Fréttablaðið - 03.07.2003, Síða 16
18 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
Undanfarna daga hafa á síðumFréttablaðsins komið fram mis-
munandi skoðanir á því hvort konur
séu einungis þolendur launamis-
réttis eða hvort þær á einhvern hátt
viðhaldi því og séu því samábyrgar.
Af þessu tilefni langar mig að
vekja athygli á rannsókn sem ég
hef unnið ásamt samstarfsmönnum
mínum. Rannsóknin miðar ekki að
því að skoða launamun kynjanna
heldur að skoða viðhorf og reynslu
unglinga fyrst og fremst af náttúr-
unni og náttúrufræðum og þeim
áhrifum sem þessir þættir hafa.
Jafnframt voru könnuð viðhorf
unglinganna til ýmissa þátta sem
áhrif gætu haft á starfsval þeirra.
Í rannsókninni voru 620 fimmt-
án ára gamlir unglingar meðal ann-
ars spurðir um 26 þætti sem hefðu
áhrif á hugsanlegt framtíðarstarf
þeirra og kom fram verulegur mun-
ur á svörum drengja og stúlkna. Í
stuttu máli kom fram að stúlkur
lögðu mun meiri áherslu á að vinna
á skapandi hátt, að fá að taka sjálf-
stæðar ákvarðanir, að hafa góðan
tíma fyrir sjálfar sig, vini sína og
fjölskyldur, að starfið væri fjöl-
breytilegt, og að þar nýttist kunn-
átta þeirra og hæfileikar. Drengirn-
ir höfðu mun meiri áhuga á því að
fá hátt kaup.
Viðhorf kynjanna
Rannsóknin varpar ljósi á við-
horf unglinga á þeim aldri þegar líð-
ur að því að þeir velja sér farveg í
lífinu. Munur á viðhorfum kynjanna
er athyglisverður og margar spurn-
ingar vakna. Þeir sem áhyggjur
hafa af stöðu kvenna ættu ef til vill
að velta fyrir sér hvort og þá að hve
miklu leyti þessi munur á viðhorf-
um hefur áhrif á launamun kynj-
anna. Aðrir kynnu að hafa áhyggjur
af því hvort ofuráhersla sem fimmt-
án ára drengir leggja á há laun
kunni að vera varasamur fylginaut-
ur þegar þessir drengir velja sér
starfsvettvang. Vera má að þegar til
lengdar lætur skipti aðrir þættir en
laun ekki síður máli varðandi
starfsánægju og lífshamingju. Hér
verður ekki fjallað um hvað kunni
að valda þeim mun sem rannsóknin
sýnir á viðhorfum kynjanna. Þar er
óplægður akur rannsókna sem eru
gríðarlega mikilvægar fyrir þá sem
vilja bæta samfélagið konum og
körlum til hagsbóta. ■
Stúlkur hafa minni áhuga á háum launum
Þjóðmál
maí 2003
HAUKUR ARA-
SON
■ lektor við Kennara-
háskóla Íslands, skrifar
um launamun kynja
Með lögum skal land byggja ogþað er ekki nokkurri þjóð til
vansa að eiga atorkusamt og
framsækið lögreglulið sem fylgir
þeim eftir. Að vísu er hér enginn
Morse, Barnaby eða Wallander, né
heldur vinsamlegir hverfislög-
regluþjónar sem bjarga köttum
ofanúr ljósastaurum, hafa hendur
í hári hverfisperranna og hjálpa
til við óvæntar barnsfæðingar í
heimahúsum. En lögregluliðið
okkar hefur nú samt staðið sig
með prýði við að aðstoða borgar-
ana í nauðum og uppljóstrun þeir-
ra fremur hversdagslegu glæpa
sem reglulega eru framdir hér í
borgum og bæjum. Hins vegar
virðist nú sem lögreglan sé að til-
einka sér breyttar starfsaðferðir
sem gefur til kynna að þessi að-
ferð, þ.e.a.s. að upplýsa glæpinn
eftir að hann er framinn, þyki orð-
in gamaldags og jafnvel úrelt.
Lögreglan virðist nú vera farin
að starfa eftir nýjum forskriftum
sem skila áhrifaríkari vinnuað-
ferðum og eru til þess fallnar að
spara samfélaginu mikið fé. Hin-
ar nýju aðferðir felast í forvörn-
um, forspám og því að handsama
illvirkjana áður en ódæðið er
framið og er hagræðing þessa
augljós og þríþætt. Í fyrstu er
komið í veg fyrir tjónið sem glæp-
urinn sjálfur hefði valdið. Því
næst er engu til kostað við rann-
sókn málsins og handsömun
glæpamannanna og að lokum
sparast stórfé með því að koma í
veg fyrir að málið fari fyrir dóm
því enn er ekki réttað í málum þar
sem afbrot er ekki framið.
Skelfirinn Lalli gripinn
Skemmst er að minnast þess
þegar Lalli nokkur, íbúi í Þingholt-
um til 16 ára (þ.e.a.s frá fæðingu og
núorðið þekktur undir nafninu
Brókar-Lalli), gekk um Laufásveg-
inn með nærbuxur á höfðinu. Þar
sem víst þótti að foreldrar Lalla
hefðu í æsku hans upplýst hann um
þann gamalreynda sið að nærbux-
um klæðist menn neðan til, sáu
verðir laganna að hann hafði eitt-
hvað óeðlilegt í hyggju. Snarlega
var gripið í taumana. Brókar-Lalli
var handtekinn, plagginu svipt af
höfði hans og þar með hafði verið
komið í veg fyrir glæpinn. Þar sem
ókunnugt er um eðli hins væntan-
lega glæps Brókar-Lalla má öllum
vera ljóst að afleiðingarnar hefðu
getað spannað allan afleiðingaskal-
ann, allt frá slæmum upp í ógurleg-
ar eftir því hver glæpurinn hefði
verið.
