Fréttablaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 2
2 16. júní 2003 MÁNUDAGUR „Nei, tvo silunga í hendi“ Veiði hófst í Elliðaánum í gær. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, opnaði ána í fyrsta sinn. Spurningdagsins Þórólfur, fórstu heim með öngulinn í rassinum? LANDSÍMINN „Lögum samkvæmt verður farið í endurkröfu á fénu. Það tekur tíma að rekja hversu há fjárhæðin er en það er alveg ljóst að við munum leggja áherslu á fá hana til baka með viðeigandi vöxt- um og dráttarvöxtum,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafull- trúi Landsímans. Um 130 milljónir af fénu sem Sveinbjörn Kristjáns- son, fyrrum aðalgjaldkeri Símans, dró að sér og lagði inn á banka- reikning Alvöru lífsins runnu í rekstur Íslenska sjónvarpsfélags- ins á árunum 1999 til 2001. Nýir fjárfestar voru fengnir að Íslenska sjónvarpsfélaginu 2001 þegar fjárhagur þess var mjög slæ- mur. Ljóst þykir að Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfús- son hafi fjármagnað þátttöku sína í Íslenska sjónvarpsfélaginu með fé frá Landsímanum. Kristján Geirsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska útvarpsfé- lagsins, sagði við Fréttastofu Út- varps á laugardag að félagið ætti ekki óuppgert við neinn vegna málsins. Hluti fjárins hefði verið endurgreiddur. ■ NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA LÍBÝU Leiðtogi Líbýu, Muammar Gaddafi, hefur ákveðið að skipta um forsætisráðherra í landinu, en efnahagur landsins þarfnast endurbóta. Nýi forsætisráðherr- ann er hagfræðingur að mennt og bindur Gaddafi vonir við að hon- um takist að endurreisa efnahag landsins. UMFERÐASLYS Í ÚGANDA Átján manns létu lífið þegar lítill strætisvagn keyrði út í mýri í Úganda. Einungis ein kona og barn komust lífs af úr slysinu, en farþegarnir lokuðust inni í vagn- inum þegar hann sökk í mýrina. Fleiri voru í vagninum en leyfi- legt er. Mjög algengt er í Úganda að vagnarnir séu ofhlaðnir fólki. JAFNRÉTTI „Við erum að vinna greinargerð til að skila andsvari við greinargerð Flugleiða. Við höfum fengið gríðarleg viðbrögð frá almenningi. Fólk er hneykslað og afskaplega hlynnt því sem við erum að gera,“ segir Þor- björg Inga Jóns- dóttir, formaður Kvenréttindafé- lags Íslands, um stöðu kærumáls félagsins á hendur Flugleiðum. Kvenrétt- indafélagið kærði flugfélagið til kærunefndar jafnréttismála vegna auglýsinga Flugleiða sem félagsmenn telja niðurlægjandi fyrir íslenskar konur. Þar er vísað til auglýsinga á borð við Dirty Weekend og One Night Stand. Flugleiðir fengu lögfræðistofuna Logos til að svara kærunni. Ítar- leg greinargerð Flugleiða vegna málsins er nú til umsagnar Kven- réttindafélagsins sem hefur frest til 30. júní að svara. Mál þetta hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla. Meðal annars tók BBC það upp. ■ VARNARMÁL „Það eru almenn við- horf um varnar- og öryggishags- muni Íslendinga sem ráða ferð- inni,“ segir Jónína Bjartmarz, varaformaður utanríkismála- nefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks. Hún varar við því að dregið verði úr vörnum þó menn sjái ekki fyrir beinar ógnir eins og þær sem landsmenn stóðu frammi fyrir á tímum Kalda stríðsins. Nýjar hættur steðji að. „Við getum litið aftur til 11. sept- ember. Það sá enginn þá ógn og þær hörmungar fyrir. Við verðum því að hafa trú- verðugar varn- ir.“ „Staðreyndin er sú að það þarf að fara fleiri þúsund kíló- metra, eiginlega um hálfan hnött- inn, til að kom- ast til ríkja sem ekki eru í ýmis konar pólitísk- um, efnahags- legum eða jafn- vel hernaðarleg- um bandalögum með Íslandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. „Þess vegna spyr maður sig hvaðan sú ógn sem kallar á viðveru hersins stafi. Menn nefna helst til sögunn- ar hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Þeirri ógn verj- ast menn ekki með herstöðvum.“ „Allar þjóðir í heiminum telja sig þurfa á ákveðnum grunnvörn- um að halda gegn fyrirséðum og ófyrirséðum ógnum,“ segir Guð- mundur Árni Stefánsson, fulltrúi Samfylkingar í utanríkismála- nefnd. „Við lifum því miður í óstöðugum heimi. Þó það sé frið- vænlegt í okkar heimshluta um þessar mundir og verði vonandi áfram er erfitt að spá fyrir um framtíðina.