Fréttablaðið - 16.06.2003, Page 13
FIMMTUDAGUR 12. júní 2003
Fyrsta bifreiðin sem var byggðmeð aðstoð færibanda var T-
módel af Ford árið 1914. Bifreið-
in sem er líklega frægasta öku-
tæki sem framleitt hefur verið
varð fljótt táknræn fyrir fram-
sýni Ford sem notaði öll möguleg
meðul til að framleiða bílinn með
sem minnstum kostnaði. T mód-
elið varð samt fljótt þekkt sem
traustur og góður bíll. Henry
Ford náði fljótt góðum árangri
með færibandaframleiðslu sína
og innan tíðar var hægt að bjóða
T-módelið í „öllum litum svo
lengi sem hann er svartur.“
Ástæðan var sú að svart lakkið
þornaði mun fyrr en aðrir litir og
þannig náðist enn frekari hag-
ræðing í framleiðslunni.
Henry Ford sjálfur áleit T-
módelið hinn fullkomna bíl og
vildi engu breyta í hönnun hans
þangað til 1927 þegar hlutabréf í
Ford fóru að falla í fyrsta sinn.
Áður en framleiðslu var loks
hætt þann 26. maí árið 1927 hafði
Ford selt yfir 15 milljónir bíla af
þessari tegund sem kostaði í upp-
hafi 40.271 krónu. ■
T-módelið frá Ford var tímanna tákn:
Fyrstur framleiddur á færibandi
T MÓDEL FORD
Sennilegast frægasta
ökutæki sem fram-
leitt hefur verið.
Sumarið er komið og tímiferðalaga því runninn upp.
Mikilvægt er að öllum líði vel
þegar ekið er eftir þjóðvegum
landsins. Einn hængur er þó á.
Hávaxnir menn þurfa ósjaldan
að gjalda fyrir karlmannlegan
vöxt sinn með því að húka bogn-
ir og illa haldnir í aftursætum
smábíla þar sem lítið er rýmið.
Fréttablaðið fór á stúfana með
193 sentimetra í farteskinu og
kannaði málið nánar. Bornir voru
saman þrír smábílar og þeim
gefin einkunn. ■
Hávaxnir karlmenn í aftursætum smábíla:
Húka bognir
og illa haldnir
NISSAN MICRA, ÁRGERÐ 1997
Inngangur í lagi. Gott rými. Get horft út um
gluggann án þess að þurfa að beygja mig.
Með því betra sem ég hef kynnst. Þrjár og
hálf stjarna. Þessi fær mitt atkvæði.
PEUGEOT 206,
ÁRGERÐ 1999
Nokkuð auðvelt að
setjast inn. Mætti
samt vera hærra til
lofts. Þarf að beygja
mig til að horfa út
um gluggann. Hef
þó kynnst því verra.
Tvær stjörnur af
fjórum mögulegum.
WW POLO, ÁRGERÐ 1998
Ágætt að komast inn og út. Mætti þó vera
hærra til lofts. Hæð mín fær ekki almenni-
lega að njóta sín. Tvær stjörnur.
HHHh
HH
HH