Undarlegur klæðnaður
kemur enn við sögu
Næst má minnast þess þegar
fregnir bárust af því frá Austur-
löndum fjær að Kínverjar í gulum
fötum væru þekktir af ýmsu mis-
jöfnu. Þar sem vitað var að hópur
þvílíkra einstaklinga var væntan-
legur til landsins gripu menn snar-
lega í taumana. Kínverjarnir voru
gripnir og læstir inni í skóla í
Njarðvík. Afleiðingin var sú, eins
og allir vita, að það tókst að koma í
veg fyrir óeirðir, ágang og önnur
þau illvirki sem Kínverjarnir voru
búnir að ráðgera að fremja hér á
landi.
Óvarleg innkaup
Næst skal minnst kvennanna
tveggja sem ætluðu að fremja glæp
í Þingholtunum, á svipuðum slóðum
og Brókar-Lalli var handsamaður.
Þessar konur voru á ferð með
eggjabakka og tómatsósuflösku í
poka og sá lögreglan undir eins að
yfirvofandi var glæpaverk sem
ekki mátti ná fram að ganga. Kon-
urnar voru handsamaðar, eggin og
tómatsósan gerð upptæk og ógninni
aflétt. Enginn glæpur framinn og
húsmæður í Þingholtum hafa vissu-
lega lært að velja ofan í innkaupa-
pokana af meiri ábyrgð.
Nú í vor gerðist atvik sem sann-
aði ótvírætt ágæti hinna nýju
vinnuaðferða. Lögreglumenn höfðu
víst ekki verið nógu vakandi og því
tókst einhverjum óprúttnum að
sletta rauðri málningu á Stjórnar-
ráðshúsið. Geir Jón, andlit Reyk-
vískra lögreglumanna útávið, brást
skjótt við og þegar hann birtist í
sjónvarpinu þá um kvöldið til þess
að lýsa ódæðinu og róa landsmenn
sagði hann að nánast væri búið að
upplýsa málið. Nú, málið var upp-
lýst að því leyti að það var staðfest
að illvirkjar hefðu slett málningu á
Stjórnarráðið en ekki tókst að hafa
hendur í hári þeirra og ganga þeir
lausir enn þann dag í dag. Lexían
sem dregin verður af þessu er að
sjálfsögðu sú að hefðu illvirkjarnir
verið handteknir fyrirfram hefði
glæpurinn ekki verið framinn.
Þú tryggir ekki eftir á
Það er líklega í ljósi þessarar
bitru reynslu að Geir Jón og glögg-
ir menn hans fjarlægðu hóp vænt-
anlegra friðarspilla af Austurvelli
nú á 17. júní. Óeirðaseggirnir héldu
á lofti grænum föndurpappír og
uppúrétnum pizzukössum og höfðu
krotað á þá kröfur sem ekki þykja
sæmilegar. Að þeir skyldu þó ná að
komast þetta nálægt því að fremja
glæpinn kom til af kænsku og ein-
beittum brotavilja því að eigin sögn
höfðu þeir falið áhöldin innan á sér
þegar þeir laumuðu sér inn á hátíð-
arsvæðið. Það munaði litlu að klæk-
ir þessir dygðu til að hafa betur í
viðureigninni við Geir Jón en þó
ekki alveg. Óeirðaseggirnir voru
fjarlægðir og truflunin sem af
þessu hlaust var minni en sú sem
orðið hefði ef lýðurinn hefði náð að
fullfremja afbrotið. Nóg þótti nú
samt um tillitsleysi og ósvífni þess-
ara manna eins og fulltrúi lögregl-
unnar sagði í sjónvarpinu.
Nú vill maður síður fullyrða um
hluti sem ekki eru fullsannaðir en
líklegt er að glæpum á landinu hafi
fækkað með tilkomu þessarar nýju
forvarnastefnu. En hitt er óumdeil-
anlegt, að ófrömdum glæpum í
Reykjavík hefur fjölgað til mikilla
muna, þökk sé okkar vösku vörðum
laga og réttar. ■
Vaki, vaki vaskir menn
Þjóðmál
maí 2003
KRISTÍN
ATLADÓTTIR
■ skrifar um vinnuað-
ferðir lögreglunar í
Reykjavík
VERÐDÆMI VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚNA
Bikini toppur 3.099 kr. 1.550 kr. -50%
Bikini buxur 2.799 kr. 1.400 kr. -50%
Bikini pils 3.099 kr. 1.550 kr. -50%
brjóstahaldari 4.299 kr. 1.290 kr. -70%
nærbuxur 1.499 kr. 450 kr. -70%
KNICKERBOX
ÚTSALAN
ER BYRJUÐ
20-70%
AFSLÁTTUR
G
E
Ð
V
E
IK
T
IL
B
O
Ð
G
E
Ð
V
E
IK
T
IL
B
O
Ð
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
KNICKERBOX
KRINGLUNNI, SÍMI: 551 5444
LAUGAVEGI 62, SÍMI: 533 4555
Í
I
I I, Í I:
I , Í I:
Nýi Freemanslistinn
er kominn út.
Vandaðar vörur á góðu verði.
Tryggðu þér eintak í síma 565 3900
- pöntunarlínan opin til 22 alla daga
Í verslun Freemans stendur yfir útsala
- 40% - 50% afsláttur
Freemans - Hjallahrauni 8
220 Hafnarfjörður
www.freemans.is - s: 565 3900