Fréttablaðið - 20.03.2003, Page 22

Fréttablaðið - 20.03.2003, Page 22
Umsjónarmaður Ósk-arsverðlaunahátíðar- innar í ár, Gil Cates, hefur bannað þeim leikurum sem eiga að kynna á hátíðinni að mótmæla stríði. Hann segist þó ómögulega geta bannað sigurvegurunum sem taka á móti styttum að segja það sem þeir vilja. Sigurvegararnir fá þó aðeins 45 sekúndur til þess að flytja þakkarræður sínar. Undirbúnings-vinnan fyrir Óskarsverðlaun- in er mikil vinna fyrir til- nefnda leikara. Þessu hefur Renée Zellweger kom- ist að síðustu tvær vikur. Hún seg- ist hafa klæðst í meira en 40 kjóla og farið í fleiri við- töl en nokkru sinni fyrr. Hún segist vera orðin hund- leið á því að tala um sjálfa sig og bara tala yfirleitt. Rokksveitin System of a Downhefur gert nýtt myndband þar sem stríðsátökum gegn Írak er mótmælt harkalega. Myndbandið er við lagið „Boom!“ og er einmitt gert af heimildarmyndamanninum Michael Moore, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna í ár. Mynd- bandið var frumsýnt á MTV2-sjón- varpsstöðinni í Bandaríkjunum á þriðjudag. Í myndbandinu sjást klippur frá fjöldamótmælum sem fóru fram víðs vegar um heiminn þann 15. febrúar síðastliðinn. Einnig eru teiknaðar myndir af Tony Blair, Saddam Hussein, George W. Bush og Osama bin Laden þar sem þeir sitja á flug- skeytum. Með myndbandinu vill sveitin sýna bandarísku þjóðinni hversu fjölmenn mótmælin voru en samkvæmt þeim var lítið sem ekkert fjallað um þau í fjölmiðlum þar í landi. Heimildarmyndamaðurinn og rit-höfundurinn Michael Moore heldur því fram að hann geti ekki unnið Óskarsverðlaun þar sem brögð séu í tafli. Mynd hans „Bowling for Columbine“ er til- nefnd í flokki heimildamynda og er þeim sem kjósa skylt að sjá all- ar heimildamyndirnar áður en hægt er að kjósa. Fáir hafa þó séð frönsku myndina sem tilnefnd er og óttast Moore því að aðeins sér- vitrir kvikmyndagagnrýnendur fái skorið úr um hver fái Óskarinn. Moore reyndi hvað hann gat til þess að koma sinni mynd og þeirri frönsku í almenna sýningu en fékk synjun. Sjónvarpsmaðurinn Tony Wilson,sem myndin „24 Hour Party People“ fjallaði um, þurfti að biðja áhorfendur sína afsökunar eftir að hafa notað ljótt fjögurra stafa orð í beinni útsendingu. Fyrrum Fact- ory-forstjórinn missti sig víst lítil- lega yfir kvikmyndavélafólkinu og gerði sér enga grein fyrir því að hann væri í beinni. Granada-sjón- varpsstöðinni barst fjöldi kvartana og mætti Wilson ekki í næstu út- sendingu á eftir. Daginn eftir baðst hann svo afsökunar. Slitnað hefur upp úr áralöngumvinskap Michael Jackson og Elizabeth Taylor. Poppkóngurinn föli sýndi henni víst fádæma dóna- skap þegar hann bað hana um að heimsækja sig í Neverland, búgarð sinn, en var svo ekki á staðnum þegar hún mætti. Næst þegar þau hittust rifust þau heiftarlega og hafa þau ekki talað saman síðan. Jackson mætti t.d. ekki í 71 árs afmæli leikkonunnar í síðasta mánuði. 22 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR Mér finnst þrælmerkilegt hver-su margir síðrokkarar hafa til- einkað sér kántrískotna tóna á sein- ni árum. Þannig hafa sumir þeirra, eins og Wild Oldham (sem gefur út undir nafninu Bonnie „Prince“ Billy) sökkt sér algjörlega í þá með frábærum árangri. Sá piltur er án efa bjartasta von kántrísins í dag. Þessa sunnudagsslóð hefur eins manns sveitin Smog, mönnuð af Bill Callahan, ákveðið að rölta líka. Rifn- ir rafmagnsgítarar látnir víkja fyr- ir órafmögnuðum eða myndarleg- um „slide“-gítarstrokum og þægi- legheitin í hávegum höfð. Þetta gefur Smog enn blíðara viðmót og hentar einsleitri tónlist Callahan vel. Helsta breytingin er sú að flutningurinn virðist öruggari en Callahan er kominn ansi langt frá þeim brothætta hljóm sem ein- kenndi fyrri plötur. Bæði í söng og hljóðfæraleik. Hann virðist líka verða betri lagasmiður með hverri plötu. Hér er að finna nokkur stórfín lög, nefni „Ambition“ og „Our Anniversary“ sem dæmi. Hér segir hann skilið við alla depurð og hljómar nokkuð ham- ingjusamur á þessari skífu. Útkom- an er afbragðs teplata fyrir friðar- sinna. Inn um nefið, út um munninn. