Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 6
6 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
■ Innlent
Veistusvarið?
1Hvaða íslenski körfuboltakappi tekurþátt í æfingamóti með bandaríska lið-
inu Dallas Mavericks í sumar?
2Hvað heitir forstjóri Barnaverndar-stofu?
3Hver verður aðalpersónan í nýjatölvuleiknum Everything or Nothing
frá Electronic Arts?
Svörin eru á bls. 39
1.499,-L E I Ð B E I N A N D I V E R Ð
SPENNANDI FERÐ FÉLAGAR
„Afar hrífandi
frásögn sem heltekur
lesandann.“
Lektørudtalelse, Dansk Biblioteks Center:
„Einstæð frásögn af þjáningum
og þrekraunum,
kjarki og hetjudáðum,
djörfung og áræði
... líflega skrifuð.“
Magnús Magnússon sjónvarpsmaður, Bretlandi:
SVIPUÐ VERÐBÓLGA Greining Ís-
landsbanka spáir 0,2% hækkun
neysluverðsvísitölu í júní en
SPRON 0,1% hækkun. Sam-
kvæmt spá Greiningar er tólf
mánaða verðbólga 1,9% en 1,8%
samkvæmt spá SPRON.
FORSETAR FUNDA Halldór Blön-
dal, forseti Alþingis, er nú
staddur á Grænlandi þar sem
hann sækir fund vestnorrænna
þingforseta. Á málaskrá þeirra
er starfsemi Vestnorræna ráðs-
ins og mál sem varða vestnor-
rænu löndin á vettvangi Norður-
landaráðs. Fundir forsetanna
hófust á þriðjudag og standa
fram á föstudag.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 76.16 -0.08%
Sterlingspund 126.63 0.10%
Dönsk króna 11.82 -0.29%
Evra 87.86 -0.28%
Gengisvísitala krónu 124,54 0,48%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 206
Velta 3.945 milljónir
ICEX-15 1.496 -0,32%
Mestu viðskiptin
Pharmaco hf. 185.916.630
Skeljungur hf. 80.013.000
Íslandsbanki hf. 51.673.431
Landsbanki Íslands hf. 43.768.824
Fjárfestingarf. Straumur hf. 35.995.006
Mesta hækkun
Líftæknisjóðurinn hf. 597,67%
AFL fjárfestingarfélag hf. 3,59%
Eimskipafélag Íslands hf. 0,78%
Framtak Fjárfestingarbanki hf. 0,52%
Pharmaco hf. 0,49%
Mesta lækkun
Kaupþing Búnaðarbanki hf. -1,90%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -1,85%
Landsbanki Íslands hf. -1,23%
Flugleiðir hf. -1,10%
Íslandsbanki hf. -0,40%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9093,9 0,6%
Nsdaq: 1663,8 1,5%
FTSE: 4006,9 1,1%
Nikke: 9592,2 3,4%
S&P: 987,1 0,5%
Á BESSASTÖÐUM
Þýsku forsetahjónin ásamt Ólafi
Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff
á Bessastöðum.
Opinber heimsókn:
Fer í dag
OPINBER HEIMSÓKN Opinberri heim-
sókn forseta Þýskalands Dr. Jo-
hannes Rau og konu hans Christ-
inu lýkur í dag. Forsetahjónin
komu til landsins á ellefta tíman-
um á þriðjudag og hófst heim-
sóknin með veglegri móttökuat-
höfn á Bessastöðum að viðstödd-
um forseta landsins og ríkis-
stjórn.
Heimsóknin var í boði Ólafs
Ragnars Grímssonar forseta Ís-
lands og átti þýski forsetinn bæði
fund með honum og Davíð Odds-
syni forsætisráðherra í heimsókn-
inni. Í gær heimsóttu síðan for-
setahjónin ásamt fylgdarliði Þing-
velli, Gullfoss og Geysi. ■
Tyrkland:
Héróínsend-
ing stöðvuð
TYRKLAND, AP Lögregla í Istanbúl í
Tyrklandi lagði í gær hald á 110
kíló af heróíni í flutningabíl.
