Fréttablaðið - 16.06.2003, Page 12

Fréttablaðið - 16.06.2003, Page 12
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn; sími: 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar; sími: 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan; sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Fyrsti Bensinn minn er sá bíll semég sakna mest því honum fylgja ákveðnar tilfinningar“ segir Guðfinn- ur Halldórsson bílasali. „Þetta var 180 Bens, ‘55 módelið. Hann var dökk- brúnn á litinn og æðislega fallegur. Þetta var auðvitað ódýrasta gerð af Bens á þessum tíma en engu að síður Bens.“ Bílinn eignaðist Guðfinnur haustið 1967 þegar hann skipti á honum og gömlum Willis-jeppa. „Jeppinn var fyrsti bíllinn sem ég eignaðist en mað- urinn sem átti Bensinn seldi hann víst fyrir hey“ segir Guðfinnur og hlær. Hann saknar jeppans lítið en það er greinilegt að hann hugsar með hlýju til gamla Bensins. „Eftir öll þessi ár get ég ennþá fundið lyktina sem var í þessum bíl. Það var svona drossíulykt. Tilfinningin að koma inn í þennan bíl var einstök.“ Þýskir bílar áttu ekki upp á pall- borðið hjá ungu kynslóðinni á þessum árum. „Pabbi átti Mercedes Benz en vinirnir mínir og félagar voru allir á amerískum köggum svo maður þótti auðvitað frekar hallærislegur. Það breyttist þó snarlega þegar maður kom út á land því að Bensinn var hærri en amerísku bílarnir og fór miklu betur með mann. Þessi bíll brást mér aldrei.“ Eftir tvö ár seldi Guðfinnur Bens- inn og keypti sér annan nýrri. Þá varð ekki aftur snúið. „Ég á enn Bens og ætla alltaf að eiga Bens. Ef ég verð blankur þá kaupi ég bara ódýrari Bens.“ Guðfinnur minnist konu nokk- urrar sem kom með manni sínum á bílasöluna til að kaupa fjölskyldubíl. Eiginmaðurinn vildi ólmur kaupa Bens en konan var full efasemda. „Maðurinn fékk sínu fram en þegar búið var að ganga frá kaupsamningn- um snýr konan sér að mér og biður mig í einlægni að segja sér hvaða ókostir fylgi þessum bíl. Ég svaraði sem satt er: „Kona góð, það er aðeins einn galli við Merzedes Benz og hann er mjög slæmur. Þegar þú kaupir einu sinni Bens þá getur þú aldrei keypt neitt annað eftir það.“ Það reyndist rétt því ég er búin að selja þessum hjónum þrjá Bensa síðan.“ ■ Guðfinnur Halldórsson bílasali er mikill áhugamaður um bíla og hefur átt marga góðgripi í gegnum tíðina. Hann minnist með sérstakri hlýju fyrsta Bensins sem hann eignaðist. Ég get ennþá fundið drossíulyktina MERCEDES-BENZ ‘58 MÓDEL Þennan bíl er verið að bjóða upp til styrktar verkefninu Þjóð gegn þunglyndi. „Þetta er sams konar bíll og ég átti. Ég treysti mér því miður ekki til þess að bjóða í þennan bíl því að hann fer eflaust á alltof háu verði“ segir Guðfinnur. GUÐFINNUR HALLDÓRSSON Guðfinnur ók stoltur um á Bensinum sínum á meðan félagar hans skröltu eftir þjóðvegunum á amerískum köggum sem voru hreint ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Margir hafa farið flatt á því aðsinna ekki reglulegri smurningu á bílnum. Þeir sem til þekkja segja það lykilatriði að skipta um olíusíu og svokallaða loftsíu reglulega. Auk þess fer illa með bílinn að láta hann ganga á gamalli olíu. Á smurstöðinni er ýmislegt annað gert, bílnum til góða, svo sem að bæta á rúðupiss og smyrja læsingar. Í bílaskiptum er bíll sem smurður hefur verið reglulega og dagbók haldin því til sönnunar, mun léttari í sölu og jafnvel verð- mætari. Í lauslegri könnun um hve mikið kostar að sinna þessari sjálfsögðu þjónustu kom fram að verðið er mjög á svipuðum nótum á þeim smurstöð- um sem blaðið hafði samaband við. Miðað var við lág- marksþjónustu en fram kom í viðræð- um okkar við smur- stöðvareigendur að mjög algengt er að skipta einnig um loftsíur, auk þess sem olían er mis- dýr. Ódýrast var að kaupa lágmark- þjónustu hjá Véla- verkstæði Hjalta Einarssonar í Hafn- arfirði en þar kost- ar það hún 3.966 krónur. Verðið hækkar svo í samræmi við stærð bílsins og hve mikil þjónusta er keypt. ■ Verð á smurstöðum mjög svipað: Smyrjið reglulega VERÐ Á SMURNINGU Á LITLUM BÍL - 15 SMURSTÖÐVAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Smurstöð Esso, Hafnarfirði 4.050.- Smurstöð HBS, Bíldshöfða 8 4.280.- Smurstöð Heklu Laugavegi 178 4.824.- Olís - Smurstöðin, Fosshálsi 1 4.600.- Olís - Smurstöðin - Melabraut 24 3.966.- Olís - Smurstöðin, Knarravogi 2 4.384.– Bifreiðav. Rvk, Bæjarflöt 13 5.400.- Bílav. Stimpill, Akralind 9 4.466.- Bæjardekk, Langatanga 1a 4.672.- Hjólbarðav. Vestub., Ægisíðu 102 4.839.- Smurstöðin Stórahjalla 2 4.770.- Smurhöllin Fellsmúla 24 4.636.- Smurstöð Garðarbæjar 4.405.- Nesdekk - Smurþj, Suðurst. 4 4.476.- Bíljöfur, Smiðjuvegi 68-70 3.979.- Meðalverð 4.516.- *Athugið að mjög misjafnt er hvað felst í þjónust- unni og hve vel er farið yfir bílinn. Sumir kanna rúðupiss og bæta á það en hjá öðrum er ekki innifalið annað en skipti á olíusíu og olíu. Miðað er við Póló árgerð 2000 með 1400 vél. SMURNING Það fer vel með hann og heldur - verðgildi hans ofar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.