Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 2
2 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR „Sumarið er komið og það verður enginn svikinn af því í Súðavík.“ Slegist er um sumarhús í Súðavík sem áður voru einbýlishús á snjóflóðasvæði. Ómar Þór Jónsson er sveitarstjóri á staðnum. Spurningdagsins Ómar, er sumar í Súðavík? Júróbíll BMW 320i 01/96. Ekinn 143 þ. km. Vél 2000 cc. Sjálfskiptur. Verð 990 þ. kr. www.toyota.is „Ein bisschen Frieden, ein bisschen Sonne.“ Kauptu Júróbíl fyrir 24. maí. Þú gætir unnið bíl til ókeypis afnota í heilt ár! Kúariða greinist í Kanada: Bandaríkin banna innflutning WASHINGTON, AP Bandarísk yfir- völd hafa bannað allan innflutn- ing á kanadísku nautakjöti eftir að tilkynnt var að kúariða hefði greinst í átta ára gamalli kú í Al- berta-ríki í Kanada. Þetta er fyrsta tilfelli kúariðu í landinu í áratug. Bandaríkjastjórn ætlar að senda dýralækna og annað að- stoðarfólk til að hjálpa Kanada- mönnum við rannsókn málsins. Komi í ljós að um einangrað til- felli sé að ræða verður innflutn- ingsbanninu aflétt hið fyrsta. Um 75% af öllum nautgripum sem eru fluttir til Bandaríkj- anna koma frá Kanada og um 7% alls nautakjöts sem Banda- ríkjamenn borða kemur frá ná- grönnunum í norðri. Kúariða greindist síðast í Kanada árið 1993 í nautgrip sem hafði verið fluttur frá Bretlandi. Þar í landi greindist sjúkdómur- inn fyrst, eða árið 1986. Síðar breiddist hann út um Evrópu og til Asíu. ■ HUNDUR BEIT BARN Tveggja mánaða gamalt barn lést eftir að belgískur fjárhundur beit það í þorpinu Hoque í Frakklandi. Barnið hafði verið í pössun í ná- grannahúsi. Nágranninn, sem átti hundinn, verður líklega ákærður fyrir manndráp af gáleysi. KENNARAR VARAÐIR VIÐ Menntamálaráðherra Frakklands hefur varað kennnara lands- ins, sem eru í verkfalli, við því að hindra próftöku nemenda. Tæplega 2000 nemendur gátu ekki tekið próf í borginni Perpignan á mánudag vegna þess að kennarar hindruðu aðgang að skólanum. ■ Evrópa Á BEIT Kanadískir nautgripir á beit skammt frá Cardston í Alberta. 60% af nautakjötsfram- leiðslu Kanada fer fram í Alberta. AP /M YN D FÉLLUST Á RÖK DAVÍÐS „Það var sátt bæði um stjórnarsáttmálann og skiptingu ráðuneyta,“ sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. Hann viðurkenndi að ein- hver pirringur hefði verið um að sjálfstæðis- menn láti frá sér forsætis- ráðuneytið en sagði þingmenn hafa sæst við þau rök sem Davíð Oddson færði fram. Árni sagðist ekki vita hvort hann myndi sitja áfram í sjávar- útvegsráðuneytinu, það kæmi í ljós seinna í dag. Hann segir þingmenn hafa fallist á sáttmálann og lendingu í skatta- og sjávarútvegsmálum munu koma fram þegar stjórnarsátt- málinn verði gerður opinber. SAMKVÆMT HEFÐUM „Það var mjög góð stemning á fundinum,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Valgerður segir að hún sé sátt við skiptingu ráðuneyta. Hvað varðar að láta utanríkisráðuneytið og umhverfisráðuneyti í stað for- sætisráðuneytis segir hún það vera samkvæmt hefðum. FÁUM SKIPSTJÓRANN Á SKÚT- UNNI „Stemningin á fundinum var góð eins og alltaf hjá okkur,“ segir Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokks. Hann segir þingmenn hafa viljað hafa ráðuneytin fleiri, en þeir skilji það og séu afskaplega ánægðir með að fá forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er skipstjór- inn á skútunni og við erum ánægð með að hafa skipstjóra framsóknarskútunnar þar.“ Hjálmar segist ekki vilja greina efnislega frá inntaki stjórnar- sáttmálans. Hann segir skipt- ingu ráðherrastóla koma fram í dag. SÁTT RÍKTI UM STEFNUYFIRLÝS- INGUNA „Þetta er niðurstaða sem náðist á milli flokkanna,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra um skipt- ingu ráðuneyt- anna. Siv segir mikla sátt hafa ríkt um stefnuyf- irlýsinguna og uppskiptinguna sem sýnd hafi verið í drögum. Flóð og aurskriður: 500 enn saknað SRI LANKA, AP Yfirvöld á Sri Lanka hafa lýst því yfir að að minnsta kosti 500 manns sé enn saknað eftir flóð og aurskriður síðustu daga. Björgunarmenn hafa þegar fundið 260 lík en ekki er vitað um afdrif yfir 500 manna. Að minnsta kosti 150.000 manns hafa misst heimili sín af völdum flóð- anna. Srílönsk yfirvöld hafa beð- ið um aðstoð frá umheiminum, einkum í formi vatnsflaskna, byggingarefnis, fatnaðar og lyfja til handa fórnarlömbum flóð- anna. Tamil-tígrar gáfu fórnar- lömbum flóðanna tíu vagnhlöss af hrísgrjónum. ■ MÓTMÆLANDI HANDTEKINN Íbúar Aceh-héraðs mótmæla herför indó- nesískra yfirvalda gegn aðskilnaðarsinnum. Átök í Indónesíu: Harkan eykst INDÓNESÍA, AP Að minnsta kosti tíu manns létu lífið í sókn indónesíska hersins gegn aðskilnaðarsinnum í Aceh-héraði á þriðja degi átaka. Að sögn uppreisnarmanna voru óbreyttir borgarar á meðal fórnar- lambanna. Eldflaugum var skotið úr her- þyrlum að bækistöðvum uppreisn- armanna auk þess sem harðir skot- bardagar hafa geisað á jörðu niðri. „Við verðum að hafa hraðar hend- ur. Við viljum leysa þetta vandamál fljótt og vel,“ sagði yfirmaður indó- nesíska hersins. Ríkisstjórnir annarra landa hafa hvatt indónesísk yfirvöld til að hefja friðarviðræður við að- skilnaðarsinna að nýju. ■ VATNINU FAGNAÐ Srílönsk yfirvöld köstuðu flöskum með hreinu vatni úr herþyrlu til fórnarlamba flóðanna. ■ Stjórnarmyndun STJÓRNARMYNDUN Stjórnarsáttmál- inn verður kynntur í dag. Miðað við ummæli formanna Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks í gær náðu sjálfstæðismenn að miklu leyti sínu fram í skattamál- um en framsóknarmenn í húsnæð- ismálum. Davíð sagði að almennt væri sátt innan þing- flokksins um stjórnarsáttmál- ann og engar kröfur hefðu verið gerðar um breytingar. Hall- dór tók í sama streng. Skattatillög- ur Sjálfstæðis- flokksins hafa verið metnar á tæpa 27 milljarða króna. Halldór Ásgrímsson gagnrýndi tillögurn- ar opinberlega fyrir kosningar, en nú virðast formenn stjórnarflokk- anna hafa náð sáttum. Þegar Davíð var spurður að því hvort það væri rétt að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði fengið að halda sínum skattatillögum gegn því að Framsóknarflokkurinn fengi kosningaloforð sitt um 90% hús- næðislán inn í sáttmálann sagði hann: „Það er góð sátt á milli manna með samninginn. Ég læt það nægja.“ Halldór sagði hins vegar: „Það er nú þannig í öllum samningum að það þarf að ná málamiðlun. Aðalatriðið er það að við ætlum að reka ríkissjóð halla- lausan. Við ætlum okkur að lækka skatta í tengslum við kjarasamn- inga og ræða það við aðila vinnu- markaðarins. Endanlegar ákvarð- anir í þeim efnum verða ekki teknar fyrr en kjarasamningar hafa komist á.“ Þegar Halldór var spurður að því hvort hann hefði lagt mikla áherslu á 90% húsnæðislán í stjórnarmyndunarviðræðunum sagði hann: „Við lögðum mikla áherslu á það mál og ýmis önnur mál í þessum stjórnarsáttmála.“ Halldór sagðist ekki telja að skera þyrfti niður í velferðarkerf- inu samfara skattalækkunum. Hann ætti ekki von á því að farið yrði út í skattalækkanir á þessu ári heldur yrði það gert á seinni hluta kjörtímabilsins. Hvorki Davíð né Halldór vildu fara nákvæmlega út í það hvernig tekið væri á fiskveiðistjórnunar- kerfinu í sáttmálanum. Þeir sögðu þó að það yrði endurskoðað en í meginatriðum yrði byggt á því kerfi sem fyrir væri. trausti@frettabladid.is HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Halldór sagðist ekki telja að skera þyrfti niður í velferðarkerfinu samfara skattalækkunum. Hann ætti ekki von á því að farið yrði út í skattalækkanir á þessu ári heldur yrði það gert á seinni hluta kjörtímabilsins. „Við ætlum okkur að lækka skatta í tengslum við kjarasamn- inga og ræða það við aðila vinnumarkað- arins. Meiri skattalækkanir gegn meiri lánum Sjálfstæðismenn höfðu betur í skattamálum og Framsóknarflokkurinn fékk sínu framgengt í húsnæðismálum ef miðað er við orð formanna flokkanna í gær. Ekki er búist við skattalækkunum á þessu ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI KEYRT Á SJÖ ÁRA STÚLKU Sjö ára stúlka slasaðist lítillega þegar hún varð fyrir bíl. Atvikið átti sér stað á mótum Borgarbrautar og Bugðusíðu á Akureyri á sjö- unda tímanum í gærkvöldi. Ekki er vitað um tildrög slyssins. Bíllinn var ekki á mikilli ferð og meiðsl því lítil. VÉLHJÓLAMAÐUR SLASAST Öku- maður vélhjóls fótbrotnaði þegar keyrt var á hann á Skagaströnd. Maðurinn var flut- tur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.