Fréttablaðið - 16.06.2003, Qupperneq 4
4 16. júní 2003 MÁNUDAGUR
Eiga landsmenn rétt á því að vita
hvað stóð í bréfi forsætisráðherra
til forseta Bandaríkjanna um
varnarliðið?
Spurning dagsins í dag:
Fer David Beckham frá Manchester
United?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
18,8%
81,2%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lottó
VIÐSKIPTI Fjöldi gjaldþrota á fyrstu
fjórum mánuðum ársins hefur
tvöfaldast ef litið er til sama tíma-
bils frá fyrir tveimur árum. Á
fyrstu fjórum mánuðum ársins
2001 voru gjaldþrotaúrskurðir
212 talsins en í ár eru þeir orðnir
425. Í fyrra voru gjaldþrotaðúr-
skurðir á fyrstu fjórum mánuðum
ársins 264 talsins og hefur gjald-
þrotum því fjölgað um 61% á milli
ára.
Allt árið í fyrra voru gjald-
þrotaútskurðir 939 talsins og
svarar því fjöldinn á fyrstu fjór-
um mánuðum þessa árs til 45,3%
allra gjaldþrota síðasta árs.
Þessar tölur koma fram í nýút-
komnu fréttabréfi Lánstrausts.
Þar segir enn-
fremur að fjölgun
gjaldþrota á síð-
ustu árum sýni að
vipskiptabankar
og fyrirtæki þurfi
að sýna enn meiri
aðgæslu í fjár-
málaumsýslu en
verið hefur. Þar
segir svo að ein af
ástæðum gjaldþrotahrinunnar sé
þar sem kallað er „timburmenn
góðærisins“ sem er vísun til þess
að bankar og fyrirtæki láni á slík-
um tímum fleiri aðilum meira fé
en á öðrum tímum. ■
FJÖLDI
GJALDÞROTA
Ár Gjaldþrot
1998 275
1999 242
2000 276
2001 212
2002 264
2003 425
Sláandi niðurstöður frá Lánstrausti hf.:
Gjaldþrot hafa tvöfald-
ast á tveimur árum
TVÖFALT FLEIRI GJALDÞROTA
Gjaldþrotum hafa tvöfaldast á síðustum
tveimur árum og eru nú 425.
Ungir framsóknarmenn:
Kusu nýjan
formann
FRAMSÓKN Haukur Logi Karlsson
var kjörinn formaður Sambands
ungra framsóknarmanna á auka-
þingi sambandsins sem haldið var
á laugardag. Haukur Logi hlaut 65
atkvæði en mótframbjóðandi
hans, Egill Arnar Sigurþórsson,
hlaut 48 atkvæði. Alls kusu 114, en
eitt atkvæði var ógilt.
Haukur Logi tekur við for-
mannsembættinu af Dagnýju
Jónsdóttur sem tekur sæti á þingi.
Haukur Logi, sem kemur úr vin-
stri armi Framsóknarflokksins,
hefur gegnt starfi formanns Fé-
lags ungra framsóknarmanna í
Reykjavík suður. ■
ÁTTA TEKNIR FYRIR ÖLVUN-
ARAKSTUR Átta manns voru
handteknir aðfaranótt sunnudags
grunaðir um ölvunarakstur. Allir
ökumennirnir voru stöðvaðir á
tímabilinu frá miðnætti til kl. 7
um gærmorgun. Þetta er frekar
yfir meðaltali samkvæmt lög-
reglu.
TEKINN Á YFIR 140 KÍLÓMETRA
HRAÐA Lögreglan í Kópavogi
stöðvaði bifreið á Hafnarfjarðar-
vegi á laugardagskvöldið á 140
kílómetra hraða á klukkustund.
Ökumaðurinn var karlmaður á fer-
tugsaldri. Málið er nú í rannsókn.
KONA BEINBROTNAÐI VIÐ DJÚPA-
LÓNSSAND Kona hrasaði við
Djúpalónssand á laugardag með
þeim afleiðingum að hún hlaut
opið beinbrot. Lögreglunni í
Ólafsvík var gert viðvart um
klukkan fjögur. Konan var sótt
með þyrlu tæpum klukkutíma
síðar og flutt til Reykjavíkur.