Ábendingar bárust um fíkniefnin
frá Þýskalandi og þykir víst að
fíkniefnin hafi átt að fara þangað.
Eigandi flutningabílsins og bíl-
stjóri voru handteknir, ásamt þrið-
ja manni sem tengist málinu. Tyrk-
land er mikilvægur hlekkur í leið
fíkniefnasmyglara frá Mið-Aust-
urlöndum og Asíu til Evrópu. ■
SJÓNVARP Hermann Hermanns-
son, yfirmaður sjónvarpssviðs
Norðurljósa, hefur látið af störf-
um. Brotthvarf hans tengist hag-
ræðingu í rekstri fyrirtækisins
sem þegar hefur leitt til fjöl-
margra uppsagna á fréttastofu
Stöðvar 2 og reyndar víðar á
sjónvarps- og útvarpssviði Norð-
urljósa. Er nú stefnt að því að
auka ábyrgð ýmissa millistjórn-
enda og þeir látnir vinna störf
sjónvarpsstjórans því nýr verð-
ur ekki ráðinn.
„Það varð að samkomulagi á
milli aðila að ég léti af störfum
eftir gott samstarf við fólk hér í
tæp 10 ár,“ segir Hermann Her-
mannsson. „Ég kom hingað til
starfa hjá fyrirtækinu blautur á
bak við eyrun beint úr háskóla og
vann mig upp og út,“ segir sjón-
varpsstjórinn fyrrverandi.
Hermann Hermannsson var
yfirmaður allra sjónvarpsstöðva
Norðurljósa; Stöðvar 2, Sýnar,
Bíórásarinnar, Popp Tíví og
Fjölvarpsins. ■
Hraðakstur:
Margir
stöðvaðir
LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn á Ak-
ureyri stöðvuðu tólf bíla á tveimur
klukkustundum í gærdag þegar
þeir voru við eftirlit. Lögreglumenn
á vakt sögðu þetta mikinn fjölda á
ekki lengri tíma en töldu að umferð-
ina mætti að einhverju leyti rekja
til þess að fótboltamót eru að hefj-
ast á Akureyri. Að sögn lögreglu
mældust fólksbílar á 115 til 120 kíló-
metra hraða. Að auki hefðu bílar
með tjaldvagna í eftirdragi verið
mældir á 100 til 110 kílómetra
hraða, 20 til 30 kílómetrum yfir
leyfilegum hámarkshraða. Þá hefði
vantað lengri spegla á marga bílana
svo þeir sæju aftur fyrir vagnana. ■
Norðurljós:
Sjónvarpsstjórinn
lætur af störfum
NORÐURLJÓS
Hermann Hermannsson segist hafa unnið
sig upp og út hjá Norðurljósum.
■ Stjórnvöld
FYRIR RÉTTI „Það er sýknað í vel-
flestum ákæruliðum. Í fljótu
bragði sýnist mér þetta sigur
varnarinnar,“ segir Sigríður Rut
Júlíusdóttir verjandi Péturs Þórs
Gunnarssonar en dómur féll í
Héraðsdómi Reykjavíkur í því
sem nefnt hefur verið Stóra mál-
verkafölsunarmálið. Pétur, auk
Jónasar Freydal Þorsteinssonar,
voru ákærðir fyrir að selja 102
verk sem talin voru fölsuð. Í
dómnum segir að hluti verkanna
sé falsaður, vafi leiki um nokkurn
hluta þeirra og sum séu ekki föls-
uð.
Pétur Guðgeirsson dómari og
meðdómendur hans tveir tóku sér
óvenju langan tíma til að komast
að niðurstöðu enda málið viðamik-
ið og dómurinn í 204 síðna skjali.
Pétur Þór hlaut 6 mánaða skil-
orðsbundinn dóm og Jónas 4 mán-
uði skilorðsbundið. Pétur var
jafnframt dæmdur til að greiða
fjárfestingarfélaginu Gaumi 625
þúsund í skaðabætur. Ákært var
fyrir 102 verk sem talin voru föls-
uð en aðeins var sakfellt í örfáum
tilvika. Alls voru 181 verk til
rannsóknar.
