Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2003, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 16.06.2003, Qupperneq 44
Þetta hljóta að vera bestukrakkar á Íslandi, ef ekki í öll- um heiminum,“ sagði Birgir Svan Símonarson, skáld sem var einn leiðbeinenda í ritsmiðju 8 - 12 ára krakka í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Eftir nokkurra daga námskeið lásu krakkarnir upp úr verkum sínum. Þar kenndi ýmissa grasa og greinilegt að hópinn sko- rti hvorki hæfileika né hug- myndaflug. Birgir Svan sagði erfitt að temja hugann þegar mað- ur fengi mikið frelsi. Krakkarnir fóru vel með það frelsi. „Við gerðum ljóð og verkefni og svo eitthvað frjálst,“ sagði Lovísa Rós. „Ég gerði sögu þegar mátti gera eitthvað frjálst. Hún var um unga. Sætan unga sem datt úr hreiðrinu og ég bjargaði honum. Þetta var samt ekki sönn saga,“ segir hún. Meira svona eins og hún myndi gera ef hún fyndi unga. Andri er bara sjö ára. „Ég er bara búinn að skrifa þrjár sögur. Eina um ömmu mína sem fót- brotnaði og aðra um afa minn sem fótbrotnaði. Svo eina um dreka.“ Dreka sagan var rímuð, svona söguljóð. „Kennarinn skrifaði á hana svona F og G og svona fyrir pabba minn af því hann kann að slá á gítar.“ Svo mættu þeir hver af öðrum krakkarnir og lásu upp. Bókaþjóð- in þarf greinilega engu að kvíða um framtíð sína. haflidi@frettabladid FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI                  !"   # $%# # &'  ##(&    ■ Andlát Ólafur Olgeirsson, Arnarási 6, Garða- bæ, lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstu- daginn 13. júní. Sæunn Pétursdóttir, áður Ferjubakka 4, lést á hjúkrunarheimlinu Skógarbæ 12. júní. Ásgeir Ásgeirsson, Barónstíg 29, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu mánudaginn 16. júní. Ólafía Þóra Valentínusardóttir, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 26. maí. Útförin hefur far- ið fram í kyrrþey. Stefán Guðmundsson, á Núp á Skarðs- strönd, lést 3. júní síðast liðinn. Útförin fór fram frá Digraneskirkju 11. júní. Matthías Jóhann Jónsson, frá Þórshöfn á Langanesi lést þann 5. júní. Útförin var gerð frá Fossvogskirkju þann 13. júní. 35 ÁRA „Ég er að opna búðina mína formlega í hádeginu og reyni bara að standa mína pligt þar,” segir Jón Sæmundur Auðarson, mynd- listarmaður, sem er 35 ára í dag. „Ég fer létt út að borða með fjöl- skyldunni og síðan verður heljar- innar veisla á Laugavegi 11, á hæðinni fyrir ofan búðina.“ Þar er barinn 11 sem Jón innréttaði, hannaði og þróaði. „Þar verður fyrst afmælis- veisla og síðan tekur við rokkara grímuball þar sem fólk mun mæta í gervum einhverra frægra rokk- ara.“ Jón segir að líklega verði karókí í fullum gangi á ballinu þannig að fólk getur látið gervið taka völdin og stigið á stokk. „Ég er að hugsa um að vera Sid Vici- ous,” segir Jón og bætir því við að þeir sem vilja tryggja að ekki fari milli mála hverjir þeir eru geti komið í Nonnabúð fyrr um dag- inn. „Ég get þá búið til barmmerki sem stæði til dæmis á „Ég er Jim Morrison“ eða eitthvað þess hátt- ar.“ Jón Sæmundur segist ekki vera mikið fyrir afmælisveislur. „Ég hélt síðast upp á afmælið mitt á gamla Bíóbarnum þegar ég varð þrítugur en síðustu tveimur af- mælisdögum eyddi ég í Glasgow þar sem ég var í mastersnámi og gerði ekkert sérstakt.“ ■ JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON „Manni finnst þetta eiginlega vera búið þegar maður er orðinn 30 ára og býst ekki við miklu en það er allt í lagi að taka á því 35 ára og svo kannski aftur þegar maður verður fertugur.“ Afmæli JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON ■ Opnar Nonnabúðina sína á Lauga- vegi 11 formlega á afmælisdaginn og mun að mestu eyða honum þar. Breytist í Sid Vicious á afmælinu FRAMTÍÐARHÖFUNDAR Þessi krakkahópur sat við skriftir í ritsmiðju Borgarbókasafnsis. Þau lásu upp úr verkum sínum í lok námskeiðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LOVÍSA RÓS Skrifaði sögu um sætan unga. Bókaþjóðin þarf engu að kvíða 14. júní 2003 MÁNUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.