Flutningurinn gekk mjög vel fyr-
ir sig.
ENGINN MEÐ FIMM RÉTTA Fyrsti
vinningur í Lottó gekk ekki út á
laugardag þar sem enginn var
með fimm tölur réttar og verður
hann því tvöfaldur næst. Einn
fékk fjórar tölur réttar auk
bónustölu og fær sá hinn sami
255 þúsund krónur í sinn hlut.
Lottótölurnar voru 2, 13, 18, 26 og
33. Bónustalan var 34. Jókertölur
kvöldsins voru 6, 2, 6, 5 og 0.
LONDONDERRY
Lögreglumenn fjarlægja sprengiefni úr bíl.
Norður-Írland:
Sprengju-
tilræði
afstýrt
NORÐUR-ÍRLAND, AP Breski herinn
aftengdi stóra bílasprengju við
Londonderry, sem er næststærs-
ta borgin á Norður-Írlandi. Eng-
inn hefur lýst yfir ábyrgð á
sprengjunni, en lögregla og
stjórnmálamenn hafa írska lýð-
veldishernum grunaðan.
Lögregla kom auga á dular-
fulla menn sem keyrðu bílinn á
annarri af tveimur brúm sem
skilja að kaþólska svæðið við
Londonderry og svæði að mestu
leyti byggt mótmælendum. Eftir
að mennirnir yfirgáfu bílinn fann
lögreglan um 250 kíló af sprengi-
efni í honum. ■
ÁFENGI Allt að 170% verðmunur er
á áfengum drykkjum á veitinga-
húsum á höfuðborgarsvæðinu
samkvæmt könnun sem Sam-
keppnisstofnun gerði um síðustu
mánaðamót. Samkvæmt könnun-
inni er mestur munur í verði á 6
cl. Bristol Cream sérrý. Dýrast er
sérrýglasið á veitingastaðnum
Fridays í Smáralind, eða 800 krón-
ur. Ódýrast er það á veitinga-
staðnum Dong Huang í Hafnar-
firði eða 300 krónur. Munurinn
tæp 170%.
Rúmlega 140% verðmunur er á
bjór samkvæmt könnuninni.
Carlsberg flöskubjór kostar 290
krónur þar sem hann er ódýrast-
ur, á Nings í Hlíðasmára, en 700
krónur á Café Cozy í Austurstræti
og Hótel 101 í Reykjavík þar sem
hann er dýrastur. Verðbreyting á
sterku áfengi hjá veitingahúsum
er nokkuð í takt við verðbreytingu
ÁTVR. Meðalverðbreyting á bjór
er þó ívið lægri hjá veitingahús-
unum.
Misjafnt er hve mikið veitinga-
staðir leggja á áfenga drykki.
Samkeppnisstofnun segir það
eðlilegt en samkvæmt reglum
stofnunarinnar ber þeim sem
stunda veitingarekstur að hafa
uppi verðskrá á áberandi stað,
fyrir framan inngöngudyr, þar
sem fram kemur verð á algeng-
ustu vöru og þjónustu. Helmingur
veitingahúsanna hefur slíka verð-
skrá uppi. ■
SJÁVARÚTVEGUR Fyrirtækið Elcon
ehf. hefur í samvinnu við nokkra
íslenska línuskipstjóra þróað nýja
aðferðarfræði og hannað nýjan
búnað við stjórnun línuveiða sem
gefur notandanum allt aðra mögu-
leika við línuveiðar en tíðkast hef-
ur hingað til. Þannig verður nú
hægt að fylgjast grannt með lín-
unni og umhverfi hennar. Með
búnaðinum sem hefur verið til
reynslu um borð í nokkrum ís-
lenskum fiskiskipum geta skip-
stjórar fylgst nákvæmlega með
því sem gerist undir yfirborði
sjávar, en það er gjörbylting frá
því sem áður var.
Að sögn Árna Marinóssonar
þykir búnaðurinn, sem kallast
Trax, vera einstakur og hann segir
að hann standist væntingar kröfu-
hörðustu sjómanna. „Tilgangurinn
er fyrst og
fremst sá að
sýna viðkomandi
fljótt og örugg-
lega hvar á línu-
lögninni fiskur-
inn gaf sig,“ seg-
ir Árni.
