Fréttablaðið - 16.06.2003, Síða 16
Húsið númer fjögur við Suðurgötuhefur löngum vakið eftirtekt og
mörgum þótt mikið til glæsileika þess
koma. Það er tæplega hundrað ára
gamalt og þar hafa búið fjórar kyn-
slóðir sömu fjölskyldunnar, hver á eft-
ir annarri.
Nú býr í húsinu Guðjón Pedersen
leikstjóri og leikhússtjóri Leikfélags
Reykjavíkur með eiginkonu og tveim-
ur börnum. „Ég er alinn upp í þessu
húsi og man eiginlega ekki eftir að
hafa búið annars staðar. Það var að-
eins þegar ég flutti á sínum tíma úr
föðurhúsum til að skoða heiminn að ég
sagði skilið við þetta
hús,“ segir Guðjón.
Guðjón býr á
neðri hæðinni en á
hæðinni fyrir ofan
býr bróðir hans. „Nú
á ég helming hússins
á móti mömmu en
bróðir minn býr í
hennar hluta. Undan-
farin ár hef ég verið
að gera húsið upp og
er langt kominn með það að innan. Við
stefnum að því að vera búin að ljúka
því að gera það í stand að utan þegar
húsið á aldarafmæli árið 2006.“
Vinir Guðjón líktu húsinu gjarnan
við Sjónarhól, húsið hennar Línu
Langsokk. „Það voru gjarnan útlendir
vinir mínir sem nefndu það en fyrir
mér er það eðlilegasti hlutur í heimi
að búa hér.“
Guðjón segir gott að búa í mið-
bænum og það sé mesti misskilning-
ur að ekki sé þægilegt að vera með
börn þar. Það þekki hann frá báðum
hliðum. „Sjálfur var ég barn í mið-
bænum og mér finnst gott að ala mín
börn þar upp. Það gilda aðeins aðrar
reglur sem börn verða að fara eftir
en mjög þægilegt eigi að síður,“ segir
hann.
Guðjón segist hafa veitt því eftir-
tekt að barnafjölskyldur flytji í aukn-
um mæli í miðbæinn, einkum hafi
breyting orðið við Suðurgötuna. Í
húsið við hlið hans flutti nýlega fjöl-
skylda með tvö ung börn og væntan-
lega á fjör eftir að færast í leikinn við
götuna.“ ■
Ég fékk símtal um daginn, á hinumendanum var vinur minn sem var
nýbúinn að festa kaup á íbúð ásamt
kærustunni sinni og langaði að fá álit
á því hvernig best væri að hækka
vinnuborðið á eldhúsinnréttingunni
sem var mjög lágt. Ég fæ oft svona
símtöl frá vinum mínum og bregst
ávallt vel við þeim. Enda hef ég mik-
inn áhuga á því sem viðkemur hýbýl-
um fólks og er sá maður úr vinahópn-
um sem oftast hefur gengið í gegnum
þær þjáningar sem fylgja því að taka
íbúð í gegn.
Sú hugmynd sem fæddist þarna
gæti kannski gagnast einhverjum sem
á við sama vandamál að glíma og vill
ekki fórna gömlu innréttingunni en
gera hana samt nothæfa. Hugmyndin
er einföld og notadrjúg, en hún er
einfaldlega að setja nýja borðplötu
á innréttinguna sem fyrir er og
kaupa einnig aðra nákvæmlega
eins, sníða svo renninga sem hækka
þá neðri frá efri med því bili og hæð
sem rúmar rauðvínsflösku. Þar med
er hækkunin komin og líka rauðvíns-
rekki fyrir jafn margar flöskur og
lengd innréttingarinnar leyfir.
Fljótlega eftir þetta giftu þau sig
og þó ég ætli ekki að þakka það
þessari lausn, þá langar mig að
þakka fyrir stórkostlega
brúðkaupsveislu. Þau
lengi lifi húrra, húrra,
húrra.
Kveðja Frikki
húsið o.fl.
V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a
Ritstjórn; sími: 515 7500 – netfang: husid@frettabladid.is. Auglýsingar; sími: 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan; sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.
Frikki Weisshappel gefur góð ráð/
Vínrekki hækkar
eldhúsborð
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
GUÐJÓN PEDERSEN VIÐ ÆTTARÓÐALIÐ
Það er fallegt og reisulegt þetta hús við Suðurgötu 4. Mörgum hefur fundist ævintýrablær vera yfir
húsinu þar sem Guðjón hefur búið í stærstan hluta ævi sinnar.
Fjórða kynslóðin
í sama húsi
Guðjón Pedersen leikhússtjóri Borgarleikhússins hefur búið í sama
húsinu nánast alla ævi. Áður bjuggu þar afi og langafi hans.
„Ég er alinn
upp í þessu
húsi og man
eiginlega ekki
eftir að hafa
búið annars
staðar.
SÉRSTAKT HÚS
Vinir Guðjón líktu húsinu gjarnan við Sjónarhól, húsið hennar Línu
Langsokk.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
TB
ERT