Fréttablaðið - 16.06.2003, Page 10

Fréttablaðið - 16.06.2003, Page 10
KNATTSPYRNA Íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu vann góð- an sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik þeirra í undankeppni Evrópu- keppninnar 2005. Lokatölur voru 4-1 Íslandi í vil og voru úrslitin sanngjörn miðað við gang leiks- ins. Það verður að segjast að byrj- unin lofar góðu. „Ég er ofsalega sátt við sig- urinn því við vissum nánast ekki neitt um Ungverjana og gátum lít- ið spáð í liðið fyrir leikinn,“ sagði Helena Ólafsdóttir þjálfari kvennalandsliðsins. „Við höfum talsvert meiri upplýsingar um hin liðin í riðlinum þannig að þessi staða kemur vonandi ekki upp aftur. Það er erfiðara en að segja það að renna svona blint í sjóinn aftur.“ Upplýsingaleysið kom ekki að sök í þetta sinn því fyrir utan spretti Ungverja annars lagið voru íslensku stelpurnar með öll völd á vellinum meðan þær sköp- uðu sér fá marktækifæri í leikn- um. Mörk Íslands gerðu þær Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Áshildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir en Margrét, sem er 17 ára, varð þar með yngst allra til að skora í landsleik með kvennalandsliðinu. ■ 10 16. júní 2003 MÁNUDAGURGolf Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn 2ja - 11 ára í íbú› m/svefnh. og stofu í 7 nætur. 64.482 kr.* Sta›grei›sluver› á mann m.v. 2 í íbú› m/svefnh. og stofu í 7 nætur. 79.970 kr.* e›a * Innif.: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›i, akstur og íslensk fararstjórn. Aukavika skv. ver›lista. Barnaafsláttur: 30.000 f. börn 2ja - 11 ára. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 14 72 06 /2 00 3 Ilianthos Villlage er gullfallegt hótel flar sem snyrtimennska er í hávegum höf› og fljónusta er fyrsta flokks. Íbú›ir eru loftkældar og me› öllum flægindum. Á hótelinu er veitinga- salur, snakkbar, sundlaug og barnalaug. Hóteli› stendur vi› strönd og er í göngufæri vi› verslanir og veitingasta›i. Aukavika Frítt fyrir bör n 2ja - 11 ára í í bú› me› 2 fullor› num. VIJAY SINGH Hann og Jim Furyk léku hvað best á Opna bandaríska mótinu í golfi. FÓTBOLTI „Landsbankadeildin fer að þróast í átt að spánni frá í vor,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálf- ari og leikmaður Völsungs, þegar Fréttablaðið bað hann að spá í framvindu deildarinnar. Ásmund- ur lék áður með Fram og Breiða- bliki í efstu deild en gekk til liðs við sitt gamla félag á Húsavík í fyrra. „Það eru alltaf einhver lið sem byrja vel en dala þegar líður á. Við höfum oft séð félag sem er efst eftir þrjár, fjórar umferðir en fellur kannski að hausti. Maður sér kannski KA í því hlutverki núna. Þeir eru í 2. sæti en ég á ekki von á að þeir haldi þessu flugi.“ „Fylkismenn tel ég vera með öflugasta liðið. Mótið verður ein- vígi milli Fylkis og KR og ég held að Fylkir klári þetta. Valur og Þróttur verða í baráttunni við FH og Fram um að falla ekki og hugs- anlega ná upp í miðja deild.“ LANDSBANKADEILD KARLA Ásmundur Arnarsson telur raunhæft að Framarar stefni á Evrópusæti. Fer að þróast í átt að spánni Ásmundur Arnarsson, þjálfari og leikmaður Völsungs, telur að Fylkir muni hafa betur í baráttu við KR um Íslandsmeistaratitilinn. KVENNALANDSLIÐIÐ Vissi ekkert um andstæðinginn en það kom ekki að sök. RIÐILLINN Rússland 1 1 0 0 6:0 3 stig Frakkland 1 1 0 0 4:0 3 stig Ísland 1 1 0 0 4:1 3 stig Ungverjar 3 1 0 2 3:8 3 stig Pólland 2 0 0 2 0:8 0 stig Stelpurnar okkar ætla sér stóra hluti: Góð byrjun kvennalandsliðsins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.