Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 24
■ ■ FUNDIR  9.30 Kynning verður á BS-verkefn- um við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Ís- lands. Nýtt íslenskt leikrit verðurfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikritið er eftir ungan höfund, Sigtrygg Magnason, og nefnist Herjólfur er hættur að elska. Verkið er frumsýnt í nýju sýningarrými Þjóðleikhússins við Sölvhólsgötu sem áður hýsti birgðahús Landssímans. Leik- smiðjan setur verkið upp en henni er ætlað að vera vettvangur fyrir tilraunastarfsemi Þjóðleik- hússins og miðar að því að vinna með það nýjasta og ferskasta í leiklistinni. Þrátt fyrir tveggja ára starfsemi Leikmiðjunnar er þetta í fyrsta sinn sem afrakstur- inn er sýndur almenningi og því vel við hæfi að sýna verk eftir ungan og framsækinn höfund. „Það fyrsta sem gerðist var að titillinn kom að verkinu, Herjólf- ur er hættur að elska. Það má segja að þetta hafi verið titill sem kallaði á verk,“ segir Sig- tryggur þegar hann er spurð- ur um hugmyndina að baki verkinu. „Það er frekar erfitt að lýsa umfjöllunarefni verks- ins með öðru en titlinum. Þetta er um manninn Herj- ólf sem kemst að því að hann er hættur að elska. Til að komast hjá því að særa konuna sína þá ákveður hann að drepa hana, slíta úr henni hjartað.“ Þrátt fyrir þessa lýsingu vill Sig- tryggur ekki meina að leikritið sé þungt, „það er á köflum fyndið og það er líka fallegt, það er eigin- lega minnst ljótt“. Leikendur í Herj- ólfi eru þau Sigurð- ur Skúlason, Guð- rún Gísladóttir, Edda Arnljóts- dóttir og Bald- ur Trausti Hreinsson, en leikstjórn er í höndum Stef- áns Jónssonar. Stefán er fast- ráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og hefur l e i k - stýrt hjá áhugaleikfélögum og leikhópum, en þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni hans í Þjóð- leikhúsinu. Sigtryggur tók sér mán- aðarfrí og hefur því fylgst með æfingum á verkinu og segist mjög ánægður með útkomuna: „það er þó eiginlega sorglegt að þurfa að frumsýna því þá hættir þessi skemmtilega vinna,“ segir höfundur verksins að lokum. ■ 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 MAÍ Fimmtudagur ■ LEIKLIST Titill kallaði á leikrit ÓLAFUR INGI JÓNSSON Capuccino þykir mér mjög gottog nú eru komnir margir stað- ir í Reykjavík sem gera það með sóma. Te & kaffi er meðal ágætra brautryðjenda á því sviði, þó að Mokka hafi náttúrlega verið leng- ur við lýði. Ég sakna þess reyndar frá því ég var við nám í Ítalíu að þar er hægt að fá frábært capucc- ino nánast hvar sem er, og ekki síður hversu hratt það gekk fyrir sig að fá það afgreitt. Besta kaffiðí bænum HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR Þ að er ljóst að landsmönnumþarf ekki að leiðast þessa „Eurovision-helgi“ en við þurfum ekki að láta þar staðar numið því margt annað er í boði um helgina,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landssímans. „Mér líst mjög vel á ljósmyndasýninguna á Reykjavíkurtorginu. Þarna eru átta unglingar að koma ferskir og orku- miklir úr skóla, slík sýning getur ekki verið annað en áhugaverð og skemmtileg. Auk þess finnst mér miklu meiri rómantík í svarthvít- um ljósmyndum þannig að sýning sem þessi getur ekki klikkað. Wagnerafmæli Sinfóníunnar hljómar líka vel. Maður er alltaf á leiðinni á tónleika en í dagsins önn miklar maður það of mikið fyrir sér, sem auðvitað er fáránlegt. Mig langar líka að sjá Rauða spjaldið. Það klikkar varla heldur. Ég hef lítið heyrt af sýningunni en legg mitt traust á höfunda og leik- ara og auðvitað aðra sem að koma. Og svo aftur að nemendum. Út- skriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskólans höfðar sterkt til mín. Nýtt, ferskt og fjölbreytt, hversu undarlegt sem það nú er þá finnst mér slíkar sýningar oft skemmtilegastar og áhugaverðastar. Nemendur hafa lagt sig alla fram, ferskir en stund- um ófágaðir, en þar liggur líka stundum fegurðin, það er að segja ef fólk hefur farið sínar eigin leið- ir.“  Val Heiðrúnar Þetta lístmér á! SIGTRYGGUR MAGNASON Nýtt íslenskt verk eftir dagskrárgerðar- manninn og skáldið Sigtrygg Magnason verður frumsýnt í kvöld. Verkið er sýnt í nýju sýningarhús- næði Þjóðleik- hússins við Sölvhólsgötu. ✓  14.00 Í tilefni af alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni bjóða umhverf- isráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands til fræðsluráðstefnu í Borgar- túni 6. Sérfræðingar frá Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfis- stofnun, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Hafrannsóknastofnun fjalla um flokkun vistgerða, stöðuvatna, um botndýr á Ís- landsmiðum, válista og náttúruverndar- áætlanir.  16.00 Gagarín býður til málþings um miðlun á nýrri öld að Höfðabakka 9. Meðal fyrirlesara eru María H. Maack, umhverfisstjóri Íslenskrar Nýorku, Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöll- um, Hreinn Hreinsson, upplýsingafull- trúi Reykjavíkurborgar, og Geir Borg, þróunarstjóri Gagarín.  20.00 Aðalfundur Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrög, verður í Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð.  20.00 Lúpus og Sjögrens-hóparnir verða með sameiginlegan fræðslufund fyrir félagsmenn og þá sem áhuga hafa á málefninu í húsnæði Gigtarfélags Ís- lands, Ármúla 5. Dr. Björn Guðbjörns- son, dósent í gigtarrannsóknum, Rann- sóknarstofu í gigtarsjúkdómum, flytur fræðsluerindi um Sjögren með og án Lúpus og dr. Gerður Gröndal, sérfræð- ingur í gigtarsjúkdómum, gigtardeild Landsspítala, flytur erindi sem nefnist Yfirlit yfir lúpus. ■ ■ OPNANIR  17.00 Ljósmyndasýning verður opnuð á Reykjavíkurtorgi Borgarbóka- safnsins í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Þetta er samsýning átta unglinga sem hafa lært svarthvíta ljósmyndun í Mynd- listaskóla Reykjavíkur á vormisseri. Sýn- ingin er sýn unglinganna á Reykjavík. Þar má sjá líf og leik unglinga, málefni líðandi dags, listrænar hugleiðingar og umhverfi sem er að hverfa.  18.00 Þrír breskir myndlistarmenn opna sýningu á verkum sínum í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Listamennirnir heita Jo Addison, Hatty Lee og Lucy Newman en þær starfa allar í London. Verk þremenninganna samanstanda af ljósmyndum, teikningum, skúlptúrum og myndbandsverkum.  20.00 Hönnunar- og arkitektúr- deild Listaháskólans verður með sýn- ingu á vídeóverkum síðastliðins vetrar. Sýningin nefnist Hreyfimyndir og er liður í Vorhátíðinni sem fram fer í Listasafni Reykjavíkur þessa dagana. Kynnir kvöldsins verður Sóley Stefánsdóttir. ✓ Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1.sept. 2003 Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR 10-17 Rússnesk ljósmyndun – yfirlitssýning og Örn Þorsteinsson (opnaðar 17.5.), Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN 10-16 - Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Nánari upplýs- ingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is • sími 575 7700. Sýningar: Brýr á þjóðvegi 1. Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir Íslandsteppi. Íslenska bútasaumsfélagið sýnir 20 ný bútasaumsteppi Íslandsteppið: Íslenska bútasaumsfélagið sýnir ný búta- saumsteppi. Jón Ólafsson sýnir í Félagsstarfi s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 og á heimasíðu www.bokasafn.is Hefurðu kynnt þér bókamenntavef Borgarbókasafns? www.bokmenntir.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009 STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau. 24/5 kl. 20 - Eurovisiontilboð kr. 1.800,- Sun. 1/6 kl. 20 Fös. 6/6 kl. 20 Fös. 13/6 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Í kvöld kl. 20 Sun. 25/5 kl. 20 Fim. 29/5 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fös. 23/5 kl. 20 Fös. 30/5 kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝJA SVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Í kvöld kl. 20 Lau. 24/5 kl. 20 Fim. 29/5 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fös. 23/5 kl. 20 Fös. 30/5 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl. 20 - AUKASÝNING ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Sun. 25/5 kl. 20 - 120. sýning Lau. 31/5 kl. 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mið. 4/6 kl. 20 Fim. 5/5 kl. 20 Fös. 6/6 kl. 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan, sími 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM).

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.