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Gott að einhver er friðsamlegur SMOG: Supper LORD OF THE... bi. 12 kl. 4 og 4 LÚXUSSPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 8 THE RING kl. 8 og 10.10 bi. 16 ára SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 TWO WEEKS NOTICE 5.50, 8 og 10.10 TRAPPED kl. 5.50, 8, 10.10 GULLPLÁNETAN kl. 4 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 8 og 10.20 kl. 10CATCH ME IF YOU CAN kl. 5.50, 8 og 10.10LILJA 4-EVER Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 kl. 6, 8 og 10NÓI ALBINÓI MAN WITHOUT A PAST kl. 6 og 8 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.10 bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 5.15 og 8 Sýnd kl. 8 Sýnd í lúxus kl. 8 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 bi. 16 ára THUNDERPANTS kl. 4 og 6 4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 6 og 9 CHICAGO bi. 12 ára kl. 8 og 10.20 Vísindaskáldsagan „Solaris“ erlíklega þekktust fyrir deilur um afturenda aðalleikarans Geor- ge Clooney. Leikarinn hrjúfi sést sprikla um á rasskinnunum einum saman í myndinni og fór það svo fyrir brjóstið á kvikmyndagagn- rýnendum í Bretlandi að þeir bönnuðu myndina börnum. Kan- arnir þykjast vera frjálslyndari í þessum efnum. Þeir kærðu niður- stöðu eftirlitsins og fengu niður- stöðunni breytt. Rasskinnar leik- arans voru víst það mikilvægar fyrir „listræna tjáningu“ Steven Soderbergh að hann þvertók fyrir það að klippa þær út, eða á maður að segja „af“? Þetta er í annað skiptið sem saga úkraínska vísindaskáld- sagnahöfundarins Stanislaw Lem er kvikmynduð. Bókin var gefin út árið 1961 en fyrri kvikmyndin gerð 11 árum síðar af rússneska leikstjóranum Andrei Tarkovskí. Þá hét hún „Solyaris“ á frummál- inu. Sagan fjallar um sjávarplánet- una Solaris sem vísindamenn jarðarinnar telji að geymi hugs- anlega líf. Þeir telja að haf plánet- unnar sé í raun ein stór vitsmuna- vera sem hafi heila er starfi líkt og heilar teygjudýra. Hafið virð- ist að minnsta kosti geta fram- kallað form og myndir sem gefa til kynna að um vitsmunalegt líf sé að ræða. Allar tilraunir vís- indamannanna til að ná sambandi við lífveruna hafa þó mistekist. Þegar vísindamaðurinn Chris Kelvin (George Clooney) er sendur til geimstöðvarinnar sem er á spor- braut um plánetuna til þess að rannsaka dularfullan dauða yfir- mannsins fær hann heimsókn frá manneskju er ætti ekki að vera til. Er þetta plánetan að reyna ná sam- skiptum, eða er hún að verja sig? Sagan er ein af nokkrum sem Lem skrifaði um það þegar mann- veran reynir að ná samskiptum við vitsmunaveru af öðrum toga. Fyrri myndin studdist við sögu Lem en útgáfa Soderbergh þykir fylgja henni betur eftir. Hins veg- ar virtust margir gagnrýnendur á því máli að fyrri myndin væri jafnvel betri, en það er önnur saga. biggi@frettabladid.is ■ KVIKMYNDIRFréttiraf fólki Ævintýrið um Öskubusku er sígiltog við höfum alltaf þurft á svona draumórum að halda og vonin um að óskir geti ræst er ómissandi. Ekki síst á kosninga- og stríðsári. Það er því engin sérstök ástæða til þess að amast við því að Hollywood taki söguna upp á sína arma og matreiði hana ofan í okkur með vænni slettu af bleiku glassúri. Maid in Manhattan er vitaskuld ger- sneydd öllum frumleika og kemur aldrei á óvart. Það kemur hins vegar ekki að sök þar sem maður þyrfti að vera klepptækur ef maður gerði slík- ar kröfur til rómantískrar gaman- myndar með Jennifer Lopez í aðal- hlutverki. Myndin verður aldrei leiðinleg, sem er stór framför frá síðustu tveimur myndum latíngellunnar, The Wedding Planner og Angel Eyes. Handritshöfundarnir og leikstjórinn missa þó alveg tökin á froðunni í lok- in og hún flæðir hressilega yfir bakka sína. Annars má vel una við þessa mynd. Lopez er gullfalleg, eins og venjulega, Ralph Fiennes er mik- ið sjarmatröll og þeir Bob Hoskins og Stanley Tucci klikka ekki í skemmtilegum aukahlutverkum. Þá stelur Natasha Richardson ófáum senum í dásamlega ýktri útgáfu af vondu stjúpsysturinni. Þórarinn Þórarinsson Umfjöllunkvikmynd Voða sætt allt saman MAID IN MANHATTAN Leikstjóri: Wayne Wang. Leikarar: Jennifer Lopez, Ralph Fiennes. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 6.5 / 10 Rottentomatoes.com - 64% = Fresh Entertainment Weekly - C Los Angeles Times - 3 1/2 stjarna AÐRAR FRUMSÝNINGAR UM HELGINA: 8 Femmes Final Destination 2 The Hunted Clooney í geimdrama Á morgun verður frumsýnd nýjasta mynd leikstjórans Steven Soderbergh, „Solaris“. Myndin er endurgerð rússnesku myndarinnar „Solyaris“ frá árinu 1972.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.