Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 30
22. maí 2003 FIMMTUDAGUR30 JUST MARRIED 3.45, 5.50, 8 og 10.10 JOHNNY ENGLISH kl. 4 og 6DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 kl. 6NÓI ALBINÓI THE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 10 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl tali 4, 6 kl. 10SAMSARA kl. 8 kl. 6JOHNNY ENGLISH Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10.15 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 KVIKMYNDIR Lögreglumaðurinn Nick Tellis (Jason Patric) er rek- inn eftir að fíkniefnahandtaka mislukkast með þeim hræðilegu afleiðingum að ófrísk kona verð- ur fyrir byssukúlu. Sjálfur er hann með barn á leiðinni og fyl- list því af sjálfsvorkunn yfir gjörðum sínum, þrátt fyrir að þær hafi ekki verið framkvæmd- ar með vilja. Átján mánuðum seinna er honum gefið annað tækifæri inn- an lögreglunnar þegar ungur ný- liði er drepinn. Ef hann leysir málið verða allar kærur á hendur honum felldar niður og hann fær starfið aftur. Nánasti samstarfs- maður fórnarlambsins, lögreglu- maðurinn Henry Oak (Ray Liotta), er harður andskoti. Hann hefur fram til þessa stjórnað morðrann- sókninni en yfirmenn óttast að skapgerð hans og ofbeldishneigð leiði til voðaverka. Honum hefur heldur ekkert orðið ágengt í rann- sókninni. Tellis tekur að sér verkið og vinnur við hlið Oak að því að finna morðingja nýliðans. Rannsókn þeirra leiðir þá fljótlega í áttina til dópsalanna Beery (Busta Rhymes) og Steeds (Richard Chevolleau) sem ráða ríkjum í einu af úthverf- um Detroit-borgar. Því nær sem lögreglumennirnir komast sann- leikanum, því meira grunar þá að ekki sé allt með felldu. Sagan var samin upp úr heim- ildarmyndinni „The Thin Blue Line“ sem fjallar um morð á lög- reglumanni í Dallas árið 1976. Leikstjóri „Narc“, Joe Carnahan, gerði stuttmyndina „Gun Point“ eftir sögunni árið 1994. Sú var 30 mínútur að lengd og var það draumur hjá honum lengi að gera mynd í fullri lengd út frá þeirri mynd. Myndin fékk afar blíðar mót- tökur gagnrýnenda og var leik þeirra Jason Patric og Ray Liotta sérstaklega hrósað. Báðir muna sinn fífill fegri í hlutverkavali í Hollywood. Hápunktur Patric var líklegast í myndunum „Lost Boys“ og „The Beast of War“ frá árunum 1988 og 1989. Hápunktur Liotta var án efa þegar hann fór með að- alhlutverkið í myndinni „Good- fellas“ árið 1990. Hér virðast báðir hreppt sér í vinningslottómiðann sem þurfti til þess að koma þeim aftur í sviðsljósið. biggi@frettabladid.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 Þungt löggulíf NARC Spennumyndin „Narc“ er, að mati bandarískra gagnrýnenda, lögreglu- drama eins og það ger- ist best. Fréttiraf fólki Scott Weiland, söngvari StoneTemple Pilots, var handtekinn á laugardag grun- aður um að eiga eiturlyf. Honum var sleppt gegn 10 þúsund doll- ara (tæpar 736 þúsund krónur) tryggingagjaldi á sunnudag. Weiland hefur nokkrum sinn- um verið hand- tekinn vegna mála tengdra eiturlyfjum frá því að sveitin sló í gegn á miðjum síðasta áratug. Spjallþáttastjórnandinn OprahWinfrey hefur staðfest að hún ætli sér að halda áfram í sjón- varpi til ársins 2008. Hún gekk nýverið frá samningum um að framlengja starfstíma sinn hjá ABC um tvö ár. Oprah hafði ákveðið að hætta eftir þrjú ár en framleiðendur þáttanna náðu að sannfærða hana um að vera lengur með blómum og feitari launaávísun. Bandarískir útgefendur fimmtubókarinnar um Harry Potter búast við því að bókin slái öll sölu- met þegar henni verður raðað í bókahillurnar þann 21. júní næst- komandi. Fyrirtækið hyggst hrinda af stað stærstu auglýsinga- herferð sem nokkru sinni hefur verið gerð fyrir útgáfu bókar þar í landi. Galdur Harry Potter felst greinilega í því hversu vel honum tekst að fá krakka, á öllum aldri, til þess að sökkva nefjum í bækur. Á morgun verður spennumyndin „Narc“ frumsýnd. Myndin vakti mikla athygli þegar hún kom út í Bandaríkjunum og er sögð hafa bjargað leiklistarferli Ray Liotta og Jason Patric. Fáir góðir sjóræningjaleikirhafa litið dagsins ljós. Tropico 2: Pirate Cove er einn af þeim góðu. Leikurinn, sem er her- kænsku/stjórnunarhermir í ætt við Warcraft eða Settlers, setur leikmanninn í hlutverk 17. aldar sjóræningja sem hyggst byggja upp litla sjóræningjaútópíu í Kar- íbahafinu. Smyglferðalög og sjórán, ásamt uppbyggingu og hagstjórn eyjunn- ar, eru meðal þeirra verkefna sem bíða leikmannsins. Verkefnin eru fjölbreytt og verða smám saman erfiðari og flóknari og verður leik- urinn því ekki að leiðigjörnum endurtekningum eins og vill stundum verða í slíkum leikjum. Stjórnun sjóræningjaeyju er ekki einföld. Til þess að halda í sjó- ræningjana þína þarftu að hafa þá sátta – á la Sims. Þú þarft að út- vega þeim fæði, húsnæði, afþrey- ingu o.s.frv. Ekki nóg með það, þrælarnir þínir geta gert uppreisn ef þú ert of harður húsbóndi og löndin í kringum þig gætu tekið upp á því að ráðast á þig ef þú ert of grófur í ránsferðum þínum. Grafíkin er ágæt, ekki til að hrópa húrra fyrir en það skiptir litlu máli, svo mikið er lagt í spilun- ina sjálfa að maður pælir ekkert í því. Hvað varðar hljóðið þá gleðja ljúfir calypsotónar eyrað ásamt „arrrrr maytee“ skyldugargi sjó- ræningjanna. Mjög gott í alla staði. Hér er á ferðinni leikur sem er ekki að finna upp hjólið en ætti samt að höfða vel til útþynnts víkingablóðs landans. Hressandi leikur. Gunnlaugur Lárusson TROPICO 2: Pirate Cove DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 7,5 /10 Rottentomatoes.com - 86% = Fresh Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) Aðrar frumsýningar um helgina: Old School City by the Sea Sumbl og sjórán Umfjölluntölvuleikir Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.