Fréttablaðið - 03.07.2003, Page 8
8 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
Hvað með gallabuxurnar?
Það sem gerir fatnað að þjóð-
búningum er það að vera notað-
ur af þjóðinni í fjölda ára.
Dóra Jónsdóttir. DV, 2. júlí.
Búðin milli sanda
Sennilega væri skynsamlegast
að taka með sér golfsettið í
vinnuna og æfa sig í að slá upp
úr sandglompunni fyrir framan
búðina.
Rannveig Laxdal, búðareigandi við
Bankastræti. DV, 2. júlí.
Og frá Spaugstofunni
Spaugilegast í þessu máli er að
talsmenn Stöðvar 2 láta sem
þeir viti ekki af samkeppni við
Skjá einn eða Fréttablaðið.
Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri.
Morgunblaðinu, 2. júlí.
Orðrétt
Nautgripabændur á
Grænlandi:
Fá skosk naut
LANDBÚNAÐUR Grænlendingar stef-
na á aukna nautgriparækt og því
hefur Niels Motzfeld, bóndi í ná-
grenni við Nuuk, keypt tíu kýr og
tvö naut af skoska hálandakyninu.
Verða nautgripirnir fluttir frá
Danmörku til Grænlands, þar sem
freista á þess að ala þá.
Grænland hefur upp á lítið und-
irlendi að bjóða og er fóðuröflun
því erfið. Gripið verður til þess
ráðs að rækta sérstaka tegund
rúgs sem nær allt að 2,5 metra
hæð á aðeins tveimur mánuðum.
Fóðuröflun fyrir nautgripina á
með því að vera tryggð, þrátt fyr-
ir að fóðurgildi rúgsins liggi ekki
fyrir. ■
STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðuneytið er
að semja um sölu sumarbústaðs
Lánasýslu ríkisins rétt við Búðir á
Snæfellsnesi án þess að auglýsa
hann til sölu.
Að sögn Haf-
steins S. Haf-
steinssonar hjá
f jármálaráðu-
neytinu var talið
rétt að verða við
óskum eiganda
aðliggjandi jarðar um að selja hon-
um sumarbústaðinn beint.
Umrætt sumarhús var byggt
árið 1976 á um 90 hektara strand-
jörð sem skipt mun hafa verið út úr
jörðinni Kálfárvöllum í byrjun ald-
arinnar sem leið. Ábúandinn þar,
Bjarni Vigfússon jarðvinnuverk-
taki er sagður vilja kaupa bústað
Lánasýslunnar ásamt bróður sín-
um Sigurði. Bjarni segir þó enn
óljóst hverjir munu standa að
kaupunum á Tjaldbúðum. „Það er
ekkert komið á hreint með þetta,“
segir hann.
Framkvæmdasjóður ríkisins
leysti á sínum tíma jörðina og
leiguréttindin á hekturunum 90 til
sín á uppboði og byggði sumarbú-
staðinn. Lánasýsla ríkisins yfirtók
seinna Framkvæmdasjóð og sum-
arhúsið, sem nú er nýtt sem or-
lofshús fyrir starfsmenn Lána-
sýslunnar. Þeir hafa aðgang að
húsinu í síðasta skipti í sumar.
Hafsteinn segir málið snúið.
Sumarbústaðurinn standi á leigu-
lóð með ótímabundnum samningi.
Svo virðist sem leiga hafi ekki
verið greidd síðustu áratugi. Með-
al annars þess vegna þyki rétt að
gefa ábúandanum á Kálfárvöllum
kost á að kaupa bústaðinn og
leiguréttinn. Látið verði reyna á
hvort grundvöllur sé fyrir viðun-
andi samningum fyrir ríkissjóð.
Húsið sem fylgir jörðinni er 77
fermetrar og er brunabótamat
þess 6,6 milljónir króna. Að auki
eru þar gömul útihús og mann-
virki sem tengjast áratuga göml-
um og misheppnuðum bleikju- og
laxeldistilraunum.
Um jörðina rennur áin Kálfá og
fellur hún í Búðaós. Samkvæmt
nýútgefinni Stangaveiðihandbók
selur Bjarni á Kálfárvöllum veiði-
leyfi í ána á 1500 krónur. „Það er
sáralítil veiði,“ segir Bjarni sjálf-
ur um þann búskap.
Mikil náttúrufegurð er á þess-
um slóðum enda jörðin við hlið
friðlandsins í Búðahrauni. Miklar
fjörur fylgja jörðinni með tilheyr-
andi fuglalífi og reka auk þess
sem nokkuð mun vera um sel.
Hafsteinn segir samningavið-
ræður um söluna á Tjaldbúðum „á
viðkvæmu“ stigi og vill ekkert
gefa upp um það verð sem fjár-
málaráðuneytið vill fyrir eignina.
gar@frettabladid.is
BRASILÍA, AP Nýjar loftmyndir af
Amazon-svæðinu í Brasilíu sýna
að eyðing regnskóganna hefur
aukist verulega samfara örum
vexti í landbúnaði.
Áætlað er að um 25.000 ferkíló-
metrar af skóglendi hafi horfið
frá ágúst 2001 til ágúst 2002. Þetta
er um 40% aukning frá árinu áður.
