Fréttablaðið - 03.07.2003, Page 22

Fréttablaðið - 03.07.2003, Page 22
Við höfum lent í því að taka af mönn-um allt frá naglaþjölum yfir í sagir, hamra og önnur stór verkfæri en oftar en ekki bregðast menn vel við og skilja að þetta eru reglur sem við verðum að fara eftir,“ segir Kári Gunnlaugsson að- aldeildarstjóri hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Fleiri en gera hefði mátt ráð fyrir flaska á því að reglur eru í gildi um hvað bera megi í handfarangri inn í flugvélar. Kári bendir á að þessir hlutir séu alls ekki bannaðir heldur verði menn að tékka inn alla slíka hluti. Hann segist ekki minnast þess að skapast hafi verulegur vandi vegna dýra hluta sem illt sé að missa, þeir reyni að leysa úr málum ef svo beri undir. „Hins vegar verðum við að farga öllum skærum og smádóti því magnið er svo mikið að ekki er hægt að ná í það þegar fólk kemur aftur til landsins,“ segir hann. Á hverri viku eru fljót að fyllast ílát- in sem tólin eru sett í og segir Kári að á síðasta ári hafi þeir safnað á milli 11-12 þúsund skærum sem fari í sorpeyð- ingastöð í brotajárn. „Ég held að menn viti af þessu en athugi það ekki áður en pakkað er niður. Oft eru konur með snyrtitöskur sínar í handfarangri og hugsa ekki út í þessa hluti. Það hefur breyst og fólk er alltaf að átta sig betur og betur á að pakka þessu niður í tösku.“ Kári nefnir einnig að fyrir komi að útlendingar séu með gaskúta, bensín- brúsa, veiðihnífa og ýmislegt annað því tengt. „Það segir sig sjálft að þegar um það bil 2000 manns fara í gegn hjá okkur á dag þá eru ílát- in fljót að fyllast,“ segir Kári Ef aðeins eitt prósent þeirra sem fara í gegn á degi hverjum eru með eitthvað sem þarf að taka þá eru það 20 skæri og naglaþjalir á dag. Á einni viku væru það 140. Það er fljótt að koma. Menn ættu því að huga vel að handfarangri sínum og fara vandlega yfir hann áður en haldið er í sumarfríið. ■ Margt ólöglegt leynist í farangri ferðalanga: Allt frá skærum yfir í hamar og sög Það vita það ekki margir, en Akra-fjall stóð eitt sinn fyrir sunnan Hvalfjörð. Sagan segir að tröllskessa hafa tekið það upp og misst það niður á þeim stað þar sem það stendur núna, þegar sólin kom upp. Þetta hafði hins vegar þær af- leiðingar í för með sér að fjallið brotnaði í tvennt og í dag er það í raun tvö fjöll, aðskilin af dal sem kallast Berjadalur. Tröllskessan er sem betur fer löngu farin og því er okkur mannabörnunum óhætt að ganga á fjallið. Gangan hefst við mynni Berjadals en þangað er hægt að keyra á afleggjara sem liggur frá Akranesveginum (vegur 51). Jókubunga er hæsti tindurinn (520 m) sunnanmegin á fjallinu og þangað er ágætt að stefna fyrst. Þegar upp er komið er þetta fína út- sýni til Reykjavíkur og yfir fjöllin í kring, Botnssúlur, Hafnarfjallið, Skarðsheiðina, Esjuna og svo fram- vegis. Skemmtilegt er að ganga hringinn uppi á fjallinu og halda á Geirmundartind (643) sem er hæsti tindurinn á Akrafjalli. Þar er svo góð leið til niðurgöngu. ■ ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um ferðir – innanlands og utan Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferdir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.  Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Sérstök rækt við hinn forna söngdans Íslendinga, vikivak- ann. Hátíðinni lýkur á laugardag.  3. - 7. júlí. Víkur, nes og firðir í ná- grenni Gerpis. Ferð Útivistar hefst á Norð- firði og lýkur þar.  20.00 Borgarfjörður Kvöldganga UMSB og Veiðimálastofnunar við Hítará.  08:30 Sveinstindur - Skælingar Fjög- urra daga ferð á vegum Útivistar. Lagt af stað frá BSÍ.  17.00.Fimmvörðuháls, næturganga Úti- vistar. Gist eina nótt á Fimmvörðuhálsi og aðra í Básum. Brottför frá BSÍ.  17.00 Básar á Goðalandi . Helgarferð með Útivist. hvað?hvar?hvenær? 30 1 2 3 4 5 6 JÚLÍ Fimmtudagur UPPTÆKT! Í handfarangri eru oft skæri og og önnur tól til að snyrta neglur. Ef ekki á að sjá eftir þeim í dollur tollsins þá er réttara að pakka þeim öllum niður í tösku. Fjöllin í kringum Reykjavík: Gengið á Akrafjall AKRAFJALL Blasir við úr Reykjavík nema í allra verstu veðrum og þangað er skemmtileg ganga. 1 2 3 4 5 6 7 Föstudagur Göngutími: Fimm til sex klst. Hækkun: Um 500 m Lengd: Um 12 km Gjaldey ris- gla›nin gur! Fer›ahandklæ›in  eru komin!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.