Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Bíó 30 Íþróttir 20 Sjónvarp 32 KVÖLDIÐ Í KVÖLD LEIKLIST Titillinn kallaði á leikrit FÓTBOLTI Orðaður við Real Madrid FIMMTUDAGUR 22. maí 2003 – 116. tölublað – 3. árgangur bls. 20bls. 24 HJÓNAVÍGSLA Giftist á afmælisdeginum bls. 39 RÁÐSTEFNA Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands standa fyrir fræðsluráðstefnu í til- efni af alþjóðlegum degi líffræði- legrar fjölbreytni. Ráðstefnan stendur milli 14 og 17. Hún fer fram í Borgartúni 6. Líffræðileg fjölbreytni STJÓRNMÁL Flokksráð Sjálfstæðis- flokksins fundar klukkan 18 um stjórnarsáttmálann sem þingflokk- ar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks samþykktu í gær. Mið- stjórn Framsóknarflokks kemur saman til fundar klukkan 20. Flokksstofnanir funda um stjórn FRUMSÝNING Leikrit Sigtryggs Magnasonar, Herjólfur er hættur að elska, verður frumsýnt í Leik- smiðju Þjóðleikhússins í kvöld. Sýningin hefst klukkan 20. Hættur að elska LJÓSMYNDIR Samsýning átta unglinga sem hafa lært svarthvíta ljósmynd- un í Myndlistaskóla Reykjavíkur verður opnuð á Reykjavíkurtorgi Borgarbókasafnsins í Grófarhúsinu klukkan 17. Sýn átta unglinga STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REYKJAVÍK Norðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 5 til 13 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Hálfskýjað 9 Akureyri 5-10 Skýjað 6 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 7 Vestmannaeyjar 3-8 Léttskýjað 10 ➜ ➜ ➜ ➜ + + STJÓRNARMYNDUN Davíð Oddsson mun fara úr forsætisráðherra- stólnum 15. september á næsta ári og Halldór Ásgrímsson mun setj- ast í hann. Þessi niðurstaða er í takt við fréttaflutning Frétta- blaðsins, en í blaðinu á föstudag- inn var greint frá því að þetta væri líkleg niðurstaða. „Það er óhætt að segja að það hafi komið ósk frá formanni Framsóknarflokksins að þessi skipti yrðu skoðuð og henni var ekki hafnað af minni hálfu,“ sagði Davíð að loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gær. Davíð sagði að eins og hann hefði búist við hefði ver- ið svolítill „pirring- ur“ á meðal sumra þingmanna flokksins með þessi skipti. Á endanum hefðu menn samt fallist á þau. „Eins og ég hef áður sagt þá á enginn þennan stól. Sanngirnisrök mæla með því, í svona löngu sam- starfi, að formaður hins stjórnar- flokksins fái einnig notið æðsta trúnaðar í samstarfinu.“ Davíð sagðist ekki ætla að hætta í stjórnmálum við þessi tímamót, heldur hygðist hann ann- að hvort setjast í stól utanríkis- ráðherra eða fjármálaráðherra. Ef hann færi í fjármálaráðuneytið myndi Geir H. Haarde fara í utan- ríkisráðuneytið. Hann sagði eðli- legt að forsætisráðherraskiptin yrðu 15. september þar sem stefnuræða forsætisráðherra væri í byrjun október. Ráðuneytaskipanin verður í fyrstu óbreytt, þ.e. hvor flokkur verður með sömu ráðuneyti og á nýloknu kjörtímabili. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn lætur forsætis- ráðuneytið af hendi mun hann fá utanríkisráðuneytið og umhverf- isráðuneytið í staðinn. Sjálfstæð- isflokkurinn mun hafa for- mennsku í átta þingnefndum á móti fjórum hjá Framsóknar- flokki og þá mun Sjálfstæðis- flokkurinn tilnefna forseta Al- þingis. Sem forsætisráðherra sagðist Halldór ætla að einbeita sér að því að varðveita stöðugleikann, byggja upp atvinnulíf og öflugt velferðarkerfi. Honum sagðist lítast vel á að hafa Davíð áfram í ríkisstjórn undir sínu forsæti. „Ég teldi mikinn styrk af því að hafa hann áfram í ríkisstjórn og vonast eftir því að svo verði,“ sagði Halldór. Hvorki Halldór né Davíð vildu gefa upp hvort ráðherra- skipanin yrði sú sama og á síð- asta kjörtímabili, heldur yrði það ákveðið í kvöld. trausti@frettabladid.is NEPAL, AP Junko Tabei, fyrsta konan til að stíga fæti á Everest-tind, segir að of margir fjallgöngumenn reyni að klífa tindinn á ári hverju. „Allt of margir fá að kífa Ever- est,“ sagði Tabei. „Það á aðeins að leyfa tveimur eða þremur hópum á hverju tímabili að klífa tindinn.“ Tabei kleif þennan hæsta tind veraldar árið 1975. Hún er stödd í Katmandu, höfuðborg Nepals, til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að þann 29. maí verða 50 ár lið- in síðan Sir Edmund Hillary og Sherpinn Tenzing Norgay klifu Everest fyrstir manna árið 1953. 22 hópar hafa fengið leyfi nep- alskra stjórnvalda til að klífa tind- inn á tímabilinu mars til maí á þessu ári. Í hverjum hópi eru um það bil 12 manns auk burðarmanna. Rúmlega 1.200 manns hafa kom- ist á tind Everest undanfarin 50 ár. Aftur á móti hafa tæplega 200 manns látið lífið í brekkunum. ■ Fyrsta konan á Everest tjáir sig: Tindurinn þarf hvíld Halldór vildi forsæti og fær Davíð Oddsson fer úr forsætisráðherrastólnum í september á næsta ári. Hann segir Halldór Ásgrímsson hafa óskað eftir stólnum. Davíð verður fjármála- eða utanríkisráðherra. Sjálfstæðismenn fá umhverfisráðuneytið. ÚTSALAN ER HAFIN 20-50% AFSLÁTTUR K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 Í BEINNI Á EVEREST Þrír kínverskir fjallgöngumenn náðu á Ev- erest-tind í gær. Atburðurinn var sýndur í beinni útsendingu í kínverska ríkissjón- varpinu. Um 200 fjallgöngumenn ætla að setja fjöldamet með því að klífa tindinn í þessum mánuði. AP /M YN D TÍMAMÓTAYFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐHERRANS Davíð Oddsson tilkynnti í gær að hann hygðist fara úr forsætisráðherrastólnum á næsta ári. Hann sagðist ekki ætla að hætta í stjórnmál- um við þessi tímamót, heldur hygðist hann annað hvort setjast í stól utanríkisráðherra eða fjármálaráðherra. ■ Davíð sagði að eins og hann hefði búist við hefði verið svo- lítill „pirringur“ á meðal sumra þingmanna flokksins með þessi skipti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.