Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 2

Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 2
2 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR „Ég tel mig vera það.“ Arnaldur Indriðason er margverðlaunaður met- söluhöfundur glæpasagna. Spurningdagsins Arnaldur, ert þú löghlýðinn? ■ Lögreglufréttir ■ Bráðalungnabólgan SILVIO BERLUSCONI Ítalski forsætisráðherrann lenti í kröppum dansi þegar hann flutti stefnuræðu sína á Evrópuþinginu í gær. Silvio Berlusconi: Olli deilum BRUSSEL, AP Ræða Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, á Evrópuþinginu í gær olli uppnámi og reiði. Meðan Berlusconi skýrði stefnu sína næstu sex mánuði lyftu þingmenn Græningja spjöldum sem á stóð: „Allir eru jafnir fyrir lögum“. Þeir vísuðu þar til ásakana um að Berlusconi hafi komið sér undan réttvísinni. Berlusconi brást reið- ur við þessari truflun og viðhafði niðrandi ummæli um gagn- rýnendur sína. Hann hreytti í Martin Schulz, fulltrúa þýskra jafnaðarmanna, að hann minnti á foringja í útrýmingarbúðum nas- ista. Berlusconi sagðist vita af gerð kvikmyndar um slíkar útrýmingarbúðir og rétt væri að hann mælti með Schulz í hlutverk í myndinni. Þessi ummæli vöktu mikla reiði meðal þingmanna. Schulz og Pat Cox, forseti Evr- ópuþingsins, báðu Berlusconi að draga ummælin til baka. Hann neitaði og sagði þau hafa verið sett fram í kaldhæðni. Leitt væri ef fólk skildi þau ekki. ■ ÁREKSTRAR Í KÓPAVOGI Tveir árekstrar urðu í Kópavogi í gær- dag. Að sögn lögreglu urðu lítils- háttar meiðsl á fólki en eignatjón er talsvert. VARNARLIÐIÐ Bandaríska sendiráðið hefur brugðist við ummælum Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra í Sjónvarpinu í fyrradag. Þar sagði Davíð að það þjónaði engum tilgangi að halda varnar- liðsumræðunum áfram á meðan hvorki íslensk né bandarísk stjórn- völd sýndu vilja til að breyta af- stöðu sinni. David Mees, upplýs- ingafulltrúi sendiráðsins, segir að fundur viðræðunefnda ríkjanna 23. júní hafi verið mjög mikilvægt skref í umræðunni um tilhögun varnarmála á Íslandi. Komið hefur fram að vilji Bandaríkjamanna sé sá að flytja þotusveitirnar af landi brott, en að- spurður vildi Mees ekki staðfesta það. Hann sagði hins vegar að bandarísk stjórnvöld teldu sig enn skuldbundin til að sjá um varnir landsins. Samkvæmt því mun málamiðlun af einhverju tagi vera möguleiki. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ein helsta ástæðan fyrir því hversu bandarísk stjórnvöld hafa verið treg til að veita upplýs- ingar um gang viðræðnanna og fyr- irhugaðan niðurskurð hjá varnarlið- inu sú að íslensk stjórnvöld hafi lít- ið sem ekkert viljað tjá sig við fjöl- miðla um málið. Með þögninni eru bandarísk stjórnvöld því að þóknast íslenskum stjórnvöldum um að ræða ekki málið opinberlega. ■ DEILA Viðar Friðfinnsson, nætur- vörður úr Breiðholtinu, telur af- notadeild Ríkisútvarpsins rang- lega hafa skráð sig fyrir sjón- varpstæki og segir hann stofnun- ina beita sig ofríki og fjárkúgun- um. Tveir tækjaleitendur RÚV komu að heimili hans í fyrrahaust og mættu tékkneskri eiginkonu hans þar sem hún flutti þvott á milli hæða í fjölbýlishúsinu. Þeir fengu undirskrift konunnar um að sjónvarpstæki væri á heimilinu, en Viðar kveðst hafa neitað alfar- ið að eiga sjónvarp og segir eigin- konu sína hvorki hafa verið mæl- andi á íslensku né ensku. „Svo streymdu til mín reikningar og þeir vilja að ég borgi eitthvað sem ég hef ekki. Þeir höfðu komið fimm sinnum áður og hættu ekki fyrr en þeir skráðu mig,“ segir hann. „Við vitum að hann var með sjónvarp þegar við komum, sam- kvæmt upplýsingum konunnar,“ segir Halldór V. Kristjánsson, yf- irmaður afnotadeildar RÚV. Viðar kvartar undan aðferðum RÚV og kveðst lítil not hafa fyrir sjónvarp, þar sem hann sé í vinnu á kvöldin. „Ég er varnarlaus og veit ekki hvað ég á að gera, því þetta er ríkið.“ Hann hefur leitað fulltingis hjá menntamálaráðuneytinu, lögregl- unni og umboðsmanni Alþingis, eftir að hafa reynt að láta taka sig af skrá innheimtudeildarinnar, en allt án árangurs. „Maðurinn er í skuld við okkur og við lítum á málið þannig,“ seg- ir Halldór. Aðspurður um hvort eiginkonunni hafi verið gerð grein fyrir innihaldi þess sem hún skrifaði undir, en plaggið var á ís- lensku, segir Halldór að starfs- menn RÚV hafi geta talað við hana á þýsku eða rússnesku. „Fólkið sem kemur frá okkur tal- ar ýmis tungumál.