Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 4

Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 4
4 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR Er Sigur Rós að verða frægari en Björk? Spurning dagsins í dag: Var rétt af stjórnvöldum að greina ekki frá því að Bandaríkjastjórn vildi kalla herþoturnar heim? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 46,3% 31,8% Nei 21,9%Ertu frá þér? Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Asía Skeljungur uppfyllir ekki skilyrði Kauphallar: Síðasta olíufélagið af Aðallistanum? HLUTABRÉF Skeljungur uppfyllir ekki skilyrði um skráningu á Aðallista Kauphallar Íslands þar sem aðeins um 17% hlutabréfa fyrirtækisins eru í eigu almennra fjárfesta. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir málið verða rætt við forsvarsmenn Skeljungs á næstu vikum. „Við munum ræða hvernig félag- ið geti komist aftur undir skilyrðin eða þá að þeir taki ákvörðun um að annað hvort draga félagið út úr Kauphöllinni eða færa það á Til- boðsmarkaðinn. Leiðarljósið er að gæta hagsmuna hluthafa og fjár- festa,“ segir Þórður. Meðal skilyrða fyrir skráningu á Aðallista er að 25% hlutafjár við- komandi félags séu í eigu almennra fjárfesta. „Þetta skilyrði getur ekki talist uppfyllt í tilviki Skeljungs. Kaupþing hefur 35% og þau fyrir- tæki sem stóðu að Haukþingi eiga nú 48%. Þannig að nú eru aðeins 17% í eigu almennra fjárfesta,“ seg- ir Þórður. Olís og Esso hafa þegar verið skráð af Aðallista Kauphallarinnar. Skeljungur er því síðasta olíufélag- ið sem eftir er á listanum. Benedikt Jóhannsson, stjórnar- formaður Skeljungs, hefur lýst þeim vilja stjórnarinnar að félagið verði áfram skráð á Aðallista Kaup- hallarinnar. ■ BETLEHEM, AP Palestínski fáninn var dreginn að húni í Betlehem eftir að ísraelskar hersveitir höfðu hörfað á brott úr borginni. Palestínskar öryggissveitir þeyttu lúðra sína á meðan þær marseruðu inn í miðbæinn. Íbúar Betlehem efast þó um að miklar breytingar séu í vændum þar sem Ísraelar verði áfram með eftirlitsstöðvar víða um borgina. Enn standa ísra- elskar hersveitir vörð fyrir utan Betlehem og takmarka ferðir al- mennings. Yfirtaka Palestínumanna í Betlehem kom í kjölfar við- ræðna Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísrael og palestínska starfsbróður hans, Mahmoud Abbas, þar sem leiðtogarnir tveir féllust á að beita sér fyrir því að vegkortinu til friðar yrði fylgt eftir. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu einnig að láta 21 palestínskan fanga lausan úr haldi, að sögn palestínsks emb- ættismanns. Að loknum fundi tókust Sharon og Abbas í hendur og ítrekuðu að í grundvallarat- riðum ríkti ekki fjandskapur á milli þjóðanna tveggja. Bandarísk yfirvöld hafa heit- ið sem svarar 2,3 milljörðum ís- lenskra króna til enduruppbygg- ingar palestínska stjórnkerfis- ins. Er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem Bandaríkin veita Palestínumönnum beina fjárhagslega aðstoð. ■ Guðni heitir að vernda laxinn Landbúnaðarráðherra kveðst ætla að standa vörð um íslenska laxinn í kjölfar þess að ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög um innleiðingu tilskipunar ESB sem felur í sér að innflutningur lifandi laxa til landsins verði opnaður. STJÓRNMÁL Náttúrufræðistofnun Íslands mælti gegn því 12. júní síðastliðinn að Alþingi samþykkti „þá opnu heimild fyrir innflutn- ingi á laxfiskum“ sem felst í frumvarpi landbúnaðarráðherra um innleiðingu tilskipunar ESB um flutning lifandi laxfiska. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Umhverfisnefnd, gagnrýnir land- búnaðarráðherra fyrir meðferð hans á málinu. „Málið fór alltof seint fyrir þing og þegar bráða- birgðalögin voru sett á var verið að safna saman umsögnum um frumvarpið. Náttúrufræðistofnun gagnrýndi meðal annarra frum- varpið og hún heldur utan um okk- ar löggjöf um náttúruvernd og á að tryggja að alþjóðasamningar okkar á þessu sviði séu virtir. Þetta eru slæleg vinnubrögð af hálfu landbúnaðarráðherra.“ Í áliti stofnunarinnar kemur fram að fordæmi séu fyrir því að Evrópudómstóllinn hafi tekið staðbundin verndarsjónarmið fram yfir stofnsamning ESB um frjálsa verslun. Þar kemur einnig fram að áhyggjur ríkisstjórnar- innar snúist fyrst og fremst um sjúkdómavarnir, en stofnunin seg- ir áhyggjuefnið vera vistfræði- legt. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra setti í gær reglugerð ofan á lagabreytingarnar og heitir því að standa vörð um íslenska laxinn. „Ég hef neitað tugum og hundruðum kvikinda að koma hingað inn í landið af heilbrigðis- ástæðum, þar á meðal krókódíl- um, rottum og gullfiskum. Ég heiti því sem landbúnaðarráð- herra að ég mun standa mína vakt, yfirdýralæknir og hans menn munu standa sína.