U m r æ d d u r
búnaður heldur utan um línulögn-
ina og ferlar hana inn á skjáinn
með myndrænni framsetningu,
með upphafsflaggi, millibóls-
merkjum og endaflaggi ásamt
því að ferla upp línulögnina.
Einnig heldur búnaðurinn utan
um línudráttinn með því að skrá
fjölda króka og fjölda fiska á
þann hátt að ferla upp í lit sam-
kvæmt þar til gerðum lita kóda
og setja feril fram á myndrænan
hátt á skjáinn. Þá sýnir búnaður-
inn öngla á bjóð og fiska á bjóð og
geymir í skrá sem tilheyrir sinni
línulögn.
„Allar þessar aðgerðir eru ein-
faldar í notkun eins og ef lína
slitnar þá kemur merki inn á skjá-
inn sem gefur það til kynna, ein-
nig merki fyrir bjóðaskil svo eitt-
hvað sé nefnt,“ segir Árni.
Að sögn Árna eru ýmsir mögu-
leikar á aukabúnaði í boði eins og
botnhörkubúnaður sem lýsir botn-
laginu. Með því að ferla upp bæði
línulögn og línudrátt er auðveld-
lega hægt að sjá hvernig línan
kastast, til dæmis ef um straum
eða fallaskipti er að ræða. Þeir
sem notað hafa búnaðinn segja
þetta hafa ómetanlegt gildi.
rt@frettabladid.is
HAMID KARZAI
Forseti Afganistan
Uppbygging Afganistan:
Seinagangur
í kerfinu
AFGANISTAN, AP Forseti Afganistan,
Hamid Karzai, segir að lítil skil-
virkni hægi á vexti landsins í
efnahagsmálum. Menn krefjast
bóta á stjórnkerfinu, en seina-
gangur þar kemur sérstaklega
niður á kaupsýslumönnum sem
vilja stofna ný fyrirtæki og þurfa
að bíða lengi eftir leyfum.
Ýmislegt annað hefur staðið
hröðum uppgangi í Afganistan
fyrir dyrum. Mótmæli hafa verið
um landið allt þar sem fólk krefst
þess að laun verði hækkuð og
útistandandi launaskuldir stjórn-
valda verði greiddar. ■
PRAG
Tékknesk kona fagnar samþykki tékknesku
þjóðarinnar fyrir inngöngu landsins í Evr-
ópusambandið.
Tékkland:
Samþykktu
aðild
TÉKKLAND, AP Tékkar samþykktu
aðild að Evrópusambandinu í
þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk
á laugardaginn. Rúm 77% þeirra
sem kusu sögðu já við Evrópu-
sambandinu, en tæp 23% sögðu
nei. Kjörsókn var 55% og er því
bindandi. Þjóðaratkvæðagreiðsl-
an var sú fyrsta sem haldin hefur
verið í Tékklandi.
Vladimir Spidla, forsætisráð-
herra Tékklands, sagði að úrslit
kosninganna væru sigur fyrir
tékknesku þjóðina. Hann sagði
ennfremur að innganga Tékk-
lands í Evrópusambandið markaði
loksins enda á seinni heimstyrj-
öldina og allt sem henni fylgdi í
Tékklandi. Aðrir stuðningsmenn
inngöngu hafa einnig sagt að
fjórtán ára ferð Tékklands frá
kommúnisma til vestursins sé
loksins lokið. ■
■ Lögreglufréttir
Samkeppnisstofnun kannaði verðlagningu veitingastaða:
Mikill verðmunur á
áfengum drykkjum
SETIÐ AÐ DRYKKJU
Mikill munur er á verði áfengra drykkja
samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar.
Tæknibylting
við línuveiðar
Skipstjórar og tæknimenn hönnuðu nýjan búnað sem varpar skýru
ljósi á það sem gerist neðansjávar við línuveiðar. Tilraunir Elcon á
búnaðinum þykja hafa gefið góða raun.
„Allar þess-
ar aðgerðir er
einfaldar í
notkun HÁTÆKNIBÚNAÐUR
Árni Marinósson selur útbúnað sem gerir skipstjórum á línveiðum auðvelt að sjá
það sem gerist undir yfirborði sjávar.