Fréttablaðið - 16.06.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 16.06.2003, Síða 8
Hillary Diane Rodham fæddist26. október árið 1947 í Illinois í Bandaríkjunum. Hillary, sem er elst þriggja systkina, fékk mikla hvatningu foreldra sinna til að afla sér góðrar menntunar. Hún þótti afburðanemandi, auk þess að láta til sín taka í félagsmálum. Árið 1969 hóf Hillary lögfræði- nám við Yale háskólann þar sem hún kynntist núverandi eigin- manni sínum, Bill Clinton. Eftir að námi lauk starfaði Hillary sem lögfræðilegur ráð- gjafi ýmissa stofnana. Þegar Bill Clinton ákvað að hefja sinn póli- tíska feril í Arkansas fylgdi hún honum eftir og studdi dyggilega. Í kjölfarið gengu þau í hjónaband árið 1975. Bill Clinton var kjörinn ríkisstjóri Arkansas árið 1978. Tveimur árum síðar fæddist þeim dóttirin Chelsea. Bill Clinton sat tólf ár samfleytt í ríkisstjóra- stólnum í Arkansas og á þeim tíma kepptist Hillary við að sam- ræma fjölskyldulífið annars veg- ar og auka við frama sinn sem lögfræðingur hins vegar. Auk þess sinnti hún opinberum skyld- um sínum sem ríkistjórafrú. Kaflaskipti urðu í lífi Hillary þegar Bill Clinton var kjörinn for- seti Bandaríkjanna. Sem forseta- frú Bandaríkjanna þótti hún mjög frábrugðin fyrirrennurum sínum. Sætti hún oft gagnrýni vegna af- skipta sinna af ýmsum umdeild- um málefnum. Um leið vakti hún aðdáun kvenna um heim allan vegna baráttu sinnar um bætt kjör barna og kvenna. Hillary Clinton var kjörin öld- ungadeildarþingmaður New York árið 2000. Hún er fyrsta forseta- frúin í sögu Banaríkjanna til að vera kjörin á þing. ■ Ámorgun er þjóðhátíðardagurokkar; 17. júní. Ósköp venjuleg- ur 17. júní. Það eru 59 ár frá lýðveld- isstofnun. Á næsta ári er möguleiki að gera meira úr hátíðarhöldunum. 60 ára afmæli er stórafmæli á lífs- leið okkar mannanna og getur líka verið það hjá ungu þjóðríki. Á næsta ári eru líka 100 ár liðin frá því að fyrsti íslenski ráðherrann var skipaður í emb- ætti. Og 130 ár frá fyrstu stjórnar- skránni – ef ein- hverjum finnst það nógu afrúnuð tala fyrir nógu merkan atburð. Það má sem sagt finna til- efni til veglegrar þjóðhátíðar á næsta ári en ekki þessu. Og í raun engrar hátíðar í líkingu við árið 2000, 1994, 1974 eða 1930 fyrr en 2018 þegar fullveldið verður 100 ára og síðan 2044 þegar lýðveldið nær þeim áfanga. Fyrir þann tíma verð- um við að vera búin að koma okkur upp nýrri sjálfsmynd og nýrri að- ferð til að halda þjóðhátíð. Hið mikla hátíðarár, aldamótaárið 2000, mis- tókst vegna þess að hátíðirnar áttu betur við þjóðina eins og hún var en þjóðina eins og hún var orðin. Almennt óttast Íslendingar ekki um sjálfstæði sitt. Það er gild skoð- un í dag að þykja það fyrirbrigði jafnvel ofmetið. Að okkur væri bet- ur komið ef hættum að tigna það, gæfum hluta af því eftir og færum í Evrópusambandið. Einu rökin sem andstæðingar Evrópusambandsins halda á lofti eru þau að þótt okkur myndi farnast betur í Evrópusam- bandinu, nytum betri réttar og vænni kjara þá myndi þorskinum ekki líða eins vel í sambúðinni við þorskstofna Evrópusambandsins. Við erum utan Evrópusambandsins vegna sjálfstæðis þorsksins – ekki þjóðarinnar. Þótt þetta hljómi sem skrítin hugsun þá erum við henni vön. Í ellefu aldir höguðum við öll- um okkar málum svo að sauðkindin hefði