Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2003, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 16.06.2003, Qupperneq 17
fast/eignirMÁNUDAGUR 16. júní 2003 3 Plantan er ekki ræktuð til mat-ar en ég reikna ekki með að hún sé óæt,“ segir Þórólfur Jóns- son deildarstjóri garðyrkju- deildar Reykjavíkurborgar um skrautkálið sem prýðir blóma- ker í miðbæ Reykjavíkur. Kálið hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár, ekki bara í opinberum blómakerjum heldur líka í görðum við heima- hús. Í Blómavali fengust þær upplýsingar að skrautkálið væri geysilega vinsælt. Kálið er keypt forræktað snemma sum- ars en stóri kosturinn við þetta skrautlega kál er að það er harðgert og skreytir garðana allt til jóla. ■ Mikill munur á málningarverði/ Allt að 340% verðmunur Allt að 340% verðmunur er á 10lítrum af hvítri innimálningu samkvæmt könnun sem Frétta- blaðið gerði hjá nokkrum máln- ingarvöruverslunum á höfuðborg- arsvæðinu fyrir skömmu. Meðal- verð á tíu lítra dósum er 5.888 krónur. Dýrasta málningin er hjá Hörpu-Sjöfn en þar kostar tíu lítra fata með hvítri innimálningu 9.593 krónur. Ódýrasta málningin var hjá Íslandsmálningu, 3.267 krónur. Næstlægsta verðið á málningu er hjá Húsasmiðjunni, 3.990, og síðan í Litaveri 4.990 krónur. Hafa verður í huga þegar verð á málningu eru borið saman að sumar verslanir bjóða upp á málningu með gljástigi 7 en aðrar með gljástigi 10. Talsverður mun- ur er á málningu eftir gljástigi, því hærra sem það er því hærra er verðið. Könnunin var gerði með því að hringt var í málningarverslanir á höfuðborgarsvæðinu og spurt um verð á 10 lítra innimálningu með gljástigi 10. ■ Verslun Verð Byko 5990 kr. Húsasmiðjan* 3990 kr. Litabær* 7500 kr. Litaver 4990 kr. Íslandsmálning** 3267 kr. Harpa-Sjöfn 9593 kr. Meðalverð 5.888 kr. * Húsasmiðjan selur málningu með gljástigi 7 **Íslandsmálning selur 9 lítra dósir, gljástig 7 á 2970 krónur. Verðið er uppreiknað í 10 lítra. BLÓMAKER Í MIÐBÆNUM Skrautkálið setur skemmti- legan svip á blómakerin í miðbæ Reykjavíkur. Blómatískan/ Skrautlegt og langlíft kál MÁLNING Mikill verðmunur er á málningu sam- kvæmt könnun sem Fréttablaðið gerði hjá nokkrum málningavöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu. SKRAUTKÁL Kálið er notað til skrauts bæði við heimahús og í opinberum blómakerjum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.