Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 24
■ ■ NÁMSKEIÐ  13.30 Árbæjarsafn býður upp á stutt námskeið um hvernig eigi að tálga fyrir foreldra og börn, eða afa og ömmu og barnabörn. Ætlast er til að börn komi í fylgd með fullorðnum sem aðstoða börnin. Hvert námskeið stendur þrjár klukkustundir. ■ ■ TÓNLIST  12.00 Hádegistónleikar í Hall- grímskirkju. Þetta eru fyrstu hádegis- tónleikar sumarsins en fram koma flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir og organistinn Kjartan Sigurjónsson. Það er tónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið sem stendur að hádegistón- leikaröðinni ásamt Félagi íslenskra organleikari.  21.30 Heitur fimmtudagur í Deigl- unni. Kvartett Ómars spilar með latino- sveiflu. Ómar Einarsson leikur á gítar, Snorri Sigurðsson á trompet, Stefán Ing- ólfsson rafbassi og Benedikt Brynleifs- son spilar á trommur.  Diskórokktekið & Plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur skemmta á Víkinni, Höfn í Hornafirði, en þar er hafin Humarhátíð.  Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir á Ara í Ögri.  Hljómsveitin Sign leikur á Grand Rokk.  Hljómsveitirnar Vínyll og Leaves halda tónleika á Gauknum. ■ ■ SÝNINGAROPNANIR  Hjördís Árnadóttir opnar myndlist- arsýningu í gamla bókasafninu að Hafnarbraut 36 á Höfn. Sýningin er lið- ur í menningardögum á Höfn í Horna- firði. 26 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR Ég er kominn hingað til landsvegna heimsóknar forseta Þýskalands. Þetta kom þannig til að ég var í Austur-Afríku fyrir nokkrum árum þar sem ég hitti þjóðverja nokkurn. Hann sagði mér frá því að hann væri á leið til Berlín að læra íslensku og í kjöl- farið til Íslands til að starfa sem sendiherra,“ segir Guðni A. Em- ilsson hljómsveitarstjóri og bætir því við að eftir að hafa rætt við hann í Afríku hafi þeir ekki verið í neinu sambandi. „Það var síðan núna fyrir stuttu að hann hringdi í mig og bað mig um að koma með í opinbera heimsókn til Íslands.“ Guðni er hingað kominn með Kammersveit Tubingen en hún var stofnuð árið 1957 og hefur Guðni stjórnað henni allt frá ár- inu 1998. „Ég er búin að vera bú- settur í Þýskalandi frá árinu 1986 og stjórnað meðal annars Sifóníu- hljómsveit Æskunnar í Tubinen, er einnig reglulegur gestastjórn- andi hjá Ríkishljómsveit Thessa- loniki á Grikkalandi auk þess sem ég tók við stjórnarstarfi Suk Kammersveitarinnar í Prag haustið 2000.“ Aðspurður hvernig það sé að ferðast í fylgd Johannes Rau, þýska forsetans, segir Guðni það vera mjög gaman en jafnframt sérstakt. „Forsetaembættið í Berlín vildi endilega fá mig með og tengja þannig saman menn- ingu landanna.“ Að sögn Guðna munu þau leika mjög fjölbreytta dagskrá í kvöld, meðal annars verk eftir Mozart, Bach og Schubert en enda síðan á fallegu lagi eftir Þórarinn Guðmundsson í útsetningu Atla Heimis Sveinsonar. Einleikarar með sveitinni verða tveir, fiðluleikararnir Sus- anne Calgéer og Jul- ia Galic. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 20 í kvöld í Salnum. vbe@frettabladid.is ■ TÓNLIST GUÐNI A. EMILSSON Kemur hingað til lands með Kamarsveit Tubinen í tilefni að komu Johannes Rau, þýska for- setans. Sveitin heldur tónleika í Salnum í kvöld klukk- an 20. DR. BALDUR ÞÓRHALLSSON Baldur á heiður af hugmyndinni um stofnun Rannsóknarseturs um smáríki. Rannsóknarsetrið verður formlega opnað í dag í Hátíðarsal Háskólans klukkan 13. Smáríkjum fundinn staður Ídag verður formlega opnaðRannsóknarsetur um smáríki í Háskóla Íslands. Þema opnunar- innar verður staða smáríkja í al- þjóðasamfélaginu. Stjórnarfor- maður Rannsóknarsetursins er dr. Baldur Þórhallsson og mun hann kynna starfsemi setursins. Starfsemi Rannsóknarsetursins heyrir undir Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og er markmið hennar að auka rannsóknir og fræðslu í smáríkjafræðum. Und- irbúningur að stofnun Rannsókn- arsetursins hefur staðið allt frá haustinu 2001 og var það að frum- kvæði Baldurs. Hugmyndin að stofnun þess féll í mjög góðan jarðveg og hefur hún meðal ann- ars hlotið verðlaun í hugmynda- samkeppninni „Upp úr skúffun- um“ og styrki frá ERASMUS. Sérstakir gestir munu ávarpa hátíðina en það eru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, dr. Peter Katzenstein prófessor við Cornell háskólann í Banda- ríkjunum, Lennart Meri fyrrver- andi forseti Eistlands og stjórn- arformaður sambands smáeyja- þjóða innan Sameinuðu þjóðanna. Hátíðin hefst klukkan 13 í Há- tíðarsal Háskólans. ■ Í fylgd forsetans ■ RANNSÓKNIR Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn, sími: 563 1770 Hver var Lárus? Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1.sept. 2003 Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Íslensk samtímaljósmyndun, Kjarval. Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is s: 577-1111 Árbæjarsafn: Tónleikar laugardag Fornbíladagur sunnudag Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi Námskeið í jurtalitun í næstu viku Viðey: Fjölskyldudagur sunnudag Ganga þriðjudag kl. 19.30 Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is • sími 575 7700. LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA s. 563 1717 BÆKUR Í FRÍIÐ til að lesa úti í sólinni eða inni í rigningunni. Hugmyndir að sumarlestri á heimasíðu Borgarbókasafns. Upplýsingar á heimasíðu safnsins www.borgarbokasafn.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 13-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.