það sem best. Við trúðum að ef henni liði vel liði okkur einnig vel. Eða þá að ef sauðfénu liði vel skipti ekki máli hvernig okkur liði. Þorsk- urinn hefur þannig tekið við af sauð- kindinni sem alterego þjóðarinnar. Það voru fjölþættar ástæður fyr- ir að Íslendingar neituðu sér um sjálfstæð lífsmarkmið og kusu að lifa í gegnum sauðkindina. Kannski vóg þar þyngst að þeir deildu þaki með fé sínu og féð var því hluti af fjölskyldunni fremur en búfé í venjulegum skilningi. Þeir eru ekki margir eftir Íslend- ingarnar sem sjá sauðfé með þess- um augum. Fyrir okkur flest eru rollur skaðræðisskepnur sem hafa nagað landið okkar niður að rót svo það er nú víða á mörkum þess að vera eyðimörk – næstum allsstaðar ber það merki um illa hirðu og að íbúunum sé í raun ekki treystandi fyrir því. Þeir eru líka fáir Íslend- ingarnar sem þekkja eitthvað til þorsksins – þótt þeir séu fleiri en þeir sem borða hann. Þótt þorskur- inn hafi tekið við af sauðkindinni sem æðsti stjórnandi landsins getur hann ekki haldið þeim sessi til lang- frama. Til þess er hann of framandi skepna okkur flestum. Eflaust má færa fyrir því rök að- lífsbarátta Íslendinga hefði verið harðari ef sauðkindarinnar hefði ekki notið við. En það er líka hægt að færa fyrir því rök að Íslendingar hefðu miklu fyrr náð að rétta úr kútnum og byggja hér upp nútíma- legt og iðnvætt samfélag ef lands- stjórnin hefði ekki haft meiri áhuga á kindum en fólki. Þessar skepnur báðar geta því verið allra góðra gjal- da verðar þótt við beygjum ekki væntingar okkar og markmið undir takmarkaða drauma þeirra. Ef við getum lært það af sögunni og byggt upp sjálfsmynd þjóðar sem er ekki alháð dýraríkinu má vera að við finnum tilefni til að fylkja liði á þjóðhátíð eftir 15 eða 41 ár – jafnvel á næsta ári. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um hamingju þjóðarinnar. 8 16. júní 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar tilfinningin fyrir ættjörð-inni dofnar verða ástarjátning- arnar til hennar gífuryrtari. Þeg- ar innlifunin í gömu þjóðarmenn- inguna rofnar tekur hatrið á menningu annarra smám saman þann sess í brjósti viðkomandi sem þjóðarstoltið hafði áður. Þeg- ar sjálfsmyndin er veik er sótt í hópa þar sem táknin eru fá, auð- lesin og sterk. Við höfum horft á þetta gerast í Skandinavíu: þar hefur um lang- an aldur naumast þótt við hæfi að leggja rækt við neitt það sem ýtt geti undir þjóðarstolt frumbyggj- anna í löndunum - hvort sem það er dönsk tunga og rækt við hana eða önnur gömul menning þessara þjóða, þannig fékk íslenskur Ása- trúarsöfnuður ekki viðurkenn- ingu stjórnvalda í Danmörku fyr- ir nokkru, þessi geðslegi átrúnað- ur sem byggir á fornu siðviti og trú á stokka og steina á meðan alls kyns mannfjandsamleg ónáttúra í trúarbrögðum á borð við Vísinda- kirkjuna fær að þrífast þarna óá- reitt. Allt ber að sama brunni: þjóð- arstolt er í þessum löndum orðin að jaðarkennd og öfgum ungra hvítra tossa í lífsins skóla, sem raka á sér hausinn, hlusta á illsku- legt aularokk og fara um í flokk- um baulandi. Þjóðernisöfgamenn eru aldrei þjóðlegir heldur alls staðar eins - það er vegna þess að þeir hafa enga söguvitund og veika sjálfsmynd. Eins og sjálfan þig Við ættum að draga lærdóma af þessu. Til dæmis að láta ógert að fetta fingur út