“ Afnotagjald RÚV er 27.000 krónur á ári og er grunuðum sjón- varpseigendum sendar tvær beiðnir um skráningu áður en starfsmenn afnotadeildar rann- saka það frekar. Á þriðja þúsund óskráð sjónvarpstæki finnast ár- lega með athugunum tækjaleit- enda RÚV. jtr@frettabladid.is Uppreisnarmenn í Aceh: Lagðir á flótta INDÓNESÍA, AP Eftir sex vikna her- ferð gegn uppreisnarmönnum hef- ur indónesíski stjórnarherinn náð yfirráðum í öllu Aceh-héraði, að sögn Endri- artono Sutarto, hershöfðingja. Suarto segir að vopnaðir að- skilnaðarsinnar, sem taldir eru vera um 5.000 talsins, séu allir lagðir á flótta. Talið er að þeir muni leita skjóls í frumskógum og fjalllendi og stunda skæruhernað þaðan. Um 350 manns hafa látið lífið í herferð indónesískra stjórnvalda gegn aðskilnaðarsinnum. Hátt í 600 uppreisnarmenn hafa verið teknir höndum. Barist hefur verið fyrir að- skilnaði Aceh-héraðs síðan 1976. ■ ÚTBREIÐSLA HEFT Í TORONTO Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef- ur lýst því formlega yfir að tekist hafi að stöðva útbreiðslu bráðalungnabólgunnar í Toronto í Kanada. Ekkert nýtt tilfelli hefur komið upp í borginni í þrjár vik- ur. Tævan er nú eini staðurinn þar sem sjúkdómurinn herjar. FARANDVERKAMENN ATVINNU- LAUSIR Um átta milljónir farand- verkamanna í borgum Kína hafa misst vinnuna vegna faraldurs- ins. Yfirvöld höfðu farið fram á það að farandverkamönnum yrði ekki sagt upp af ótta við að þeir myndu yfirgefa borgirnar og breiða út sjúkdóminn. LANDAMÆRI OPNUÐ Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að opna að nýju landamærin að Kína og Mongólíu sem lokuð voru af ótta við útbreiðslu bráðalungnabólgu. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur hafnað öllum tilboðum í gerð vegganga til Siglufjarðar um Héðinsfjörð og frestað fram- kvæmdum. Ástæðan er sögð vera ótti við þenslu sem sé í upp- siglingu vegna stórframkvæmd- anna á Austurlandi. Að sögn samgönguráðuneytis- ins voru bundnar vonir við að hagstæðari tilboð en raun bar vitni bærust í göngin í kjölfar framkvæmda við jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarð- ar. Fresta eigi framkvæmdum í tvö ár; fram á síðari hluta ársins 2006. Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Siglufirði, segir það fyrirslátt að tilboð hafi ekki verið hagstæð. Lægsta tilboð hafi aðeins verið 2 til 3% fram yfir kostnaðaráætlun, það er 6,2 milljarðar króna í stað 5,9 millj- arða. „Þetta er í hróplegri mótsögn við það sem stjórnmálamenn og ráðherrar hafa sagt við okkur að undanförnu og fyrir kosningar. Við höfum ekki fundið fyrir þenslu á þessu svæði og finnst óskiljanlegt að það sé verið að slá af mjög arðbær samgöngu- mannvirki á slíkum stöðum. Menn eru þreyttir á því að það stenst ekki sem sagt er og treysta yfirlýsingum ekki leng- ur,“ segir Guðmundur. ■ Skaðsemi kannabisefna: Meginorsök geðtruflana LÆKNAVÍSINDI Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar benda til þess að mikil neysla kannabisefna geti valdið geðklofa. Rannsóknin hefur vakið ótta manna við það að farald- ur geðsjúkdóma sé á næsta leiti vegna mikillar útbreiðslu efnanna meðal ungs fólks í Bretlandi. Vísindamenn hjá Institute of Psychiatry í London sem gerði rann- sóknina segja að þeir sem noti kannabisefni séu sjö sinnum líklegri til að fá geðsjúkdóma en aðrir. „Því meira magn kannabisefna sem fólk neytir þeim mun fleiri geðlækna þurfum við,“ segir Robin Murray, yfirmaður stofnunarinnar. ■ KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Komið hefur fram að vilji Bandaríkjamanna sé sá að flytja þotusveitirnar af landi brott. Bandarísk stjórnvöld bregðast við ummælum forsætisráðherra: Skuldbundin að verja landið M YN D AP Í HALDI Ung kona sem grunuð er um að tilheyra uppreisnar- hópnum Inong Balee heldur á barni sínu. SIGLUFJÖRÐUR Bæjarstjórinn gagnrýnir að stjórnvöld hafi ákveðið að fresta framkvæmdum. Ríkisstjórnin hafnar smíði Héðinsfjarðarganga: Ólga á Siglufirði RÍKISÚTVARPIÐ Afnotadeild RÚV fékk játningu um sjónvarpstæki hjá tékkneskri eiginkonu næturvarðar, sem segir konu sína ekki hafa skilið erindið, enda hvorki mælandi á íslensku né ensku. Næturvörður í stríði við RÚV Næturvörður úr Breiðholti segir starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa ranglega skráð sig fyrir sjónvarpstæki. Hann er nú í tugþúsunda króna skuld við stofnunina og vill hvorugur aðilinn gefa eftir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.