði kross Ís- lands fer fram á aðstoð ríkisstjórn- arinnar við hjálp- arstarf – ef af verður. STJÓRNMÁL For- menn Samfylk- ingar og Vinstri grænna hafa ósk- að eftir fundi í ut- anríkismálanefnd Alþingis þar sem rætt verður um Íraksmál. „ S a m k v æ m t lögum er skylt að u t a n r í k i s m á l a - nefnd sé ríkis- stjórn til ráðu- neytis um meiri- háttar utanríkis- mál, líka í þinghléum,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, og gagnrýnir að stjórnvöld hafi ákveðið að styðja Bandaríkjamenn og Breta í árás- arstríði gegn Írak án þess að bera málið undir utanríkisnefnd. „Mér finnst niðurlæging sem íslenskur borgari að fá fregnir af því í gegnum talsmann Bandaríkja- stjórnar að Ísland sé í hópi þeirra ríkja sem styðja þetta stríð.“ Afstaða Ís- lands gagnvart yfirvofandi áras á Írak er mótuð með bandaríska sendiherranum, segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna. „Þessi ákvörðun er, eins og þér er manna best kunnugt, tek- in án nokkurs samráðs við utanríkismála- nefnd,“ segir hann í bréfi til Sig- ríðar Önnu Þórðardóttur, for- manns utanríkismálanefndar. „Niðurlæging utanríkismála- nefndar og Alþingis fullkomnast í því að fréttir af stuðningi Ís- lands verða opinberar þegar Bandaríkjastjórn birtir lista yfir þau lönd sem þeim fylgja að mál- um.“ ■ ■ Innrás í Írak/Íslensk stjórnmál Afstaðan mótuð með sendiherra STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Krefst fundar í ut- anríkisnefnd. ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Stjórnvöld huns- uðu utanríkis- nefnd. ÍRAK, AP Íbúar Bagdad notuðu gær- daginn til að búa sig undir innrás, vitandi að þeir kynnu að vera að upplifa síðustu klukkustundirnar áður en innrás og loftárásir byrj- uðu. Óvenju hljóðlátt var í borginni í gær. Fjölmargar búðir voru lokaðar og umferðin um götur borgarinnar minni en alla jafna. Íbúar borgar- innar flykktust í bakarí og verslan- ir borgarinnar og á bensínstöðvar til að birgja sig upp af nauðsynjum. Fólk keypti helst matvæli sem hægt er að geyma lengi án þess að þau skemmist. „Dauðinn kemur, sama hvar þú ert,“ sagði Lamia’a Kazem Mo- hammed, húsmóðir í Bagdad. „Ég fer ekkert þegar sprengjurnar byrja að falla. Ég ætla að halda mig heima við.“ Meðan almenningur bjó sig und- ir sprengjuregn héldu vopnaðir fé- lagar í Baath-flokki Saddams Husseins út á götur Bagdad og bjuggu sig undir að verjast innrás- arhernum. ■ FÁIR Á FERLI Eftir því sem fresturinn sem Banda- ríkjaforseti gaf Saddam Hussein til að fara í útlegð styttist fækkaði þeim sem voru á ferli í Bagdad. Búa sig undir árás ■ Innrás í Írak/Almenningur ■ Innrás í Írak/ Öryggisráðið Innrás hörmuð SÞ, AP „Ef við byggjum yfir óyggj- andi upplýsingum sem sýndu að Bandaríkjunum stafaði bein ógn af Írak myndum við gera allt í okkar valdi til að hjálpa,“ sagði Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, á fundi í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Ivanov og starfsbræður hans frá Frakklandi og Þýskalandi sögðu engar sannanir fyrir því að heiminum stafaði hætta af Írak. Þeir ítrekuðu allir andstöðu landa sinna við innrás í Írak. Fundurinn var haldinn að beiðni Frakka. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.