Í ákærunni, sem ríkissaksókn-
ari gaf út, kemur fram að 14 aðil-
ar gerðu skaðabótakröfu á hendur
Pétri Þór, 5 á hendur Jónasi Frey-
dal og 1 á hendur þeim sameigin-
lega. Samtals námu skaðabóta-
kröfur, auk miskabótakrafna og
lögfræðikostnaðar, um 12,4 millj-
ónum auk vaxta. Flest voru verk-
in seld á árunum 1992 - 1996 og er
um að ræða myndir listamanna á
borð við Jóhannes Kjarval, Svav-
ar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur,
Jón Stefánsson og Asgers Jorn.
Dýrasta verkið er merkt Nínu og
var það selt árið 1996 fyrir krónur
984.000.-
Pétur Þór sagði strax eftir að
dómur féll í gær að þetta væri
mikill léttir en málið hefur nú ver-
ið í gangi í um sjö ár. „Ég vonaðist
náttúrlega eftir sýknun en bjóst í
raun við hverju sem er.“
Karl Georg Sigurbjörnsson
verjandi Jónasar Freydal tekur í
sama streng og Sigríður Rut og
talar um stórsigur í málinu. Hann
segist tæplega geta ráðlagt skjól-
stæðingi sínum að áfrýja skilorðs-
bundnum dómi nema þá að um
„prinsipp-mál“ sé að ræða: Að sak-
laus maður hafi verið dæmdur
sekur. Hann gerir því fastlega ráð
fyrir að ákæruvaldið áfrýi – en
sagt hefur verið að málið sé svo
umfangsmikið að óhugsandi sé
annað en það fari fyrir Hæstarétt.
„Þetta er málamyndadómur og er
ríkið látið bera sjö áttundu af
málskostnaði. Í því hlýtur að fel-
ast eindregin vísbending um að
eitthvað hafi verið í ólagi hjá lög-
reglunni.“
„Ég var sýknaður fyrir allt
nema tvær myndir. Og þær falsaði
ég ekki en samkvæmt dóminum þá
hefði ég átt að vita að þær væru
falsaðar,“ segir Jónas Freydal sem
taldi þetta góðan dag en hann hef-
ur staðfastlega haldið fram sak-
leysi sínu. „Niðurstaða dómarans
kom mér ekki á óvart, það hvarfl-
aði aldrei að mér að ég yrði fund-
inn sekur. Ég vonaðist til þess að
hinir sjálfskipuðu sérfræðingar
yrðu teknir í karphúsið og að alla-
vega listfræðingar yrðu látnir end-
urgreiða þessar miljónir sem þeir
fengu fyrir að falsa listasöguna.“
Jón H. Snorrason, yfirmaður
efnahagsdeildabrotar ríkislög-
reglustjóra, sótti jafnframt málið.
Hann kaus að tjá sig ekki um dóm-
inn á þessu stigi málsins. Er þetta
dýrasta og umfangsmesta lög-
reglurannsókn sem gerð hefur
verið hérlendis - og nam kostnað-
ur við hana milli 40 og 50 milljóna
króna. Er þá kostnaður við réttar-
höldin ótalinn en þau voru um-
fangsmikil og þurftu nokkur vitni
að koma til landsins.
Vægur dómur
í fölsunarmálinu
Verjendur telja dóminn í Stóra málverkafölsunarmálinu sigur fyrir sak-
borninga. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flest málverkin
væru örugglega eða líklega fölsuð en þótti sök sakborninga ósönnuð.
PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON OG SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR.
Sakborningur og verjandi fara yfir dóminn fyrir utan réttarsal í gær. Pétur hlaut afar vægan
dóm. Verjandi Jónasar Freydal segist ekki geta ráðlagt skjólstæðingi sínum að áfrýja.
JÓN H. SNORRASON
Kaus að tjá sig ekki um dóminn fyrr en
hann væri búinn að lesa hann.
JÓNAS FREYDAL
„Ég vonaðist til þess að hinir sjálfskipuðu
sérfræðingar yrðu teknir í karphúsið.“
jakob@frettabladid.is
hrs@frettabladid.is