Vísindamenn við Umhverfisrann-
sóknarstofnun Amazon segja að
skýringanna sé einkum að leita í
fjölgun bænda sem höggvi skóg-
inn til að rýma land fyrir akur-
yrkju og búfénað.
Regnskógar Brasilíu þekja um
fjórar milljónir ferkílómetra eða
um 60% af landinu. Á undanförn-
um áratugum hafa um 16% af
skóglendinu horfið vegna ólög-
legs skógarhöggs, landbúnaðar,
þéttbýlismyndunar og vegagerð-
ar.
Niðurstöður rannsókna Um-
hverfisrannsóknarstofnunarinnar
í samstarfi við bandaríska vís-
indamenn benda til þess að allt að
270.000 ferkílómetrar regnskóga
muni eyðast á næstu 35 árum þar
sem nýir vegir laði að landnema
og auðveldi flutning viðar.
Stjórnvöld í Brasilíu ætla að
kynna tillögur um úrbætur í
næstu viku. Skortur á fjármagni
og spilling í brasilíska dómskerf-
inu hefur hingað til staðið barátt-
unni gegn eyðingu regnskóganna
fyrir þrifum. ■
SELFOSS Heilbrigðisráðherra hef-
ur synjað Lyf & Heilsu um lyf-
söluleyfi í Vestmannaeyjum.
Fyrir er eitt apótek í Vestmanna-
eyjum, Plús Apótek. Eigendur
þess lögðust mjög gegn því að fá
annað apótek til Eyja og skiptar
skoðanir eru um málið í bæjar-
stjórn.
Á fundi bæjarstjórnar 28. maí
var tillaga um að mæla með lyf-
söluleyfinu felld með þremur at-
kvæðum með, þrír voru á móti
og einn sat hjá. Meðmæltir voru
tveir fulltrúar V-lista og einn
fulltrúi B-lista, á móti voru einn
fulltrúi V-lista og tveir fulltrúar
D-lista en sá þriðji þeirra sat hjá.
Í rökstuðningi ráðuneytisins
með synjuninni segir m.a.:
„Ráðuneytið telur að umsækj-
andi um lyfsöluleyfi hafi ekki
sýnt fram á að þjónustu við neyt-
endur sé betur borgið verði nýtt
lyfsöluleyfi veitt til viðbótar því
sem fyrir er í Vestmannaeyjabæ,
eða í staðinn fyrir það, þróist mál
á þann veg. Draga verður í efa að
í 4500 manna byggð sé grund-
völlur fyrir rekstur fleiri en
einnar lyfjabúðar. Verði reknar
tvær lyfjabúðir er sú hætta því
fyrir hendi að önnur þeirra neyð-
ist til þess að hætta rekstri.“ ■
LONDON, AP Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, skoraði í
gær á þá sem sakað hafa ríkis-
stjórn hans um blekkingar vegna
Íraksstríðsins, að færa sönnur á
mál sitt. Ríkisstjórn Blairs hefur
verið sökuð um að hafa ýkt skýrsl-
ur um vopnaeign Íraka en skýrsl-
urnar vógu þungt þegar Bretar
ákváðu að taka þátt í hernaði gegn
Írak. Tony Blair segir það upp-
spuna að fullyrðingum um að
Saddam Hussein gæti gripið til
gereyðingarvopna á þremur
stundarfjórðungum, hafi verið
bætt inn í fyrrgreinar skýrslur.
„Hafi menn gögn sem sýna hið
gagnstæða skora ég á menn að
leggja þau fram. Ég held að menn
ættu ekki að setja fram svo alvar-
legar ásakanir nema rökstyðja
þær með gögnum,“ sagði Blair. ■
ÓGN EÐUR EI?
Tony Blair virðist hafa fengið nóg af ásökunum í garð ríkisstjórnar sinnar vegna Íraksstríðs-
ins. Hann skorar á gagnrýnendur að leggja fram gögn til að sanna ásakanir um blekkingar
stjórnarinnar.
Meintar blekkingar Bretlandsstjórnar:
Blair kallar eftir sönnunum
BÓNDI Í BRASILÍU
Regnskógarnir í Brasilíu eru í bráðri hættu vegna ólöglegs skógarhöggs, fjölgunar bænda,
þéttbýlismyndunar og lagningar nýs vegakerfis.
Eyðing regnskóganna jókst um 40% á einu ári:
25.000 ferkílómetrar
skóglendis horfnir
M
YN
D
AP
BÚÐAÓS
Sumarhúsið á Tjaldbúðum er á tanga við
Búðaós gegnt Hótel Búðum. Á fjöru er
hægt að ganga þó nokkur hundruð metra
sem eru að hótelinu.
Sumarhús ríkisins
selt án auglýsingar
Fjármálaráðuneytið vill selja sumarbústað á 90 hektara landi við Búðir til
ákveðins aðila án auglýsingar. Ráðuneytið segir viðkomandi hafa sótt málið
fast og telur hann vel að eigninni kominn þar sem hann búi á næstu jörð.
Tjaldbúðin
„Það er
ekkert komið
á hreint með
þetta.
JÓN KRISTJÁNSSON
Hefur hafnað því að gefa út lyfsölu-
leyfi svo hægt sé að opna nýtt apó-
tek í Vestmannaeyjum.
Apótekum fjölgar ekki í Vestmannaeyjum:
Ráðherra synjar um nýtt lyfsöluleyfi