í málvernd, vísnagerð og ættfræðidellu - þetta er meinlaust og auðgar heiminn, en um leið og Íslendingar fara að skynja að þeim sé bannað að velta vöngum yfir þágufallssýki, brag- hendum og Bergsætt vegna þess að það geti „bitnað á nýbúunum“ þá erum við að ósekju farin að skapa úlfúð þar sem engin sérstök þörf er á henni. Fólk sem er stolt af tungumáli sínu er jafnframt skilningsríkt á að aðrir séu stoltir af einkennum sínum. Kristur orð- aði þetta í eitt skipti fyrir öll eins og margt annað: „Elska skaltu ná- unga þinn, eins og sjálfan þig“. Eins og sjálfan þig: það er lyk- ilatriði. Þjóðerniskennd snýst annars vegar um ást á sínum átthögum, jörðinni undir fótum okkar og því sem hún gefur okkur og svo hins vegar um uppfyllingu þeirrar þarfar flestra manna að spegla sig í stærri hóp, skynja sig sem hluta af samfélagi. Hvort tveggja er mjög mikilsvert og ber að virða. Hins vegar er það svolítið mis- jafnt hvernig fólk fullnægir sein- ni þörfinni nú á dögum - eins og reyndar hefur löngum verið. Á fyrri öldum voru menn ekki fyrst og fremst Íslendingar heldur mið- uðu fremur við ætt, fjölskyldu, sveit, jafnvel hérað: voru Skag- firðingar en ekki til dæmis Ey- firðingar, sem var allt annað fólk í vitund þeirra. Nú á dögum skipt- umst við í ótal bálka: sumir eru til dæmis Trekkarar og hafa sérstak- ar sérímóníur þegar þeir heilsast, sumir halda með Manchester United, sumir aðhyllast umfram allt tónlist U2. Á netinu finnur svo fólk sálufélaga sína í þessum litlu samfélögunum og heldur eflaust upp á sína litlu sautjándajúnía... Og í stærra samhengi koma sumir Íslendingar frá Asíu, sumir frá öðrum Evrópulöndum, sumir frá Afríku. Það fólk á vitaskuld ekki að þurfa að rembast við að lifa sig inn í einhvern sviðasultukúltúr - en ekki er þar með sagt að amast beri við honum. Þrátt fyrir þetta: við sem búum hér tilheyrum þrátt fyrir allt dálitlu mengi, við mynd- um saman samfélag, við horfum á sömu fjöllin, deilum rigningunni og myrkrinu á veturna - tignum sömu sólina. Og við verðum að koma okkur saman um einhver al- menn tákn sem höfða til okkar sem samfélagsþegna - sem Íslend- inga. Rýmiskennd Kannski að við ættum að velta fyrir okkur ættjarðarást Banda- ríkjamanna, það er að segja eins og hún birtist hjá sæmilega heil- brigðu fólki: þessi ættjarðarást snýst nefnilega ekki um uppruna, kynþátt, kyn, kynhneigð eða trú- arbrögð, heldur hitt að aðhyllast ákveðna hugmynd - eða kannski öllu heldur hugsjón - um Amer- íku sem land tækifæranna og at- hafnafrelsisins. Þessi draumur snýst iðulega upp í martröð og bandarískt samfélag er ekki til eftirbreytni þegar kemur að vel- ferðarmálum eða stjórnskipan eða peningavaldi - en þessi hug- mynd um Ameríku er engu að síður ákveðin aflstöð hjá öllum þeim sem þar setjast að og gerði þetta land að mesta stórveldi tutt- ugustu aldarinnar, sem var amer- íska öldin, og er að líða undir lok. Þessi ættjarðarást er fordóma- laus, jákvæð, opin: hún snýst um rými. Íslensk ættjarðarást ætti ein- mitt að snúast um rými, víðátt- una, sem er ein okkar helsta auð- lind, og við ættum að leitast við að reyna að láta speglast innra með okkur sjálfum. Sökum lands- hátta hafa ákveðin einkenni orðið algeng meðal Íslendinga, til dæm- is þau að hafa á tilfinningunni að maður hafi nóg pláss - í öllum skilningi - og að hinir hafi það líka. Í þessu felst virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra og langlundargeð gagnvart þeirra margháttaða og misvel- heppnaða bauki. ■ Enn um LR Sigurður Karlsson skrifar Ágæt grein Fréttablaðsins 13.júní um gríðarlegan rekstrar- vanda Leikfélags Reykjavíkur heldur sig að mestu við fyrirliggj- andi staðreyndir um hallarekstur LR undanfarin ár og sóun eigna fé- lagsins. Þó losnar hún úr sambandi við raunveruleikann þegar rætt er við Guðjón Pedersen leikhússtjóra LR: „Vandi leikfélagsins er fyrst og fremst miklar launahækkanir starfsmanna,“ segir leikhússtjór- inn. Enn er hér hamrað á því að launin séu helsta vandamál leik- hússins. Sífellt er kjarasamningi við leikara frá í mars 2001 kennt um rekstrarvandann og horft framhjá því að hallarekstur núver- andi leikhússtjóra var kominn á fullt skrið áður en sá samningur kom til. Samningurinn um laun leikara var undirritaður af formanni leik- félagsins, framkvæmdastjóra og leikhússtjóra Guðjóni Pedersen - vissu þessir menn ekki hvað þeir voru að gera? Með þessum kjara- samningi varð eðlilega breyting á einni af fjárhagslegum forsendum leikhússins og þeim sem gerðu samninginginn. Það var síðan verk- efni stjórnendanna, þ.m.t. leikhús- stjórans, að haga rekstrinum í sam- ræmi við þessar forsendur. Ábyrg- ir stjórnendur gera ekki samning um hækkun launa eða annarra út- gjalda og væla svo um það næstu árin að sú ákvörðun þeirra sjálfra sé að sliga reksturinn. Annars er það athyglisvert að leikhússtjóri í öðru stærsta at- vinnuleikhúsi landsins skuli líta á það sem helsta vanda atvinnuleik- hússins að greiða þurfi leikurum og öðrum listamönnum laun. Og helsta ráðið við vandanum er að segja upp listamönnunum - dýr- mætustu eign hvers leikhúss. Laun listamanna er ekki vanda- mál atvinnuleikhússins heldur megintilgangur þess. Atvinnuleik- húsið er til þess að skapa lista- mönnum aðstæður til að starfa að list sinni sem atvinnumenn á laun- um. Það hefur verið markmið og tilgangur Leikfélags Reykjavíkur a.m.k. síðustu 50 árin. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um þjóðernisvitund og fordóma gagnvart innflytjendum Hugmyndin um Ísland ■ Bréf til blaðsins Þorskurinn, kindin og við ■ Af Netinu Kanar kvaldir Hér á ég við þá augljósu staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa pínt Bandaríkjastjórn árum saman til að hafa hér her án þess að fyrir því sé nokkur herfræðileg forsenda. Herinn er hér að okkar ósk til að halda uppi atvinnu og menn hafa ekki haft dug til að takast á við þær óhjákvæmi- legu breytingar sem allir vissu að yrðu en enginn virðist hafa undirbúið. HREINN HREINSSON Á KREML.IS Vitið eða friðlýsinguna Gott og vel, þetta eru auðvitað útúr- snúningar, skólinn er við vatnið og Tómas Ingi var ekki að missa vitið heldur gerist það af og til að menntamálaráðherra fellst á tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins og frið- ar byggingu að hluta eða í heild. VEFÞJÓÐVILJINN Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð Jafnvægisdans milli fjölskyldu og frama Maðurinn ■ Þótt þorskurinn hafi tekið við af sauðkindinni sem æðsti stjórnandi landsins getur hann ekki hald- ið þeim sessi til langframa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.