“ Guðni segir að laxeldi hafi löngum notast við tegundir sem séu frábrugðnar þeim villtu. „Hér situr sá landbúnaðarráðherra sem hefur lokað flestum fjörðum fyrir fiskeldi, hann er eins og Guð- mundur góði í Drangey. Einhvers staðar verða vondir að vera.“ Íslendingar höfðu undanþágu frá tilskipun ESB frá árinu 1994, líkt og Norðmenn. Guðni kveðst hafa trúað því að tekið yrði tillit til þess að frumvarp hafi verið lagt fram í vor og að Alþingi væri í sumarfríi. Hins vegar hafi ekki verið komist hjá innleiðingu til- skipunarinnar. „Ísland á engan kost annan. Eitt er klárt að orð manna eiga að standa, hvað þá undirskriftir þjóða á alþjóða- vísu.“ jtr@frettabladid.is VANCOUVER Jean Chretien, forsætisráðherra, fagnar með kanadísku sendinefndinni þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Vetrarólympíuleikar 2010: Vancouver fyrir valinu ÓLYMPÍULEIKAR Vetrarólympíuleik- arnir árið 2010 verða haldnir í Vancouver í Kanada. Borgin hafði betur í baráttunni við austurrísku borgina Salzburg og Pyeongchang í Suður-Kóreu. Vancouver sóttist eft- ir að halda leikana árið 1976 en var ekki valin. Vancouver er í Bresku Kólumbíu í vesturhluta Kanada. Borgin býr þegar að góðri aðstöðu fyrir vetrar- íþróttir, þar á meðal BC-höllina sem mun hýsa opnunar- og lokahátíð leikanna. Bættar samgöngur verða helsta viðfangsefni Vancouver fram að leikunum en yfirvöld hafa heitið því að verja tíu milljörðum dollara til þessa verkefnis. ■ BÖRN AÐ LEIK Lögreglumenn í Ringsted voru framan af bjartsýnir á að finna Miu Teglgaard Sprotte á lífi. Þær vonir urðu að engu þegar lík hennar fannst grafið í jörðu skammt frá leikvellinum þar sem hún hvarf. Tólf ára stúlka myrt: Morðinginn ófundinn DANMÖRK Þrátt fyrir að dönsku lög- reglunni hafi borist hundruð vís- bendinga frá almenningi hefur ekki tekist að hafa hendur í hári morðingja tólf ára gamallar stúlku sem fannst látin í byrjun vikunnar í bænum Ringsted á Sjálandi. Miu Teglgaard Sprotte hafði verið saknað í þrjá daga þegar sér- þjálfaðir hundar fundu lík hennar grafið í jörðu skammt frá fótbolta- velli. Yfirvöld staðfestu að henni hefði verið misþyrmt kynferðis- lega og hún barin í andlitið áður en hún var kyrkt með nælonsnæri. Lögreglan fann vasahníf og snæri sem líklegt er að morðinginn hafi notað og telur sig hafa undir hönd- unum nothæf DNA-sýni. Vitni telur sig hafa heyrt til misyndismannsins þegar hann var að grafa holu fyrir líkið í þéttu kjarri á miðnætti aðfararnótt sunnudags. ■ LEST FÓR FRAM AF BRÚ Að minnsta kosti 18 manns fórust og 25 slösuðust þegar þrír lestar- vagnar fóru út af sporinu og féllu fram af brú í bænum Warangal í suðurhluta Indlands. Vagnarnir höfnuðu á fiskmarkaði fyrir neð- an brúna. Hemlar lestarinnar höfðu brugðist með þeim afleið- ingum að lestarstjóranum tókst ekki að stöðva hana. Dani í gæsluvarðhald: Sendi hass með skipi LÖGREGLUMÁL 23 ára gamall Dani var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald í tvær vikur vegna fíkni- efnabrots. Tollgæslan í Reykjavík fann tíu kíló af hassi í vörusend- ingu sem kom með skipi frá Dan- mörku og tilkynnti hún lögreglu um fundinn. Á mánudaginn kom síðan maðurinn og vitjaði send- ingarinnar. Maðurinn var handtekinn af lögreglu og hefur gengist við því að eiga efnið. Maðurinn er búsett- ur í Danmörku og sendi sjálfur pakkann áður en hann kom til landsins með flugi. Ætlaði hann að selja efnið hér á landi. ■ SKELJUNGUR OG KAUPHÖLLIN Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, segir Skeljung ekki lengur uppfylla skilyrði um eign almennra fjárfesta á hlut- fé olíufélagsins til að geta verið skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Reyndi hasssmygl: Greip í tómt LÖGREGLUMÁL 31 árs Íslendingur, búsettur í Danmörku, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. júlí næstkomandi vegna fíkni- efnabrots. Tollgæsla í Svíþjóð fann sex kíló af hassi í íslensku skipi og lagði hald á það. Pakkinn var síðan sendur til Íslands, eftir að fíkniefnin höfðu verið tekið úr honum. Viðtakandi vitjaði síðan pakk- ans á þriðjudag og fékk hann af- hentan, en var í kjölfarið handtek- inn af lögreglu. Efnið var ætlað til sölu hér á landi og er málið í rann- sókn. ■ MARSERAÐ Í BETLEHEM Palestínskir sérsveitarmenn marsera inn í Betlehem með fána þjóðar sinnar í broddi fylkingar. Friðaráætluninni hrint í framkvæmd: Palestínumenn taka við Betlehem LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA LOFAR Guðni Ágústsson telur að íslenskum laxastofnum stafi ekki hætta af tilskipun ESB, sem var leidd í bráðabirgðalög í fyrradag. Laxveiðimenn og Náttúrufræðistofnun eru á öndverðum meiði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.