“ Hann segir að í raun megi lýsa afstöðunni með enska orðtakinu „better save than sorry“, það eigi frekar að halda uppi vörnum en taka áhættuna á því að ekkert gerist. Guðlaugur Þór Þórðarson, varamaður Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að málaflokkar verði ekki mikið mikilvægari en öryggismál. Þar sé ekki um neina skammtíma- hagsmuni að ræða. „Það er ekki verið að hugsa tvo daga fram í tímann. Menn hljóta að hugsa þetta í lengra samhengi.“ Hann segir að þó ógnir kalda stríðsins eigi ekki lengur við horfi menn upp á nýjar og jafnvel hættulegri ógnir, til dæmis í formi hryðju- verka. „Ég ætla ekkert að fara að leggja út af því að það geti hitt og þetta gerst. Það sem ég vil hins vegar sjá er að öryggis- og varn- armál séu vel tryggð. Þar er ég ekki reiðubúinn að taka neina áhættu.“ brynjolfur@frettabladid.is SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA Erlendir fjárfelstar vilja kaupa fjórðungs- hlut í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Útlendingar vilja SH: Styrkir félagið SJÁVARÚTVEGUR Tvö erlend fyrir- tæki hafa sýnt áhuga á að kaupa fjórðungshlut í Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna. Annað er kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Clearwa- ter Fine Food og hitt er nýsjá- lenska fyrirtækið Sanford. „Ég held að ef að þessir aðilar kæmu inn myndi það styrkja fé- lagið,“ segir Róbert Guðfinnsson, formaður stjórnar SH. „Félagið hefði stærri grunn til að byggja á.“ Róbert telur erlendu fjárfestana ætla að nota SH sem grunn fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki í sölu- og markaðssetningu á fiski. ■ HEYRNARLAUSIR KANDÍDATAR Þrír heyrnarlausir kandídatar voru útskrifaðir frá Kennarahá- skóla Íslands á laugardag, allar með B.Ed. próf af grunnskóla- braut. Þær eru fyrstu heyrnar- lausu kandídatarnir sem braut- skráðir eru frá íslenskum há- skóla. ÍRAK Bandarískir hermenn í skriðdrekum berja niður andspyrnu. Bandaríkjaher í Írak: Gera vopn upptæk ÍRAK, AP Bandarískir hermenn réð- ust inn á heimili hjá meintum and- spyrnumönnum í Írak og gerðu vopn upptæk. Aðgerðin var gerð í þeim tilgangi að uppræta and- spyrnuna í Írak, sem hefur verið að færast í aukana undanfarið. Hermennirnir réðust á fjölda bygginga og gerðu upptækt tölu- vert magn ólöglegra vopna, sprengja og ólöglegra samskipta- tækja. Töluvert mannfall hefur orðið í Írak undanfarið og hefur mest farið fyrir mannfalli í röðum fylg- ismanna Saddams Hússeins. ■ 130 milljónir úr Símanum runnu inn í Skjá einn: Síminn vill féð aftur LANDSÍMINN Mun leggja fram endurkröfu á þeirri fjár- hæð sem fyrrum aðalgjaldkeri félagsins dró að sér, þar á meðal peninga sem runnu í hlutafjáraukningu Kristjáns Ra. og Árna Þórs í Íslenska sjónvarpsfélaginu. ■ Afríka Kæra á Flugleiðir vegna meintra niðurlægjandi auglýsinga: Kvenréttindafélagið undirbýr andsvar „Við höfum fengið gríðar- leg viðbrögð frá almenn- ingi „Þó það sé friðvænlegt í okkar heimshluta um þessar mundir og verði vonandi áfram er erfitt að spá fyrir um framtíð- ina. TONY SOPRANO Í sjónvarpsþættinum The Sopranos komu íslenskar flugfreyjur við sögu og voru þar hinar mestu glyðrur. Almennt öryggi frekar en bein ógn Svo virðist sem rök þeirra sem vilja tryggja varnir landsins séu að best sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og taka enga áhættu. Minna var um að við- mælendur blaðsins bentu á beina hættu sem kallaði á veru varnarliðs. VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Framtíð varnarliðsins ræðst væntanlega á næstu vikum. ■ Útskriftir ■ Húsnæðismál LEIGUMARKAÐUR KANNAÐUR Árni Magnússon félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að setja á fót nefnd sem á að skoða leigumark- að íbúðarhúsnæðis. Sérstaklega á að meta þörfina fyrir félagslegt leiguhúsnæði og aðgerðir hins opinbera og einkaaðila á þeim vettvangi. Steinunn Marteinsdóttir: Þiggur til- nefningu BÆJARLISTAMAÐUR Ég þigg þetta vegna þess að ég vil ekki að það falli enn frekari rýrð á þennan gjörning. En þetta verður mér ekki til neinnar ánægju eins og málin hafa þróast,“ segir Steinunn Marteinsdóttir sem ákveðið hefur að þiggja útnefningu Mosfells- bæjar sem bæjarlistamaður. Deilur hafa risið um hvernig staðið var að útnefningunni og að- komu bæjarstjóra Mosfellsbæjar að henni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.