Fréttablaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 37
Hin ítalska leikkona MonicaBellucci sem er að þreifa sig
áfram í henni Hollywood sagði ný-
lega sína skoðun á útliti amerískra
starfssystra sinna. Að hennar mati
eru þær barnalegar og horaðar á að
líta því þær eru hræddar við að
vera „alvöru“ kon-
ur. „Þær reyna
að virðast
barnalegar
til að laða
að karl-
menn
sem
höndla ekki alvöru konu og vilja
bara eitthvað til að vernda“.
Bellucci, sem er afar ánægð með
eigin mjúku línur segir karlmenn
allmennt hrifna af nokkuð þrýstnum
líkömum og hún ætli ekki að vera
með fyrirslátt um að henni líki at-
hygli karla. „það er fáránlegt að
kona sem hefur eytt milljónum í
fegrunaraðgerðir, líkamsrækt,
snyrtivörur og föt tali hneyksluð um
að hún sé kjöttstykki í augum
karla“.
Óskarsverðlaunafljóðið GwynethPaltrow ætlar að segja skilið
við glamúrlíf stórstjörnunar um
skeið og ferðast um í túrrútu
kærastans, Chris Martin og hljóm-
sveitar hans Coldplay. Hún mun
setja leiklistarferillinn í stutt hlé
og ferðast um með bandinu á tón-
leikaferðalagi þeirra. Chris er
duglegur að tileinka lög ástinni
sinni á tónleikum víða um heim og
ástin milli parsins virðist blóm-
stra.
MÁNUDAGUR 16. júní 2003 17
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 MATRIX REL. kl. 5.30, 8, 10.30 b.i. 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
kl. 4, 6, 8 og 10ANGER MANAGEMENT
IDENTITY kl. 6, 8 og 10
WIEW FROM THE TOP kl. 6, 8 og 10 CREMASTER1, 2 OG 3 kl. 4
CREMASTER 4 OG 5 kl. 6,10
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 6, 8 og 10 bi 16. ára
Bílavarahlutir
Ásþétti
Keilulegur
Hjöruliðir
Kúplingar og höggdeyfarKúpli deyfar
Viftu- og tímareimar
Kúluliðir
Kúlu- og rúllulegur
Hjólalegusett
Hemlahlutir
Bón og hreinsivörur
w w w. f a l k i n n . i s
KVIKMYNDIR „The Transformers“ sí-
breytilegu leikföngin frá Hasbro
sem urðu vinsæl á níunda áratugn-
um hafa nú aftur komist í sviðs-
ljósið. Framleiðendur á bak við X-
men myndirnar og nú síðast „The
League of Extraordinary
Gentlemen“ hafa ákveðið að
ráðast í gerð leikinnar kvikmynd-
ar um vélmennin sem geta brugð-
ið sér í allra kvikinda líki. Nú þeg-
ar eru til teiknimyndaþættir,
myndasögur og teiknuð kvikmynd.
Myndin er þó aðeins á hug-
myndastigi, og engir leikarar eða
leikstjóri verið bendlaður við hana
ennþá. Handritið er enn í vinnslu.
Framleiðendurnir segjast þó hafa
orðið varir við mikinn áhuga frá
bæði kvikmyndaverum og leik-
stjórum, enda mala ofurhetju-
myndir gull þessa daganna.
The Transformers eru, fyrir þá
sem ekki vita, gríðarstór vélmenni
sem á nokkrum sekúndubrotum
geta breytt sér í bíla, flugvélar,
báta, skot- og eggvopn og flest það
sem úr málmi er. ■
Ný ofurhetjumynd:
Ham-
skiptandi
vélmenni
THE TRANSFORMERS
Fjölbreytilegir og sérstæðir. Gífurlega vin-
sæl leikföng sem flestir krakkar og ung-
lingar kannast við.
TÓNLIST Kim Mathers, fyrrum eigin-
kona rapparans Eminem, er nú
undir lögreglurannsókn vegna
grunns um að eiga kókaín. Á þriðju-
dag í síðustu viku stöðvaði lögregl-
an í Michigan bifreið hennar og
fann þar tvo poka sem innihéldu
„hvítt duft“ í hanskahólfinu. Við
frekari rannsókn fannst meira efni
af sömu tegund í húsi hennar. Ekki
er búið að efnagreina duftið.
Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið
sem Kim yrði kærð fyrir að eiga
kókaín. Í júlí árið 2001 var hún
handtekinn og kærð. Hún mun því
þurfa að svara fyrir bæði brotin ef
um kókaín var einnig að ræða í
þetta skiptið.
Kim komst nýlega aftur í heims-
fréttirnar þegar það spurðist út að
hún og Eminem væru aftur byrjuð
saman. Hvort það ástarævintýri
stendur enn er ekki vitað. Ef ekki
megum við líklegast búast við því
að heyra hvernig fór á næstu plötu
rapparans. ■
Eminem:
Fyrrum
eiginkonan
handtekin
EMINEM
Nú er það ekki
Eminem sjálfur sem
er til vandræða,
heldur fyrrum eigin-
kona hans Kim.