Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 25
Ídag eru 190 ár frá fæðinguWagners og því ákvað Sinfóníu- hljómsveit Íslands að helga honum tónleika sína í Háskólabíói í dag. Fluttar verða aríur og hljómsveit- arþættir úr nokkrum helstu ópe- rum Wagners ásamt ljóðabálknum Wesendonck Lieder. „Maður verður alltaf hrifnari og hrifnari af Wagner. Þetta er ákveðin sýki sem maður kemst ekki út úr,“ segir Magnea Tómas- dóttir sópransöngkona, sem verð- ur í einsöngshlutverkinu á tónleik- unum í kvöld. „Þótt þetta sé kanns- ki ekki alveg orðið að trúarbrögð- um hjá mér þá finnst mér þetta al- veg mögnuð tónlist. En ég fékk þennan sýkil í mig þegar ég fór fyrst til Bayreuth. Það var árið 2000.“ Magnea söng hlutverk Sentu í Hollendingnum fljúgandi á Lista- hátíð í fyrra. Hún hefur einnig áður sungið Wesendonck-ljóðin, en þá var það aðeins með píanóundir- leik. „Það er gaman að fá tækifæri til að syngja þetta með svona góðri hljómsveit.“ Hljómsveitarstjóri Sinfóníunn- ar í kvöld er Gregor Bühl, sem ætti að vera íslenskum Wagner-aðdá- endum að góðu kunnur því hann stjórnaði hér flutningi Hollend- ingsins fljúgandi í fyrra. ■ FIMMTUDAGUR 22. maí 2003 25 Það er óhætt að segja að rokkiðmuni ríkja á Gauknum í kvöld. Botnleðja heldur þar tónleika í til- efni af útkomu plötunnar „Iceland national park“. Um fimmtu plötu strákanna er að ræða en þeir hafa verið mjög afkastamiklir og áber- andi í íslensku tónlistarlífi síðan þeir báru sigur úr býtum í Músiktilraunum árið 1995. Hljómsveitin vakti einnig verð- skuldaða athygli í forkeppni Evró- visjón á dögunum þar sem hún lenti í öðru sæti. Nýja platan er gefin út af norsku plötufyrirtæki, Trust Me Records, en að sögn Har- aldar, trommuleikara sveitarinnar, er stefnt á alþjóðlega dreifingu. „Við getum lofað frábærum tónleikum þar sem við komum áhorfendum á óvart með lögum sem þeir eiga ekki von á,“ segir Halli og upplýsir að Móri rappari verði sérstakur gestur á tónleikun- um. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og forsala aðgöngumiða verður í Skífunni. ■ Botnleðja rokkar á Gauknum BOTNLEÐJA Evróvisjónsveitin Botnleðja fagnar útkomu fimmtu plötu sinnar á Gauknum í kvöld. Hljómsveitin lofar skemmtilegum tónleikum og óvæntum uppákomum. ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST MAGNEA TÓMASDÓTTIR Syngur Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Há- skólabíói í kvöld. Wagnerveisla Sinfóníunnar ■ ■ TÓNLEIKAR 19.30 Sinfóníuhljómsveitin heldur upp á að 190 ár eru frá fæðingu Wagners og því eru tónleikar dagsins í Háskólabíói helgaðir honum. 20.00 Söngtónleikar í Salnum Kópavogi. Margrét Stefánsdóttir, sópr- an, og Hrefna Eggertsdóttir, píanó, flytja íslensk og erlend söngljóð. 20.30 Snæfellingakórinn í Reykja- vík heldur sína árlegu vortónleika í Ými við Skógarhlíð í Reykjavík. Undirleikari er Lenka Máteová og stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson. 21.00 Hljómsveitin Ríó Tríó spilar á Garðatorgi í Garðabæ. Að tónleikunum standa Menningar- og safnadeild Garða- bæjar og atvinnuþróunarnefnd Garða- bæjar í samstarfi við Café Cristó. 21.00 „Það er komið sumar“ verð- ur yfirskrift sumartónleika sem haldnir verða í Austurbæ við Snorrabraut. Systk- inin Ellen Kristjáns og KK munu koma fram ásamt hljómsveit. Magnús Eiríks- son og KK munu leika saman og hljóm- sveitin Mannakorn með þá félaga Magnús Eiríksson og Pálma Gunnarsson innanborðs mun m.a. frumflytja nokkur splunkuný lög. 22.00 Hljómsveitin Botnleðja held- ur útgáfutónleika á Gauk á Stöng. Furstarnir og Geir Ólafsson ásamt Birni Björnssyni baritónsöngvara á Hverfisbarnum. ■ ■ LEIKLIST 20.00 Frumsýning í Þjóðleikhúsinu á verki Sigtryggs Magnasonar, Herjólfur er hættur að elska. Sýningar eru í Leiksmiðju Þjóðleikhússins við Sölvhólsgötu. 20.00 Leikfélag Reykjavíkur sýnir Rauða spjaldið á Stóra sviðinu í Þjóð- leikhúsinu. Verkið er eftir þau Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur. 20.00 Leikfélag Reykjavíkur sýnir Púntila og Matti á Stóra sviði Borgar- leikhússins. 20.00 Sýning á Sumarævintýrinu eftir Shakespeare og leikhópinn sjálfan. Verkið er sýnt á Nýja sviði Borgarleik- hússins. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tvö Hús eftir Federico Garcia Lorca. Um er að ræða útskriftarsýningu Leiklistar- deildar Listaháskólans í leikstjórn Kjart- ans Ragnarssonar. 21.00 Einleikurinn Sellofon eftir Björk Jakobsdóttur sýnt á Hótel Sel- fossi. ■ ■ SÝNINGAR Eggert Pétursson sýnir í galleríinu i8 við Klapparstíg. Útskriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Steingrímur Eyfjörð myndlistarmað- ur er með sýninguna „of nam hjá fið- urfé og van“ í Gallerí Hlemmi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Þetta var mjögáferðarfallegt og líflegt leikhús. Og Teddi flottur,“ segir Hilmar Jónsson, leikari og leikstjóri, um leikritið Púntilla og Matti í Borgar- leikhúsinu. „Ungu leikararnir úr Vesturporti voru líka frábærir.“ Mittmat ✓ ✓ ✓ ✓ Í KVÖLD Í AUSTURBÆ VIÐ SNORRABRAUT KL. 21 Forsala í Japis, Laugavegi 13 í dag og í Austurbæ frá kl. 19Í Kvöld, HÓTEL SELFOSS föst 23. maí, kl. 21, Nasa, örfá sæti mið 28. maí, Lokasýning í Nasa í vor lau 31. maí ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15, júní kl. 21, Hótel Borgarnes Miðasala á Selfossi í Alvörubúðinni, Eyrarvegi 3 Heimsækið www.lancome.com Láttu varirnar njóta sín með geis- landi áferð ROUGE ATTRACTION GOLD ENDINGARGÓÐUR VARALITUR Rouge Attraction Gold býður upp á nýj- an lúxus og þekur varirnar með örfínum perlum úr gulli.11mg af hreinu gulli og brosið verður bjart og ómótstæðilegt. TRÚÐU Á FEGURÐ NÝTT N°310 Glitrandi varalitir og púður eru meðal margra spennandi nýjunga sem LANCÔME býður upp á þetta vorið. Ýmis tilboð og glæsilegir kaupaukar. Kynning í dag, föstudag og laugardag. Strandgötu 32 – sími 555 2615 Andorra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.