Fréttablaðið - 03.07.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 03.07.2003, Síða 20
22 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR AKUREYRI • REYKJAVÍK • KEFLAVÍK Enska knattspyrnan: Bellion til United FÓTBOLTI Frakkinn David Bellion hefur gengið til liðs við Manchester United frá Sunder- land. United reyndi að fá hann til sín í vetur en tilboði félagsins upp á 1,5 milljónir punda var hafnað. Samningur Bellion rann út á mánudag og skiptir hann því um félag án þess að Sunderland fái greitt fyrir félagaskiptin. Bellion sagði í samtali við vef BBC að United væri félag sem unga leikmenn dreymdi um að leika með og Alex Ferguson sagði að leikmaðurinn félli vel að framtíðaráformum félagsins. ■ RALLÍ Þegar sjö umferðum af fjórt- án er lokið í heimsmeistarakeppni rallökumanna eru línur farnar að skýrast í keppni bílasmiða en í keppni ökuþóra er staðan mun jafnari en á síðasta ári þegar Finn- inn Marcus Grönholm sigraði keppnina með yfirburðum og end- aði með 40 stiga forskot á næsta mann, Norðmanninn Petter Sol- berg. Grönholm situr eins og er í þriðja sæti og hefur verið afar óheppinn með bíl sinn. Hann hefur þrisvar þurft að hætta keppni vegna bilana. Af þeim fjórum keppnum sem hann hefur náð að klára hefur hann unnið þrjár. Mikl- ar vonir eru bundnar við norska ökuþórinn Petter Solberg sem sigr- aði á síðasta móti sem fram fór á Kýpur og þykir hafa tekið miklum framförum síðustu misserin. Bretinn Richard Burns leiðir stigamótið en Spánverjinn Carlos Sainz sem tvívegis hefur unnið heimsmeistaratitilinn er í öðru sæti. Næsta keppni fer fram nálægt Trier í Þýskalandi þann 24. júlí. ■ STAÐA BÍLAFRAMLEIÐANDA Í HEIMSMEISTARAKEPPNI RALLÖKUMANNA 1. Peugeot 81 stig 2. Citröen 73 stig 3. Subaru 47 stig 4. Ford 43 stig 5. Skoda 20 stig 6. Huyndai 6 stig STAÐA RALLÖKUMANNA 1. Richard Burns Bretlandi 37 stig 2. Carlos Sainz Spáni 36 stig 3. Marcus Grönholm Finnlandi 30 stig 4. Petter Solberg Noregi 29 stig 5. Markko Martin Eistlandi 23 stig HEIMSMEISTARAKEPPNIN Í RALLAKSTRI Stigakeppnin er hálfnuð og fá stig skilja að efstu menn. Heimsmeistaramótið í rallí hálfnað: Grönholm verið óheppinn ABRAMOVICH Rússneski kaupsýslumaðurinn Roman Abramovich er talinn 19. ríkasti maður Evr- ópu, næstur á eftir Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu. Roman Abramovich keypti Chelsea: Einn ríkasti maður Evrópu FÓTBOLTI „Þetta var engin skyndiá- kvörðun,“ sagði ráðgjafi Roman Abramovich, rússneska kaup- sýslumannsins sem keypti 140 milljóna punda hlut í Chelsea á þriðjudag. „Menn hans höfðu áður skoðað nokkur fótboltafélög,“ sagði ráðgjafinn við BBC og bætti því við að Abramovich væri tilbú- inn að gera það sem þyrfti til að hefja Chelsea í hæstu hæðir evr- ópskrar knattspyrnu. Viðskiptatímaritið Forbes telur Abramovich 19. ríkasta mann Evrópu. Hann á olífyrirtækið Sib- neft og sjónvarpsstöðina ORT, fyrirtæki í áliðnaðinum og stóran hlut í flugfélaginu Aeroflot. Hann var valinn í Dúmuna, neðri deild rússneksa þingsins árið 1999 og hefur verið héraðsstjóri í Chukotka í Síberíu. ■ BECKHAM KYNNTUR Með nýja númerið sitt á bakinu. Bitur út í Beckham: Mistök hjá Real FÓTBOLTI Sandro Rossell, varafor- seti Barcelona, þakkar sínum sæla fyrir að þeir keyptu ekki David Beckham eftir að hafa ver- ið vitni að fjölmiðlafárinu sem gengið hefur yfir síðan hann kom til Spánar. „Real Madrid á eftir að lenda í vandræðum með alla þessa stjörnuleikmenn innanborðs. Allt fárið og lætin í kringum Beckham er ekki eitthvað sem við höfum áhuga á að sjá hér hjá Barcelona.“ Bitur Rossell gekk einnig svo langt að spá því að forráðamenn Real muni fljótt sjá að kaupin á Beckham voru mistök. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.