Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 27
FIMMTUDAGUR 3. júlí 2003
ótroðnar slóðir...
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
14
07
06
/2
00
3
Smáralind
mán.-fös. kl. 11-19
lau. kl. 11-18
sun. kl. 13-18
Glæsibæ
mán.-fös. kl. 10-18
lau. kl. 10-16
OPI
www.utilif.is
Smáralind - Glæsibæ
Sími 545 1550 og 545 1500
Þeir sem fara
Þú getur treyst góðum ráðum
og vönduðum útivistarbúnaði.
Dakota
Frábært fjölskyldutjald. Stórt fortjald sem
opnast á tvo vegu. Létt og fyrirferðalítið.
Auðvelt í uppsetningu.
Verð: 3ja manna 24.990 kr.
4ra manna 29.990 kr.
5 manna 34.990 kr.
...nota alvöru útbúnað
og n ta sér ráð sérfræðinga.
High Peak Sonic
Góður fjölskyldupoki fyrir
sumar, vor og haust.
Mesta kuldaþol -10°C.
Þyngd 2,1 kg
Verð áður 7.990 kr.
Tilboð 5.990 kr.
Meindl Malaysia
Léttir og liprir gönguskór,
góðir í útileguna.
Verð áður 12.990 kr.
Tilboð 9.990 kr.
Tvöföld vindsæng
með innbyggðri
rafknúinni pumpu
og velúráferð.
Verð áður 9.990 kr.
Tilboð 7.990 kr.
Metallica verður risi
Metallica tók sér lengri tíma en
vanalega við gerð næstu plötu.
Lagasmíðar urðu hefðbundnari og
einfaldari enda platan blygðunar-
laus tilraun sveitarinnar til að kom-
ast alla leið upp á yfirborðið, sem
tókst. Platan, sem hét nafni sveitar-
innar en hefur verið kölluð „Svarta
platan“, kom út árið 1991. Lög á
borð við Nothing Else Matters og
Enter Sandman áttu vel upp á pall-
borðið hjá MTV. Með aðstoð upp-
tökustjórans Bob Rock náði sveitin
til breiðari hóps en venjulega og án
þess að missa staðfastan aðdáenda-
hóp sinn.
Platan fór á toppsölulista um
allan heim og seldist í sjö millj-
ónum eintaka í Bandaríkjunum. Í
kjölfarið eyddi Metallica tveimur
heilum árum í tónleikaferð um
heiminn.
Liðsmenn brenndu sjálfa sig út
á stífu tónleikahaldi og tóku sér
gott frí. Fimm ár liðu frá útgáfu
svörtu plötunnar til þeirrar næstu.
Þegar Load kom út höfðu liðs-
menn sveitarinnar allir tekið sig til
og klippt á sér hárið. Allt í einu
birtust þeir, sem alla sína tíð höfðu
haft andúð á glamúr, stílesaðir og
töffaralegir með vatnsgreitt hárið í
hlýrabolum. Fyrsta smáskífulagið,
Until It Sleeps, var stórfínt en plat-
an náði á engan hátt að uppfylla
gæðaloforð þess og fékk slæma út-
reið gagnrýnenda. Hún seldist þó í
milljónum eintaka. Til þess að
maka krókinn gaf sveitin út af-
gangsplötuna Re-Load árið eftir
sem þótti mikið feilspor miðað við
hversu bragðvondur aðalrétturinn
hafði verið.
Sex ár í limbó
Á næstu árum gaf Metallica ein-
ungis út safnplötur, tónleikaplötur
og tökulagaplötur. Sveitin átti eitt
og eitt nýtt lag í kvikmyndum en
svo virtist sem peningahugsjónin
hefði náð yfirvöldum. Ulrich gerð-
ist helsti baráttumaður gegn
frjálsri skiptingu tónlistar á netinu
og fór í einkamál gegn veffyrir-
tækinu Napster og vann.
Bassaleikarinn Jason Newsted
hafði nýtt sér tækifærið í krossferð
Ulrich til þess að taka nokkur hliðar-
spor frá sveitinni. Þar á meðal gerði
hann plötu með hljómsveit sinni
EchoBrain í fyrra sem fékk góða
dóma. Eitthvað fór þetta í taugarnar
á Ulrich og Hetfield, en Hammett
hafði leikið á plötunni. Segja má að
sveitin hafi sprungið í miðju viðtali
við Rolling Stone þegar sauð upp úr
á milli þeirra. Stuttu síðar barst til-
kynning frá Newsted þar sem hann
sagðist hættur vegna þess „heilsu-
tjóns sem hann hafði hlotið við að
leika tónlistina sem hann ann“.
Metallica endurhlóð batteríin í
San Francisco, þar sem liðsmenn
urðu m.a. fyrir nýrri andagift á
tónleikum Sigur Rósar.
Þremenningarnir tóku upp plöt-
una án þess að bæta við sig bassa-
leikara. Aftur var leitað á náðir
Bob Rocks sem plokkaði bassann.
St. Anger var lengi í vinnslu enda
glímdi Hetfield við Bakkus og bak-
verki. Hann sigraðist á þeim fyrri
og mætti allsgáður með bakverk í
hljóðverið.
Hvort sem þakka má fráhvarfi
Newsted og Bakkusar, eða bara
eldmóði liðsmanna, þá er útkoman
að minnsta kosti besta plata Metall-
icu í ein tólf ár.
biggi@frettabladid.is
BREIÐSKÍFUR METALLICU:
1983 Kill ‘Em All
1984 Ride the Lightning
1986 Master of Puppets
1988 ...And Justice for All
1991 Metallica (Svarta platan)
1996 Load
1997 Re-Load
2003 St. Anger
HELSTU SÖFN OG
TÓNLEIKAPLÖTUR:
1998 Garage Inc.
1999 S&M (Live)