Fréttablaðið - 16.06.2003, Qupperneq 19
fast/eignirMÁNUDAGUR 16. júní 2003 5
sölu hjá
Klapparhlíð – Mosfellsbæ
Við erum að reisa blandaða byggð lítilla fjölbýlishúsa
og raðhúsa. Byggðin rís á framtíðarbyggingasvæði
Mosfellsbæjar. Mjög falleg hönnun, gott útsýni og
rými milli húsa. Sérinngangur í fjölbýlishúsaíbúðir
er af svalagangi eða jarðhæð. Húsin eru einangruð
og klædd bárumálmi og harðviði og þarfnast því
lítils viðhalds. Öll þjónusta, skóli og leikskóli í
næsta nágrenni. Barnvænt umhverfi. Teiknistofan
Úti og Inni sá um hönnun húsanna.
Laugarnesvegur 87 og 89
Eigum eftir örfáar rúmgóðar íbúðir á einum eftirsóttasta
stað í bænum (gamla Goðalóðin) í hjarta borgarinnar.
Frábærlega hannaðar, bjartar og sólríkar íbúðir í 5 og 6
hæða fjölbýlishúsi með lágmarksviðhaldi og frábærri hönnun.
Húsin eru einangruð að utan, klædd álklæðningu og harðvið.
Sérstök áhersla er lögð á hljóðvist. Dyrasími er tengdur
myndavél í anddyri. Val er um viðartegundir á innréttingum
og hurðum. Skemmtilegt útsýni er úr íbúðum. Sérinngangur
er í íbúðir af svalagangi eða beint af jarðhæð og er hert
gler í svalagöngum til að skýla fyrir veðri og vindum.
Teiknistofan Úti og Inni hannaði húsin.
innig eru ítarlegar upplýsingar um eignirnar á Innréttingar eru sérlega vandaðar, en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk tökum við vel í slíkaróskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma.
Breytingar á íbúðum
Þórðarsveigur – Grafarholti
Skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja
íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á eftirsóttum og
fallegum útsýnisstað. Sérinngangur af svalagangi
eða beint af jarðhæð í hverja íbúð. Vandaðar innrétt-
ingar. Þvottahús er í öllum íbúðum. Mjög stutt er
í alla þjónustu og er leikskóli steinsnar frá húsinu.
Húsið er steinsallað að utan og þarfnast því lítils
viðhalds. Kanon arkitektar hönnuðu húsin.
Borgartún 30 A og B
Stórglæsilegt 6 hæða lyftuhús með stórum og björtum íbúðum
sem hannaðar eru með þægindi íbúa í huga af Ingimundi
Sveinssyni arkitekt. Íbúðirnar eru sérlega vandaðar 130 til
150 fm á frábærum stað í höfuðborginni, mitt á milli Laugardals
og miðbæjarins. Öllum íbúðum fylgir sérstæði í bílageymsluhúsi
sem innangengt er í úr lyftu eða stigahúsi. Íbúðirnar eru
afhentar fullbúnar án gólfefna að undanskildum baðherbergja
og þvottahússgólfum. Yfirbyggur sólskáli úr stofu.
Íbúðirnar eru í einu glæsilegasta fjölbýlishúsi í Reykjavík,
við Borgartún 30A og 30B, frábærlega hannaðar, rúmgóðar
og bjartar. Lyftur ganga úr bílastæðahúsi og opnast beint
inn í flestar íbúðirnar. Fullkomið brunaviðvörunarkerfi tengt
öryggismiðstöð er í húsinu öllu, loftskiptakerfi, mynddyrasími
er tengdur myndavél í anddyri og hljóðeinangrun með því
besta sem þekkist.
Íbúðum á jarðhæð fylgja sérafnot af hluta lóðar og íbúðum
á annarri hæð og ofar fylgja góðar suðursvalir. Skemmtilega
hönnuð sólstofa er í framhaldi af stofu á móti suðri. Húsið
er einangrað að utan og með álklæðningu og þarfnast því
lágmarksviðhalds.
Sameign og lóð verða fullfrágengin með hellulögðum
gangstígum, grasflötum, gróðri og snjóbræðslukerfi í stétt
fyrir framan húsið. Staðsetningin er afar hentug, stutt í
miðbæinn, Kringluna og Laugardalinn, eitt helsta
útivistarsvæði Reykvíkinga.
Verð frá 19,2 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi.
boði
Steinás – Njarðvíkum
Glæsileg, vel hönnuð tæplega 140 fermetra parhús
á einni hæð við Steinás í Njarðvíkum. Húsin eru
klædd að utan með álklæðningu og harðviði. Húsin
eru með innbyggðum bílskúr og er í þeim gólfhiti.
Þeim er skilað tilbúnum til innréttinga en að auki
eru innveggir spartlaðir og grunnmálaðir. Að utan
eru þau fullbúin með fullfrágenginni lóð með hita
í stéttum og garður tyrfður. Húsin standa á mjög
fallegum og eftirsóttum stað í Njarðvíkum.
Smáraflöt – Akranesi
Skemmtilega hönnuð raðhús á einni hæð með
innbyggðum bílskúr. Húsin eru timburhús á
steyptum sökkli, klædd að utan með bárumálm-
klæðningu og þarfnast því lágmarksviðhalds.
Húsunum verður skilað fokheldum að innan en
fullbúnum að utan með grófjafnaði lóð. Húsin
standa á skemmtilegum stað á nýjasta
byggingasvæði Akraness.
Mána tún
Mánatún
Sóltún
Sóltún
Só ltún
Borgartún 30B og 30A