Fréttablaðið - 16.06.2003, Page 35
Mennirnir sem eru að ráðgastmeð djassmál í Hafnarfirðin-
um vildu endilega að halda tónleika
mér til heiðurs þar sem ég á 60 ára
starfsafmæli“ segir Guðmundur
Steingrímsson betur þekktur sem
Papa-jazz um tildrög tónleika í
Hafnarhúsinu í kvöld.
„Í barnaskóla fór ég að lemja á
trommur eins og margir gera. Það
má segja að ég hafi fyrst orðið
heillaður af trommuleik þegar
Skotarnir komu marserandi inn í
þjóðkirkjuna nokkrir saman, sving-
andi kjuðunum og allir í takt.“
„Ég byrjaði að spila þegar ég var
14 ára í Gúttó. Þar vorum við alltaf
með tónleika á sunnudögum sem
voru kallaðir rekstrarsjón. Þá spil-
aði ég í hljómsveit sem hét Ungir
piltar. Með mér í Ungum piltum var
Matthías Mathiesen sem síðar varð
ráðherra, Eyþór Þorláksson og
Bragi Björnsson og síðar bættist
við hópinn Gunnar Ormslev. Það
kom alltaf troðfullur strætó að
hlusta á okkur úr Reykjavík. Síðan
þegar klukkan var orðin rúmlega
ellefu þá þustu allir út til að ná
strætó aftur í bæinn. Þetta var í
kringum 1945 og stríðinu ekki lok-
ið. Könunum var hins vegar aldrei
hleypt inn í Gúttó því við vildum
hafa þetta út af fyrir okkur,“ segir
Guðmundur og bætir við að fyrir-
komulagið hafi verið gagnkvæmt,
íslenskum karlmönnum var aldrei
hleypt inn á skemmtanir Kananna í
Hafnarfirði.
„Það sem er eftirminnilegast á
ferlinum er þegar ég lék með Tuts
Tileman, sem er munnhörpu- og gít-
arleikari frá Belgíu. Við lékum
saman í Gamlabíó þegar hann kom
hingað í tónleikaferð 1987. Það var
ég, Árni Scheving og Guðmundur
Ingólfsson sem spiluðum með hon-
um. Við æfðum ekkert heldur töluð-
um aðeins saman um hvaða lög við
ættum að taka og í hvaða tóntegund
þau ættu að vera. Við fórum síðan
upp á svið og byrjuðum að spila.
Tuts var alveg ótrúlegur í því að
grípa laglínur Guðmundar Ingólfs
og spila þær á munnhörpuna.“
„Ég heillaðist af jazzinum þegar
ég heyrði hann hjá hermönnunum í
bröggunum. Þeir gáfu okkur krökk-
unum gjarnan plötur sem voru 78
snúninga og ég gat spilað þetta á
handsnúnu fónunum. Á þessum
plötum var gjarnan jazz og ég heill-
aðist gjörsamlega,“ segir Guð-
mundur að lokum. ■
GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON
Papa-jazz á 60 ára starfsafmæli á þessu ári. Honum til heiðurs verða tónleikar
í Hafnarborg í kvöld klukkan 20.30.
15
■ TÓNLIST
Er vinningur
í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill
kælibox í bíla • línuskautar
hlaupahjól og margt, margt fleira!
Glæsilegir vinningar
í Hafnarfirði
17.-22. júní 2003
víkinga
Sólstöðuhátíð
St
af
ræ
na
h
ug
m
yn
da
sm
ið
ja
n
/ 3
28
0
Fjölskylduhátíð
Víkingamarka›ur • Leikhópur
Bardagavíkingar • Erlendir víkingar
Víkingaveitingasta›ir í tjöldum
Sjófer›ir • Hestar
ofl.ofl.
Víkingahátíð
við Fjörukrána
Handverksvíkingar • Dansleikir
Víkingasveitin • Kraftajötnar
Glímumenn • Hla›bor› • Blót
Víkingaveislur öll kvöld
Matseðill 17 júní
Forréttir
Íslenskur Graflax m/graflaxssósu salati og ristuðu brauði
Íslensk Kjötsúpa
Aðalréttir
Pönnusteiktur saltfiskur m/kartöflumús
/ spínati og sítrónusmjör sósu
Steikt Lambalæri m/glóðuðu grænmeti
/ steiktum kartöflum
og villijurtasósu
Eftirréttur
Íslensk skyrkaka m/villiberjasósu
Kaffi
Þriggjarétta máltíð á kr. 3,200.
EFTIRMIÐDAGSKAFFI
Frá kl. 14.00 Kaffi eða Súkkulaði
(Rjómaterta / Súkkulaði / Gulrótarterta / Sandkaka / Kleinur )
MÁNUDAGUR 16. júní 2003
Papa-jazz heiðraður
í Hafnarborg
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM